Hvað með Landsbankabréfið?

„Afl - sparisjóður uppfyllir kröfur fjármálaeftirlits um eigið fé og rekstur hans gekk ágætlega á síðasta ári. Eigi að síður er mikil óvissa enn varðandi lögmæti erlendra lána, en stjórn telur að búið sé að leggja nægjanlega mikið í afskriftarreikning til að mæta líklegustu niðurstöðu.

Meiri óvissa ríkir hins vegar um lögmæti þeirra erlendu lána sem sjóðurinn tók og þar hefur sjóðurinn aflað álits lögmanna sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að telja megi meiri líkur en minni á að leiðrétta þurfi þau lán.

Hefur stjórn ákveðið að fela lögmönnum að gæta hagsmuna sjóðsins og verður stefna gegn lánardrottnum sjóðsins þingfest í lok mánaðarins. Stjórn telur einnig að sú eftirgjöf skulda sem sjóðurinn hefur fengið sé óafturkræf og er það í samræmi við niðurstöðu óháðs lögfræðiálits.

Gunnar Karl Guðmundsson, stjórnarformaður.“

 

Athyglisvert... en hvað með Landsbankabréfið?

Sjá: Lausn snjóhengjuvandans hér - bofs.blog.is 

 


mbl.is Segir óvissu ríkja um lán sem Afl tók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða Landsbankabréf? Endilega skýrðu betur. Ég hef sérstakan áhuga á þessu máli og þigg sem flesta vinkla á það.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2013 kl. 00:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eltu þá hlekkinn í pistlinum. Til þess er hann.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2013 kl. 02:36

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var nú í einlægni að spyrja þig um hvernig þetta tengist þessu máli af því að ég einfaldlega skil þetta ekki alveg.

Ég veit ekki hvort þú ert að hreyta þessu með einhverskonar vanþóknun, en einhvernvegin kemur það þannig í gegn.

Ég skal ekki plaga þig frekar ef það er neðan við virðingu þína að svara.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2013 kl. 03:10

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei fyrirgefðu hvað ég var stuttur í spuna.

Það var bara vegna flýtis en ekkert illa meint.

Þú spyr, hvaða Landsbankabréf?

Hér er pistill sem útskýrir það nánar: NEI því var hafnað - bofs.blog.is 

Ef þú smellir á færsluflokkinn IceSave hægra meginn á síðunni þá birtast fleiri greinar þar sem í allmörgum þeirra er fjallað um þetta.

Þegar þú ert búinn að kynna þér þetta skaltu svo lesa fréttatilkynninguna að ofan, nema í huganum skaltu prófa að skipta út nafni Afl-sparisjóðs fyrir nafn nýja Landsbankans.

Þegar þú ert búinn að þessu ertu búinn að lesa þér til um það hvernig hægt er að spara þjóðarbúinu 200 milljarða gjaldeyrisútgjöld og snúa spám um neikvæðan gjaldeyrisjöfnuð svo langt sem augað eygir, yfir í plús.

Láttu mig endilega vita ef eitthvað við þetta er óskýrt.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2013 kl. 18:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér annað dæmi til að setja þetta í stærra samhengi:

Nauðasamningur SPB frestast - mbl.is 

Það ætlar að reynast erfiðara fyrir þrotabú Sparisjóðabankans (SPB), áður Icebank, að fá undanþágu frá fjármagnshöftum til útgreiðslu gjaldeyris til samningskröfuhafa bankans en vonir stóðu til í upphafi árs.

Heimildir Morgunblaðsins herma að við mat á beiðni SPB um undanþágu frá höftum leggi Seðlabankinn áherslu að hún verði aðeins veitt þannig að ekki sé skapað óheppilegt fordæmi við mögulega nauðasamninga Glitnis og Kaupþings.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að ekki verður hægt að ljúka við fyrirhugaðan nauðasamning SPB, sem var lagður fyrir kröfuhafa um miðjan mars sl., fyrr en slík heimild hefur fengist samþykkt. Þrír mánuðir eru síðan slitastjórn SPB óskaði formlega eftir staðfestingu á því við Seðlabankann að SPB væri heimilt að klára nauðasamning með þeim hætti sem stefnt væri að.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2013 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband