Drónar leita að Dorner

Leitin að Christopher Dorner, fyrrverandi sjóliða í bandaríska hernum og lögregluþjóni í Los Angeles, sem sakaður er um að hafa myrt þrjá og slasað tvo, hefur vakið mikla athygli (og móðursýki) þar vestanhafs. Málið tók þó alveg nýja stefnu í gær þegar fréttist af því að meðal þeirra verkfæra sem beitt sé við leitina að manninum væru ómönnuð eftirlitsloftför, svokallaðir drónar, svipaðir þeim sem notaðir eru í fjarlægum löndum til að bera stýriflaugar að heimilum grunaðra hryðjuverkamanna og skjóta þeim innum eldhúsgluggann á meðan fjölskyldan situr að snæðingi. Slíkar aðgerðir hafa stundum verið kallaðar aftökur með fjarstýringu.

The Express

Yesterday, as a task force of 125 officers ... continued their search, it was revealed that Dorner has become the first human target for remotely-controlled airborne drones on US soil.

The use of drones was later confirmed by Customs and Border Patrol spokesman Ralph DeSio ...

Þetta er í fyrsta skipti sem staðfest hefur verið tilvik þar sem slíkum njósnavélum er beitt við leit að flóttamanni innan landamæra Bandaríkjanna sjálfra. Einstaklingurinn sem um ræðir er jafnframt bandarískur ríkisborgari og er fremur glæpamaður en hryðjuverkamaður, svo dæmi sé tekið þá tilheyrir hann ekki neinum þekktum hryðjuverkasamtökum. Nema bandaríski herinn geti fallið undir þá skilgreiningu (sem hann getur líklega) eða lögreglan í Los Angeles, en viðbrögð hennar virðast einkennast af múgæsingi og blóðþorsta. Til að mynda særðust tvær mæðgur við blaðburðarstörf þegar lögregla skaut á bíl þeirra sem þótti líkur bíl Dorners. Þessi ofsafengnu viðbrögð haldast svo í hendur við stríðs-orðræðu sem magnast hefur upp í tengslum við málið:

Dorner, 33, who rose to the rank of lieutenant in the US Navy and served in Iraq before joining the LAPD, also ominously warned that he has shoulder-launched surface-to-air missiles to “knock out” any helicopters used to pursue him.

Last night, Brian Levin, a psychologist and professor of criminal justice at Cal State University, San Bernardino, said: “We’re talking about someone who basically perceives that a tremendous injustice has been done to him that took his life and identity.

Now he is, quite literally, at war.”

Ég spái því að innan skamms verði Dorner búinn að nota þessar handhægu stýriflaugar sem hann hefur undir höndum til að skjóta niður einhverja ómannaða njósnavélina, eða jafnvel mannaða leitarþyrlu sem myndi gera dramatíkina ennþá meiri. Það myndi einnig þjóna sem fullkomin réttlæting fyrir því að senda næst á eftir honum dróna vopnaða stýriflaugum, eins og þá sem CIA hefur verið að prófa sig áfram með í löndunum sem enda á -stan og hafa þar komið mörgum heimamanninum að óvörum við eldhúsborðið.

Fyrir nokkrum dögum síðan fréttist nefninlega af minnisblaði dómsmálaráðuneytisins um lögfræðiálit þess efnis að nú væri talið heimilt að beita ómönnuðum loftförum til árasa gegn bandarískum þegnum á bandarískri grundu, og jafnvel þó engin sérstök ógn væri yfirvofandi. Ég ætla ekki að eigna neinum það óhugnanlega hugmyndaflug sem þyrfti til að hanna þessa atburðarás, til þess er málið of óljóst og viðkvæmt á þessu stigi. Tímasetningarnar eru þó grunsamlega fullkomnar fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga á að láta reyna á lögmæti fjarstýrðrar aftöku samborgaranna, en svoleiðis öfl eru jafnframt líklegust til þess að hafa það siðferðisblindaða hugmyndaflug sem til þyrfti.

Þegar Dorner (Droner ?) öðlast þann vafasama sess í mannkynssögunni að verða ekki bara fyrsti Bandaríkjamaðurinn heldur jafnvel fyrsti þarlendi hermaðurinn sem var tekinn af lífi með fjarstýringu án dóms og laga af sínum eigin stjórnvöldum. Þá ætla ég ekki að skrifa um það bloggfærslu undir fyrirsögninni "told you so" því þetta er tvímælalaust meðal þess sem mig langar alls ekkert sérstaklega að hafa rétt fyrir mér um.


mbl.is Heita milljón dollurum í fundarlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Netnjósnir ógna efnahagslífi Bandaríkjanna | RÚV

Næst: Drónar elta uppi tölvuhakkara. Munið að FBI hefur komið hingað til lands til að elta uppi tölvuhakkara, þó að í það skiptið hafi það reyndar verið mannaður leiðangur þá er aldrei að vita hvað komi næst...

Reyndar hafa Íranir sýnt fram á veikleika þessara dróna sem er einmitt hversu auðvelt er að hakka þá, svo kannski hefðum við möguleika á að verja okkur enda margir færir tölvumenn hér á landi.

http://rt.com/news/iran-us-drone-decoded-609/

Plastmódel af leynilega njósnadrónanum sem þeir hökkuðu fæst nú á 70.000 riala eða jafnvirði um 4$ í leikfangaverslunum þar í landi:

Reports say the US is to get its top secret surveillance drone back from Iran.  In a form of a toy. (Image from www.thingiverse.com/)
 
Enn sem fyrr eru eftirlíkingar af morðvopnum vinsæl barnaleikföng...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2013 kl. 09:10

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Völdum við Íslendingar ekki fyrirmynd barna okkar,sverð og spjót,?

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2013 kl. 10:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það nálgast óðfluga. Dorner hefur nú verið kærður á grundvelli lagaákvæðis sem heimilar dauðarefsingu.

http://latimesblogs.latimes.com/lanow/2013/02/dorner-murder-charges-filed.html

Væntanlega er til eitthvað lagaákvæði sem heimilar þar með að lýst sé eftir honum, dauðum eða lifandi. Orðræðan fullbúin fyrir það sem koma skal.

Ég spái verðhækkun á hlutabréfum í Lockheed Martin og General Atomics.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2013 kl. 03:13

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef stungið upp á heitinu "fjarfluga" sem íslenskt orð fyrir fyrirbærið "drone".

Það er myndað á svipaðan hátt og orðið "sviffluga" í íslensku flugmáli, en hingað til hefur tekist að nota íslensk orð eins og "þyrla" og "fis" yfir flest hugtök þess, og komast hjá því að breyta erlendum orðum eins og helecopter eingöngu með því að nota enska orðið lítt breytt.

Fjarfluga vísar til þess að stjórnandi hennar er fjarri henni og fjarstýrir henni, hvort sem hún er notuð sem sprengiflugvél eða njósnaflugvél.

Ómar Ragnarsson, 12.2.2013 kl. 07:23

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fínar ábendingar Ómar og takk fyrir. Ég er einmitt mikil áhugamaður um tungumál og finnst gaman að nýyrðasköpun.

"Fjarfluga" er alls ekki vitlaus hugmynd, þegar um er að ræða fjarstýrðar flugvélar. Hinsvegar þá verður að taka tillit til að þessi tilteknu flugför eru alls ekki fjarstýrð í sömu merkingu og á við þegar einhver stýrir flugvél með beinu boðvaldi yfir einstökum stjórntækjum, eins og þegar maður stendur á jörðinni með fjarstýringu og stýrir flugmódeli eftir sjónlínu. Þá er maður með sveifar á fjarstýringunni sem hafa samsvörun við stjórnfleti á vængjum, stéli, o.sfrv. og getur jafnframt stjórnað bensíngjöf mótorsins til að auka eða minnka aflið. Undir þessa skilgreiningu fellur reyndar F-16 orrustuþotan, eini munurinn er að þar situr stjórnandinn í vélinni, en hann stjórnar henni samt með stýripinna sem sendir rafmerki til stjórntækja vélarinnar um hvert þau eiga að snúa og mótorar sjá um restina. Þetta hefur verið kalla að á ensku fly-by-wire, þar sem rafmerkin eru flutt um víra frekar en með útvarpsbylgjum.

Það sem aðgreinir Sentinel og Predator flugvélarnar frá ofangreindu, er að það er oftast ekki um beina stjórnun á stýriflötum vélanna að ræða, heldur eru þær sjálfstýrðar að langmestu leyti. Þær eru semsagt með gervigreindar stjórntölvu eða "autopilot" sem sér um stjórntækin á flugvélinni. Stjórnun þeirra frá bækistöð fer ekki fram með beinum hætti, heldur eftir lokuðu samskiptakerfi hersins sem svipar meira til internetsins. Gagnaflutningar yfir slíkt kerfi hafa alltaf í för með sér nokkurra sekúndubrota töf, sem er of mikið til að bein stjórnun geti verið nógu viðbragðsfljót yfir hálfan hnöttinn. Þess vegna eru vélinni aðeins sendar upplýsingar um skotmörk, og þá leið sem hún á að fljúga að þeim, ásamt upplýsingum um staðhætti, veður og aðrar flugupplýsingar sem eðlilegt er að flugheilinn þurfi að hafa. Að öðru leyti þá fljúga þær sér sjálfar. Það er jafnvel hægt að forrita þær með þessu öllu á jörðu niðri og senda þær svo í loftið án þess að neitt þurfi að stjórna þeim þar til þær snúa til baka á upphafsstað að njósnaför eða árás lokinni. Þá vinna þær í "silent-mode" sem þýðir að engin radíósamskipti koma frá vélinni sjálfri svo að ekki sé hægt að nota þau til að staðsetja hana. Íranar náðu einmitt að hagnýta sér þetta og hakka sig inn í boðkerfið til einnar slíkrar njósnavélar og ná henni á sitt vald, án þess að eigendur hennar gætu rönd við reist.

Í stuttu máli er munurinn þessi: Ef mannlegur stjórnandi fjarstýrðar flugvélar sleppir stjórntækjunum þá er ólíklegt að flugvélin geri það sem hún á að gera og sennilegt að hún muni fyrr eða síðar eiga óvænt og skyndilegt stefnumót við yfirborð jarðar. Það er vegna þess að slík græja er ekki með neina sjálfstýringu. Sentinel og Predator eru hinsvegar með gervigreindar sjálfstýringu sem er nógu háþróuð til að stjórna flugi vélarinnar að öllu leyti, það eina sem hún þarf að vita er hvernig landakortið lítur út og hvert á því hún á að fljúga o.sfrv.

Með öðrum orðum orðum, þá eru þetta ekkert annað en sjálfstýrð fljúgandi njósna- og drápsvélmenni. Og að sjálfsögðu eru líka til fótgangandi útgáfur og jafnvel hlaupandi sem eru eins og klippt úr einhverjum vísindatrylli. Mér finnst orðið "fjarfluga" því miður bara hljóma alltof sakleysislega til að geta talist vera nógu lýsandi hugtak fyrir þá þýðingu sem tilvist slíkra tækja hefur fyrir veruleika mannskepnunnar. Enska hugtakið "drone" nær hinsvegar að fanga þetta örlítið betur með því að vísa ögn til hins vélræna og kalda veruleika þessara tækja. Það gengur þó ekki nógu langt að mínu mati, en orð eins og "-fluga" yfir slíkt, finnst mér aftur á móti eiga betur heima í orðabók Newspeak.

Ég ætla að halda mig við að kalla hlutina réttum nöfnum. Þetta eru njósnavélar eða eftir atvikum, drápsvélmenni. Það er góð og gild íslenska sem við skulum varðveita frekar en að búa til nýyrði sem eru óþörf.

P.S. Ástæða þess að ég notaði tökuorðið "drónar" í fyrirsögninni var eingöngu til að undirstrika líkindi þess með nafni mannsins sem er líklegur til þess að verða fyrsta fórnarlambið úr röðum almennra ríkisborgara, og hversu vel það passar inn í handritið að atburðarásinni. Þetta er algjörlega eins og í einhverri hryllilegri vísindaskáldsögu.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.2.2013 kl. 15:01

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í beinni útsendingu: http://www.zerohedge.com/news/2013-02-12/dorners-last-stand-live-webcast

Er útlit fyrir að löggæslumenn hafi náð til Dorners og skotið hann til bana í umsátri. Þar með verð ég að éta ofan í mig þá forspá að hann yrði tekinn af lífi með fljúgandi drápsvélmennum. Eftir stendur að hann er fallinn, eins og var fyrirsjáanlegt, og að fljúgandi vélmennum var beitt við leitina að honum. Það þýðir að næst þegar eitthvað svona gerist eru meiri líkur en minni á því að á grundvelli þessa fordæmis verði ekki hugsað tvisvar áður en vélmennin verða send í loftið til að leita að hinum seka, sem mun svo verða felldur án þess að réttað hafi verið yfir honum. Hvenær nákvæmlega vélmenni skýtur fyrst hinu banvæna skoti að slíkum ódæmdum flóttamanni, verður bara tímaspursmál.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband