Aðskilnaður fjárfestinga- og viðskiptabanka

Þann 6. október 2010 komu nokkrir hvatamenn að úrbótum á fjármálakerfi Íslands saman í Norræna húsinu og héldu þar blaðamannafund til að kynna tíu atriði sem hópurinn taldi vert að tekin yrðu til alvarlegrar skoðunar við þá endurreisn sem er að eiga sér stað í þeim efnum.

Þetta er fyrsta atriðið á listanum: http://www.ifri.is/is/?page=1

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, og til nokkurar ánægju hefur málið verið tekið á dagskrá með afgerandi hætti hér á landi. Bæði hefur það verið gert á vettvangi viðskiptaráðuneytisins, og svo hefur verið lögð fram tillaga að þingsályktun í þessa veru: http://www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=141&mnr=228

Mikilvægt er að þrennt sé haft í huga þegar svona breyting er gerð:

1. Tryggja þarf að innstæður séu verndaðar með óskiptum forgangi við þrotaskipti svo að það séu fyrst og fremst eignir banka sem standi undir þeim og fjármagni tryggingsjóðinn, eins og kerfið ætti að virka í raun og veru. Þessu hefur hefur verið náð til hálfs hér á landi með uppsetningu tryggingasjóðs sem staðfest er með dómi að uppfyllir þessi skilyrði, auk þess sem með svokölluðum neyðarlögum var innstæðum tryggður forgangur í kröfuröð.

2. Bankarnir hafa þó fundið leið framhjá þessu, og hafa allir í einhverjum mæli byrjað að gefa út svokölluð sértryggð skuldabréf. Slík skuldabréf eru í raun bara lántaka bankans með sölu bréfanna til fagfjárfesta en þau eru tryggð með veðböndum í undirliggjandi útlánasöfnum viðkomandi banka. Lykilatriði er að við þetta færast skuldabréfaeigendurnir fram fyrir innstæðueigendur í kröfuröð á ný, þar sem þeir eiga þá beint veð í eignum bankans. Því er óljóst hvaða eignir gætu komið á móti innstæðunum, en hætt er við að þar sé einmitt veikur punktur í núverandi fyrirkomulagi. Þetta þarf að girða fyrir með því að banna viðskiptabönkum sem njóta innstæðutryggingar að veðsetja eignir sínar fyrir nokkru öðru en innstæðutryggingum, eins og eðlileg bankastarfsemi ætti í raun og veru að ganga fyrir sig. Fjárfestingarbankar gætu eftir sem áður sýslað með skuldabréfavafninga, en þá yrðu þeir að gera það án þess að njóta innstæðutryggingar nema þeir vilji sjálfir koma sér upp slíku kerfi á sína eigin ábyrgð.

3. Loks er atriði sem er vert að nefna í beinu framhaldi af þessu, en það er að slíkur aðskilnaður yrði tilvalinn vendipunktur til þess að hefja jafnframt aðskilnað peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins. Reyndar má færa rök fyrir því að það væri næsta skynsamlegt að gera þetta tvennt samhliða, en þó í ákveðnum skrefum sem hefðu skýra stefnu og markmið. Þannig væri um leið og böndum væri komið á áhættu almennings með breytingum á rekstrarskilyrðum bankastofnana, einnig hægt að verja almenning fyrir neikvæðum áhrifum á stöðugleika gjaldmiðilsins með því að einangra hann frá áhættusamri starfsemi fjárfestingabanka.

Þetta síðasta kom einmitt líka fram á blaðamannafundinum og var þriðja atriði í kynningunni: http://www.ifri.is/is/?page=2

Og sjá það hefur einnig verið lögð fram þingsályktunartillaga um það: http://www.althingi.is/dba-bin/Aferill.pl?ltg=141&mnr=239

Grundvallarforsenda fyrir hvorutveggja hér á landi er auðvitað að slökkva á stærstu óbeisluðu peningaprentvélinni með því að afnema einhliða verðtryggingu neytendalána.


mbl.is Hótar að brjóta upp bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það væri einhver vilji til þess að aðskilja þessa starfsemi, þá væri það búið.

Þá hefðu einfaldlega verið sett lög þess efnis, og þessu leikriti um þingsályktunartillögu sleppt.

Það er bara enginn alvöru vilji til að aðskilja þessa starfsemi, endurreisn bankanna miðast öll að hagsmunum bankanna, á kostnað lands og þjóðar.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 22:18

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. þeim er alvara með þessu. Þetta hljómar líka ágætlega hjá þeim. Hugmyndin er aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Ekki girðin eins og Moggi segir heldur hreinn og klár aðskilnaður. Hvað þetta þýðir fyrir bankastarfsemi í sinni hörðustu útfærslu skal eg ekkert fullyrða um. En þetta meikar alveg sens að mínu mati. Viðskiptabankar eru annars eðlis en fjárfestingastarfsemi og spekúlasjónir. það eru viðskiptabankarnir sem eru ómissandi í nútímasamfélögum. Fjárfestingabakar eru annars eðlis og mega alveg fara á hausinn.

En þetta með ,,tryggingarsjóð" sem sagt er að sé hér uppi - að þá var nú bara verið að dæma í EFTA dómsstól á dögunum að á Íslandi, Líktenstein og Noregi væru í raun enginn tryggingarsjóður Hann væri bara plat.

Í tilfelli Íslands, að þá td. ef einn af þremur stóru bönkunum færi á höfuðið - það væri systemetik kræsis.

það er bara tómt mál að vera að tala um einhvern tryggingasjóð því viðvíkjandi. Sleppa því algjörlega.

Framvegis geta innstæðueigendur, neytendur, aldrei verið vissir um sínar innstæður. þeir eru bara háðir dutlungum íslenskra stjórnvalda. Eða þjóðaratkvæðagreiðslu.

Málið er þetta sko, að Ísland og íslendingar voru að skjóta sig beint í fótinn með að fara að þvarga þessu inní dómssali.

Á meðan verður skuldin borguð upp í topp í gegnum eigur hins fallna banka plús vexti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.2.2013 kl. 00:03

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nauðsynlegt að aðskilja fjárfestingabanka og viðskiptabanka.

Forgangsröðun í gjaldþroti fjárfestinga banka á að veru útkláð í gjaldþrotadómstól.

Forgangsröðun í gjaldþroti viðskiptabanka eiga að vera, innustæðueigendur fyrst upp að settu marki sem að er sett af Alþingi og endurskoðað innan vissra ára fresti.

Allir aðrir fara í gjaldþrotadómstól og fá forgangsröðun útkljáð þar.

Tryggingasjóður verði settur á innistæður sem að innistæðueigendur eiga í lánastofnun og kemur Ríkissjóður þar hvergi nálægt.

Ómar einkatryggingarsjóður eins og var fyrir hrun.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.2.2013 kl. 01:16

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Nei nei nei.....er ekki Trölli mættur með Skuldartalið sitt? Það er bara ekkert heilagt.

PS: Er ekki hægt að byrja á að aðskilja Trölla frá blogginu og ráðast svo á bankana? Það er kannski auðveldara að skilja að bankana?

Erlingur Alfreð Jónsson, 5.2.2013 kl. 01:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fjárfestingabakar eru annars eðlis og mega alveg fara á hausinn.

Ég held að þetta sé einmitt í annað skipti sem við erum nákvæmlega sammála um eitthvað Ómar Bjarki. :)

Um þetta eru skiptar skoðanir hér á landi. Bankastjóri Arion sem er jafnframt formaður SFF er alfarið á móti þessu, það eru bresku bankarnir líka. En bankastjóri Straums er fylgjandi þessu og það hafa stjórnarflokkarnir sagst vera líka. Eins og áður hefur komið fram eru bæði Samstaða (og ég myndi giska á Dögun líka) fylgjandi þessu. Það eru líka þrýstihópar á borð við IFRI, og Hagsmunasamtök heimilanna eru almennt fylgjandi því að þessi pæling verði tekin til nánari athugunar.

En þetta með ,,tryggingarsjóð" sem sagt er að sé hér uppi - að þá var nú bara verið að dæma í EFTA dómsstól á dögunum að á Íslandi, Líktenstein og Noregi væru í raun enginn tryggingarsjóður Hann væri bara plat.

Í tilfelli Íslands, að þá td. ef einn af þremur stóru bönkunum færi á höfuðið - það væri systemetik kræsis.

það er bara tómt mál að vera að tala um einhvern tryggingasjóð því viðvíkjandi. Sleppa því algjörlega.

Og þarna er ég sammála þér í þriðja sinn, að hluta til. Það er ekki tómt mál að tala um tryggingasjóð, ef hann byggir á þeirri forsendu að tryggingin fyrir innstæðunum sé einmitt fólgin í eignasafni bankans. Það er nákvæmlega þannig sem bandaríski innstæðutryggingasjóðurinn virkar (FDIC). Hann er reyndar ríkisstofnun þar í landi og nýtur því (óbeint) ríkisábyrgðar, en það reynir aldrei á hana því hann yfirtekur án undantekinga þá banka sem þarf að tryggja þegar á það reynir og endurskipuleggur eignasafnið eða færir það í annan banka ásamt innstæðum, sem er mjög líkt útfærslunni á þessu hér landi nú þegar.

Þegar reyndi á þetta hér í landi kom í ljós að það væru einmitt svona aðgerðir sem væru nauðsynlegar. Vissulega hafði það í för með sér efnahagslegan skell því um var að ræða allsherjar kerfishrun. Til að bera þetta saman við Bandaríkin má benda á að þar hefur FDIC ekki verið að beita sér nema í smærri lánastofnunum. Hinsvegar eru það stóru fjárfestingarbankarnir á Wall Street sem hafa verið meginorsökin fyrir því að Bandaríkin hafa lagst út í áður óþekkta seðlaprentun.

Jóhann Kristinsson

Tryggingasjóður verði settur á innistæður sem að innistæðueigendur eiga

Takk fyrir undirtektirnar. Mig langar að benda þér á að ég beitti mér fyrir því við endurskoðun laga á Alþingi um innstæðutryggingar að ýmsar umbætur yrðu gerðar á kerfinu í samræmi við það sem ég hef haldfið á lofti hér. Sumt af því skilaði sér inn í breytingartillögur sem nefndin gerði á frumvarpinu. Sjá feril málsins: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=139&mnr=237

Þetta er dæmi um hvernig bein aðkoma almennings að löggjafarferlinu getur skilað raunverulegum framförum. Reyndar dagaði frumvarpið uppi, en það var líka í samræmi við athugasemdir mínar við nefndina þar sem ég benti á að það væri ástæðulaust að endurskoða lög um innstæðutryggingar á Íslandi fyrr en eftir að útkljáð hefði verið um lögmæti þeirra krafna sem ESA hafði þá þegar reist gagnvart Íslandi vegna Icesave málsins.

Ef þú lest umsögnina sem ég skrifaði um þetta frumvarp þá sérðu kannski að þar er að finna umtalsverðan hluta af þeim lagarökum sem átti eftir að reyna á í Icesave málinu. Það er ekki stakt orð í þessu plaggi sem er í andstöðu við dóm EFTA dómstólsins, heldur er þetta þvert á móti í samræmi við hann. Þar kemur líka fram einmitt það sem ég benti á hér að ofan, að ein af forsendum þess að svona kerfi virki er að eignir bankans standi að baki innstæðunum: http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=237&dbnr=801&nefnd=v+

Erlingur: nei nei alls ekki. Úrtölumenn eru í öllum mikilvægum málum nauðsynlegur hluti þess að byggja upp sterkan málflutning. Velgengi Íslands í þessu tiltekna máli er ekki síst að þakka þeim sem héldu frammi mótrökum og þannig tókst líka að byggja upp vörnina. Mér finnst afskaplega ánægjulegt að sjá núna loksins einhverja punkta sem kannski er hægt að sameinast um þegar rykið virðist vera fallið. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 03:24

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka alla tenglan til að upplýsa hvað umræðan er um tryggingarsjóðina á Íslandi.

The Glaas - Seggall act var settur í lög af því að ástæða kreppunar in the 30´S var vegna óraunhæfðar viðskipta fjárfetinga deildar bankana.

Þá var ákveðið að aðskilja viðskiptabanka frá fjárfetingabanka og reindist vel þar til in the 70´s þá ákvað Jimmy Carter að létta aðeins á lögunum og svo fullkomnaði Bill Clinton verkið og fjárfetingarbankar og viðskiptabankar urðu eitt og það sama.

Það tók tíu ár og allt fór til andskotans.

Ég held að íslendingar ættu að halda sig við jörðina og setja á tryggingarsjóð sem tryggir aðeins sem svarar $20,000. Ef fólk hefur meiri auð en það og vill hafa sitt fé í banka á lágum vöxtum og óverðtryggðum kjörum, þá geta innustæðueigendur lagt fé sitt á aðra banka og fengið sömu tryggingu þar fyrir sitt fé. Þetta er gert í BNA.

Ef að verkamaður t.d. getur sett sem svarar $20,000 í þrjá banka (total sem svarar $60,000) þá þarf ekki að tryggja það sem umfram er.

En eftir því sem tryggingarsjóðurinn verður sterkari að þá er hægt að hækka tryggingarupphæðina.

Ég spyr; hvað ættli að það séu margir almennir borgarar sem eiga sem svarar $60,000 sem innistæður í banka?

Þessi tryggingarsjóður á ekki að verja auð auðmanna elítunar, þeir geta farið í gjaldþrotadóm og fengið forgang þar.

Að gerast aðilar að erlendum tryggingarsjóðum er mjög hættulegt fyrir lítin efnahag eins og er á Íslandi.

Hvernig þessi tryggingarsjóður er fjármagnaður og hversu ört er spurning sem að þarf góða umfjöllun um áður en ákvarðanir eru tekknar.

En það verður að vera skírt í þeim lögum sem sett verða um þennan tryggingarsjóð að það er ekki og mun aldrei verða Ríkisábirgð á greiðslum tryggingarsjóðsins.

Mjög áríðandi verkefni, en gleymum ekki Ísland er lítið og menn verða sníða sér stakk eftir vexti.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 5.2.2013 kl. 04:53

7 identicon

"Bankastjóri Arion sem er jafnframt formaður SFF er alfarið á móti þessu, það eru bresku bankarnir líka. En bankastjóri Straums er fylgjandi þessu og það hafa stjórnarflokkarnir sagst vera líka."

Stjórnarflokkarnir hafa nú sagt ýmislegt, en síðustu fjögur árin hafa verk þeirra sýnt að stjórnarflokkarnir segja eitt, en framkvæma eitthvað allt annað.

Eins og áður sagði, ef það væri einhver raunverulegur vilji til þess að aðskilja þessa starfsemi , þá væri stjórnin einfaldlega löngu búin að því.

Það er ekki eftir neinu að bíða með það, og allra síst á meðan enn er í gildi yfirlýsing um ríkisábyrgð á innstæðum.

Það er bara enginn alvöru vilji á bak við þessar yfirlýsingar, hvað svo sem Ómar Bjarki segir um það.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 12:57

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess má geta að undirritaður mun halda til alþjóðlegrar ráðstefnu um aðskilnað fjárfestinga- og viðskiptabanka í Þýskalandi í vor.

Það verður gaman að sjá hvort einhver mæti fyrir hönd stjórnvalda.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 13:34

9 Smámynd: Samstaða þjóðar

Mín skoðun kemur fram hér:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1277671/

Loftur Altice Þorsteinsson. 

Samstaða þjóðar, 6.2.2013 kl. 15:18

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkeppniseftirlitið, skýrsla: Fjármálaþjónusta á krossgötum:

http://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/nr/2090

Aðskilnaður gæti aukið samkeppni

Huga ber að samkeppnisaðstæðum og stöðu verðbréfamarkaðar þegar ákvörðun er tekin um uppbyggingu fjármálakerfisins, þ.á m. við ákvörðun um tengsl viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi. Út frá samkeppnissjónarmiðum standa rök til þess að aðskilja, a.m.k. rekstrarlega, þóknanadrifin svið bankanna frá lánasviðum, þannig að viðkomandi dótturfyrirtæki bankanna séu sjálfstæð bæði í orði og á borði. Þetta gæti m.a. átt við um fyrirtækjaráðgjöf og miðlun. Á þann hátt myndi fjármagnið til verkefna áfram koma frá bönkum en meiri samkeppni myndi ríkja um ráðgjöf og miðlun til fjárfesta. Slíkt væri tilraun til að skilja á milli þeirra sem veita lán og þeirra sem veita ráðgjöf og þannig til þess fallið að gæta betur hagsmuna viðskiptavinarins. Þessi rök þarf að vega saman við önnur rök sem varða hagkvæmni og öryggi fjármálamarkaðar og öflugt atvinnulíf.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2013 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband