Eitthvað um verðtrygginguna?

Rannsóknarskýrsla um starfsemi Íbúðalánasjóðs kemur út í dag.

Það verður forvitnilegt að sjá hvað verður í skýrslunni, og jafnframt hvað ekki.

Þar á meðal hvort í henni sé að finna eitthvað um afleiðingar þess að byggja rekstrarmódel svo stórs lánveitanda alfarið á verðtryggðum útlánum, hver áhrif verðtryggingarinnar hafa verið á eiginfjárgrunn Íbúðalánasjóðs eftir að verðbólgan hækkaði lánin langt umfram undirliggjandi veðtryggingar, og hvort þar megi finna skýringar á eiginfjárvanda sjóðsins vegna þess hvernig eigið fé reiknast samkvæmt hinum svokölluðu Basel reglum.

Ef það verður ekkert um þetta í skýrslunni, er það eitthvað sem þyrfti að skoða sérstaklega, og upplýsa með sjálfstæðri rannsókn.


mbl.is Íbúðalánasjóðsskýrslan birt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband