Öfgaþjóðernisshyggja Össurar opinberast

Á Alþingi í dag hélt utanríkisráðherra fram þeirri skoðun að Íslendingar séu svo miklu betri og flinkari enn allir, að þeir ættu bara að taka yfir efnahagslega stjórn heillar heimsálfu. Stingur meira að segja upp á Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra til verksins. Þetta er að sjálfsögðu ekkert annað en útþenslusöm þjóðernisstefna, og svo hrokafull að það er komið út í öfga.

En síðast þegar öfga-þjóðernisjafnaðarmenn með norræna yfirburði að leiðarljósi reyndu að ná völdum í Evrópu, urðu afleiðingarnar skelfilegar. Hvernig ætli Steingrími lítist á að vera settur á stall með Hjálmari Schacht heitnum?


mbl.is Spurði hvaða ESB Ísland ætti að ganga í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Uppistandsgrínarinn Össur er í boði ESB. Hann lítið fyndinn og mestmegnis leiðinlegur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.11.2011 kl. 00:41

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mér finnst í lagi að lána Steingrím J. Sigfússon, Jóhönnu Sigurðardóttur, Ödsur Skarphéðinsson og Álfheiði Ingadóttur til EBE til að bjarga þeim, með því skilyrði að þeim yrði aldrei skilað aftur til heimahaganna.

Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 11.11.2011 kl. 01:44

3 Smámynd: Vendetta

Þessi samlíking þín á Steingrími J. við Hjalmar Schacht er vel til fundin. Þeir eiga þegar í dag margt sameiginlegt:

Hjalmar Schacht hjálpaði Adolf Hitler til að komast til valda og fékk yfirmannastöðu ríkisbanka Þriðja ríkisins að launum. Hann var ábyrgur fyrir því að fjármagna hernaðarvæðinguna, en lét á sama tíma skera niður félagsleg útgjöld ríkisins. Síðar varð hann ósáttur við vissa hluta af stefnu nazistanna, en gerði ekkert í því fyrr en allt var orðið um seinan.

Steingrímur J. Sigfússon hjálpaði Jóhönnu Sigurðardóttur að komast til valda og fékk fjármálaráðherrastöðu að launum. Hann var ábyrgur fyrir því að fjármagna bankana, en lét á sama tíma skera niður félagsleg útgjöld ríkisins. Síðar varð hann ósáttur við vissa hluta af stefnu Samfylkingarinnar, en gerði ekkert í því fyrr en allt var orðið um seinan.

Vendetta, 11.11.2011 kl. 13:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

V =

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2011 kl. 16:25

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sendinefnd evrusvæðisins er um þessar mundir á ferðalagi um Kína í þeim tilgangi að afla fjár í björgunarsjóða evrunnar. (Alveg eins og þegar Geir H. Haarde fór á "túr" til að redda krónusvæðinu, munið þið?) Kínverjar eiga jafnvirði 3,2 trilljón dollara í gjaldeyrisvarasjóði en hafa gert strangar kröfur um tryggingar fyrir frekari fjárfestingum á evrusvæðinu. Eins og Reuters segir frá virðist þetta nú ætla að steyta á því að evrópskir leiðtogar vilja alls ekki gefa Kínverjum eftir aukin völd innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í þýska blaðinu Handelsblatt segir Hans-Peter Keitel, formaður Samtaka þýskra iðnrekenda, að pólitísk eftirgjöf gagnvart Kína væri mikil mistök. Óásættanlegt sé að uppbygging björgunarsjóðs evrunnar byggist á afskiptum erlendra afla.

Í þessu samhengi er rétt að benda á að stefna íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum hefur einmitt í meginatriðum byggst á þeirri fyrirætlan að veita erlendum öflum áhrif á íslensk innanríkismál, nánar tiltekið AGS og ESB. Skýtur þá skökku við að þessi stefna er í engu samræmi við stefnu þessara aðila sjálfra.

En slík öfugmæli eru svosem að verða regla frekar en undantekning, hjá þeim sem nú halda um valdataumana hér á landi.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2011 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband