Athyglisverð notkun á myndmáli

Í fréttum af fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og annarra norrænna leiðtoga með Barack Hussein Obama forseta Bandaríkjanna er að finna nokkuð merkilegt val á myndaefni frá viðburðinum.

Fyrsta myndin er sú sem birtist á vef forsætisráðuneytisins, og var líka notuð vef Viðskiptablaðins, en af skráarnafninu að dæma virðist hún vera upprunin frá Sagerska sem er opinber bústaður sænska forsætisráðherrans:

Hér virðist Sigmundur Davíð vera langstærstur þeirra allra og nánast risi í samanburði við forseta Bandaríkjanna, "leiðtoga hins frjálsa heims". Ástæðuna fyrir þessu má líklega rekja til linsunnar eða sjónarhornins eða beggja, en óneitanlega kemur Sigmundur vel út á myndinni. Hin danska Helle Torning-Schmidt stendur líka vel út í rauðu, en "Lady in Red" er klassísk erkitýpa í myndmáli sem hér birtist á hófstilltan og virðulegan hátt með svörtu millisíðu pilsi sem tónar á móti rauða litnum.

Hér er svo myndin sem RÚV notaði:

Skyndilega er Sigmundur ekkert stærri en Obama, og er meira að segja að horfa eitthvað annað þegar myndin er tekin. Obama stendur þarna framar en hinir, og virkar þess vegna stærri en ef hann stæði í röðinni, og fremri auðvitað. Þetta er hinsvegar ekki alveg augljóst vegna þess að klippt hefur verið neðan af myndinni þannig að fæturnir sjást ekki, sem er klassísk aðferð til að dylja hæðarmismun við myndatökur. Það er líka eins og vanti flass eða betri lýsingu sem veldur því að myndin er nokkuð dumbungslegri heldur en hin fyrri og þar af leiðandi heilt yfir ekki eins glæsileg fyrir þá sem eru á myndinni.

Ef ég hefði ætlað að velja verstu mögulega myndina fyrir ímynd forsætisráðherra Íslands, hefði ég valið þessa framyfir hina fyrri.

Loks er það svo myndin sem mbl.is notaði:

Þessi mynd er beggja blands. Til dæmis eru lýsingin og myndgæðin almennt fín. Sigmundur er brosandi og kemur ágætlega út en er samt að horfa eitthvað út í buskann. Bandaríkjaforseti er hérna standandi framar en hinir og virkar þar af leiðandi stærri en hann er í raun og veru. Hann stendur álíka nálægt myndavélinni og Sigmundur eða jafnvel ögn framar, en þeir virka álíka stórir, sem er líklega nálægt því að vera í samræmi við raunverulega hæð þeirra. Þessi mynd er alls ekki slæm fyrir ímynd Sigmundar, en myndin á vef ráðuneytis hans er samt sú besta frá þeim sjónarhóli. Aðstoðarmaður hans eða almannatengslafulltrúi hefur þar með skilað sínu starfi nokkuð vel í þetta sinn.

Leggi svo hver sinn skilning í þetta myndmál.


mbl.is Ræddu um Sýrland við Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það á sér sennilega sínar ástæður að klippt hafi verið neðan af mynd. Skrítinn fótabúnaður á forsætisráðherra ykkar framsjalla sem kemur vel fram á efstu mynd. Hahaha.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2013 kl. 11:14

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég sé nú ekkert skrýtið við fótabúnaðinn.

En til að leiðréttan þennan þráláta misskilning hjá þér þá er ég hvorki í Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Forsætisráðherra er því ekkert sérstaklega "minn" að öðru leyti en að ég sé Íslendingur.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2013 kl. 16:24

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er sorglegt hvað heimsveldis-áróðri er beitt, til að sundra samfélögum heimsins, og skipa fólki í áróðursflokka-réttar-dilka, eins og rollum í réttum.

Vöruskipti á flóttafólki=(varnarlausum framtíðarþrælum/tilraunadýrum heimsveldisins), og hertökuvopnum til að hertaka þjóðir flóttafólksins, er það hryllilegasta sem nokkur mannúðarsinnuð þjóð getur tekið þátt í.

Stjórnvöld í Svíþjóð ættu að hugleiða þetta. Hagnaður af vopnaframleiðslu/sölu bjargar engum, og skapa einungis hörmungar og harmleiki.

Ég vona að ég muni aldrei réttlæta þessa hertöku-sundrungar-tækni heimsveldis-stjórnsýslunnar. Ég vil heldur tapa með mannúðina (eins og ég skil mannúðina) í farteskinu, heldur en að "sigra" eitthvað, með stuðningi við heimsveldis-aftökuliðið ómannúðlega.

Ekki veit ég hverjir eru í toppnum á heimsveldis-stjórnsýslu-píramídanum á jörðinni.

Ég þekki einungis þau siðferðistakmörk mín, um að allir eiga jafnan rétt á að fá að lifa á jafn-réttháan hátt á jörðinni. Siðferðistakmörk mín segja mér að lífs-aftökur eru með öllu óréttlætanlegar á jörðinni.

Svona siðferðistakmörk eru víst ekki kennd í virtustu háskólum heimsveldisins, né hjá nokkurri trúarbragðastofnun heimsins, af neinni raunverulegri alvöru.

Þeir eru taldir skrýtnir hjá heimveldinu (skuggaráðuneyti heimsmafíunnar), sem ekki vilja taka þátt í aftökum á saklausu og heiðarlegu fólki, og ekki vilja stuðla að flokkuðu áróðurs-óréttlæti heimsveldisins. Ótti, sjúkleiki, athyglisþörf og valdagræðgi er notað sem stjórntæki, til að viðhalda óréttlæti og dómstóls-réttlætanlegri villimennsku á jörðinni heimsveldisstýrðu.

Þetta er frekar flókið jarðlíf, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.9.2013 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband