Frétt gærdagsins

Eins og hér var skýrt frá í gærkvöldi hefur fjármálaráðuneytið birt hluthafasamninga nýju viðskiptabankanna þriggja, samtals um 65 ljósmyndaðar blaðsíður. Eitthvað af upplýsingum er varðar fjárhagsmálefni hluthafa og kauprétti sem teljast trúnaðarmál hafa þó verið afmáðar á ljósmyndunum.

Þetta er auðvitað talsverð frétt, en frétt dagsins í dag er hinsvegar sú að hátt í sólarhring ríkti algjör þögn um þessi tíðindi í helstu fjölmiðlum landsins. Á því kann ég engar skýringar, nema að fréttaritarar hafi mögulega hætt snemma í vinnunni í gær. Þar sem ég á enn eftir að kynna mér efni þessara samninga veit ég ekki heldur hvort þar er eitthvað bitastætt að finna, en væntanlega kemur það í ljós fljótlega.

Sjá: Hluthafasamkomulög í tengslum við eignarhald á stóru viðskiptabönkunum þremur | Fjármálaráðuneytið

Samningarnir í heild sinni

      o  Sjá einnig breytingu á ákvæði 14.4(a)


mbl.is Hluthafasamningar bankanna birtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband