Tær snilld

Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) hefur valið sér nýjan geymslustað fyrir fjármuni sjóðins: Landsbankann (þann nýja). Samkvæmt ársreikningi 2012 voru í árslok samtals 30 milljarðar í sjóðnum sem lágu á reikningi hjá Seðlabanka Íslands.

Ef Landsbankinn fer á hausinn (sem hefur gerst áður) og það reynir á innstæðutrygginguna (sem hefur gerst áður) þá þarf innstæðutryggingasjóðurinn að greiða innstæðurnar út. Af reikningi sínum í ... Landsbankanum.

Barón Munchausen yrði svooo stoltur !

http://mudpreacher.files.wordpress.com/2012/05/fret-not-pull-your-hair-out.jpg


mbl.is Landsbankinn ávaxtar fyrir Tryggingasjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég hafði ekki tekið eftir þessari frétt. Það vekur ugg þegar viðskiptabanki er kominn með puttana í fjármuni innstæðutryggingarsjóðsins.  Og ekki bara það heldur eru fjármunirnir í höndum eignastýringarsviðs Landsbankans sem hagar eignastýringu fyrir viðskiptavini með eftirfarandi hætti (tekið af vefsíðu Landsbankans):

"Í upphafi er mótuð fjárfestingastefna sem tekur mið af markmiðum og aðstæðum hvers viðskiptavinar. Sérfræðingar Eignastýringar sjá síðan um að fjárfesta fyrir viðskiptamenn sína innan þess ramma sem markaður hefur verið."

Erum við virkilega að tala um það að Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta er að fjárfesta í skuldabréfum á markaði? Er ekki hægt að fá upplýsingar frá sjóðnum hvers konar fjárfestingarstefnu er fylgt með fjármuni sjóðsins?

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.7.2013 kl. 17:17

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur minn. Takk fyrir athygliverðan pistil.

Ég treysti í raun, og yfir höfuð, ekki nokkrum bönkum.

Ég stofnaði þó af illri nauðsyn, reikning fyrir fyrir 15 ára son minn í Arionbanka, vegna þess að mig grunar að sá banki sé heims-tengdastur, og eftirlits-traustastur, og þar af leiðandi gagnlegastur fyrir hann.

Kannski var það ekki rétt ákvörðun af mér, en þá get ég ekkert gert í því, eftir þá ákvörðun mína.

Fólk verður að meta stöðuna út frá eigin reynslu-raunveruleika.

Landsbankinn kann ekki einu sinni að rökstyðja fiskveiðistefnu Hafró-föndraranna!

MP-banki er bara afleggjari Landsbankans!

Allar góðar vættir verndi okkur öll, óháð stétt og heilsufars-stöðu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2013 kl. 21:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Anna.

Þú hoppar þá líklega hæð þína í loft upp við að sjá hver er hinn bankinn sem var samið við um þessa þjónustu fyrir tryggingasjóðinn:

Tryggingarsjóður innstæðueigenda velur MP banka - mbl.is 

Þetta kalla þeir líklega áhættudreifingu.

Að setja ekki allt í sama bankann.

Sjálfur, hef ég lagt viðskiptabann á viðskiptabankana og hef nú um alllnokkurt skeið átt öll mín bankaviðskipti í gegnum lítinn sparisjóð úti á landsbyggðinni, sem er einn af fáum sem varð lítið var við það þegar restin af bankakerfinu hrundi með braki og brestum. Þarna í litla ónefnda þorpinu þar sem þessi sparisjóður er, mun lífið líka halda áfram næst þegar bankakerfið hrynur hérna í Reykjavík, og þess vegna tel ég að þeim litlu fjármunum sem ég ræð yfir sé vel borgið hjá þeim í sparisjóðnum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2013 kl. 23:47

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Guðmundur. Ég mun hvorki hoppa hæð mína, né detta niður í kjallara, því allt er svo breytilegt. Ef maður lætur bankaruglið stjórna sér, þá hefur maður endanlega tapað sjálfsstjórninni.

Fyrir nokkrum árum prófaði ég að stofna reikning fyrir mig úti á landi, í sparisjóði, sem er trúlega sá sami og þú talar um. Þá sá ég nefnilega fram á, að ef ég reyndi ekki að flytja mig frá mínum viðskiptabanka (Landsbankanum), þá myndu sá banki kannski hirða allt, sem ég hafði að lifa af, í lán sem ég hafði fengið þar fyrir hrun/rán.

Það var skiljanlega frekar hæpin byrjun í sparisjóði úti á landi, svo ekkert varð af þessu.

Þá stofnaði ég reikning í MP-banka, sem sagður var óspilltur af hruninu. Ég áttaði mig innst inni á því, (og svo smátt og smátt betur), að þetta var sama Landsbanka-batteríið, þegar gamla passamyndin úr Landsbankanum var á kortinu mínu, þrátt fyrir að ég hefði komið með nýja mynd.

En ég fékk þó að stofna reikning þar, og vonaði að Landsbankinn kæmist ekki í þær öryrkja-bætur, sem ég hafði til umráða.

Það háir mér að vera hvorki lögfræðingur né tölvufræðingur. Þess vegna verð ég að treysta á innsæið og magatilfinninguna. Kannski er það ekkert ótryggara.

Arion-banki er í nágrenni við heimilið. Og sem betur fer verður drengurinn bráðum sjálfstæður, og hefur hann þá viðskipti við þann banka, sem best hentar hans skoðun/stöðu, þegar þar að kemur.

Það á mikið vatn eftir að renna til sjávar, áður en að því kemur. Þess vegna verður maður að endurmeta stöðuna, nánast daglega.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2013 kl. 13:53

5 Smámynd: ThoR-E

Þið vitið hvað fé á hirðis fer í taugarnar á þessum mönnum ;)

ThoR-E, 17.7.2013 kl. 06:41

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða mönnum? Væntanlega fjár"hirðum" ekki satt? :)

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2013 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband