Meginorsökin: verðtrygging

„Það er mikil fylgni milli peningamagns í umferð og verðbólgu – engin dæmi um að gjaldmiðill hafi fallið nema peningaleg þensla hafi átt sér stað,“ segir Hafsteinn Hauksson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.

Eins og nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á er verðtrygging útlána bankakerfisins ein af meginorsökum óhóflegrar þenslu peningamagns á Íslandi. Ástæðan er séríslensk bókhaldsaðferð sem fyrirfinnst hvergi annarsstaðar í heiminum, og virkar eins og peningaprentvél. Þarna er um leið búið að bera kennsl á eina meginástæðu óstöðugleika krónunnar. Lausnin er sem betur fer einföld og felst í því að afnema verðtryggingu.

Sjá nánar eldri færslur um þetta efni:

Indexation considered harmful - bofs.blog.is 

Verðtryggingin ER hinn undirliggjandi vandi - bofs.blog.is

Verðtrygging eykur verðbólgu - bofs.blog.is 

Hér má sjá peningaþensluna (einkavæðingartímabilið rauðmerkt):

Unnið úr talnagögnum frá Seðlabanka Íslands
Og hér má sjá áhrifin af henni á skuldir heimilanna:

Áhrif verðtryggingar á skuldir heimila

mbl.is Peningamagn í umferð of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Ég myndi kafa aðeins dýpra í hlutinn og velta því upp af hverju er of mikið af peningum í umferð og hvað er hægt að gera til þess að auka verðgildi 1 krónu.

Getur verið að handsstýrð vaxtastefna, með vaxtagólfi sem stjórnast, óhjákvæmilega, af ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða spili þarna inn í?

Getur verið að okkar vandamál sé að stórum hluta fólgið í þessu eina atriði?

Sindri Karl Sigurðsson, 19.2.2014 kl. 18:58

2 identicon

það er ekkert mál að minnka það peningamagn sem er í umferð, í fyrsta lagi þá á að banna þessum aumingjansbönkum okkar að gefa út skuldabréf erlendis (þeir ættu ekki að þurfa yfir höfuð að gefa út skuldabréf ef það er eitthvað einasta orð að marka þessar hagnaðartölur þeirra) í öðru lagi þá á að láta bankastofnanir greiða strax til baka þau víkjandi lán sem að Seðlabankinn lét þá hafa í upphafi endurreisnar og í þriðja lagi á að skipta krónunni út fyrir nýkrónu og skipta þá bara út krónum innan hafta og á helstu gjaldeyrisskiptamörkuðum erlendis og skilja eftir krónurnar á aflandseyjum en við það þá komum við í veg fyrir verðbólgu verði höftum létt af

valli (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 20:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Ég myndi kafa aðeins dýpra í hlutinn og velta því upp af hverju er of mikið af peningum í umferð..."

Það er ég búinn að gera og niðurstaðan er ótvíðræð: verðtrygging.

Skoðaðirðu rannsóknina sem ég vísaði í þessu til stuðnings?

Ef þú ert ósammála henni er velkomið að hrekja hana.

Það var tilgangurinn með því að birta hana til ritrýni.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2014 kl. 21:18

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já ég renndi í gegnum þetta og það kemur að sama brunni hjá mér. Um hvað snýst verðtryggingin? Jú að viðhalda eignum lífeyrissjóðakerfisins.

Það er ástæðan fyrir því að ég tel, án þess að hafa nokkuð í hendi varðandi það annað en hyggjuvitið, að það þurfi fyrr en seinna að taka föstum, sársaukafullum tökum á peningaflæði lífeyrissjóðanna. Fyrr verða aldrei sett bönd á peningastjórnun þessa lands.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.2.2014 kl. 23:43

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Gróf þessa: http://skemman.is/en/stream/get/1946/11348/28059/1/BSMargretLiljaHrafnkelsdottir.pdf , ritgerð upp á netinu.

Hún gerir ekkert annað en að byggja undir þessar vangveltur.

Sindri Karl Sigurðsson, 20.2.2014 kl. 00:13

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er nokkuð til í þessu með ægivald lífeyrissjóðanna.

En þá er spurningin, hvor stjórnar hverjum.

Bankarnir eða lífeyrissjóðirnir?

Eða sitt lítið af hvoru...

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2014 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband