Flestar snjóhengjur enda með bráðnun!

Flestar snjóhengjur bráðna að vori og veita gróðri jarðar ýmis nauðsynleg næringarefni þegar þær renna niður hlíðar fjallanna í vökvaformi. "Kvikar snjóhengjur" sem verða svo á endanum að snjóflóðum heyra hinsvegar til undantekninga og eins og allt sem er óstöðugt í náttúrunni eru þær skammlífar.

Það er aðallega nýfallin lausamjöll sem er langhættulegust í miklum bratta, en því eldri sem snjórinn í hengjunni verður, því meira pakkast hann saman og binst klakaböndum þannig að hættan á framskriði verður snöggtum minni. Þetta gerist oft mjög snemma eftir snjókomu hér á landi þar sem hitastig rokkar gjarnan yfir og undir frostmark.

Undirritaður hefur reynslu af báðum þessum fyrirbærum samtímis, það er að segja að lenda undir snjóflóði þegar alvöru snjóhengja féll yfir skíðabrekku. Þar flæddi ekki fram nein uppsöfnuð froða heldur lausamjöll af öllum sínum þunga á hvað sem fyrir varð.

Sá sem á annað borð lifir af höggið af snjóflóði sem skellur á honum hefur sér almennt þá lífsvon helsta að reyna af öllum kröftum að synda upp úr straumi flóðsins, en þá skiptir líka öllu máli að synda í rétta átt til að komast úr kafi í stað þess að leita til botns og merjast undir þunga þess.

Ótalinn er sá fjöldi mannslífa sem hefur bjargast með þessu.


mbl.is Snjóhengja ekki rétta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband