Verðtrygging og fleira á undanhaldi

Landsbankinn hefur tekið upp á því merkilega nýmæli að bjóða nú fasteignalán án verðtryggingar. Fylgir hann þannig í fótspor Arion banka sem hóf nýlega að markaðssetja slík lán. Vextir eru svipaðir eða allt að 6,725% á lánum með hámarks veðhlutfall 80% og 5 ára binditíma vaxta, en auk þeirra býður Landsbankinn ögn lægri vexti bundna til 3 ára eða 6,525% fyrir 80% veðhlutfall og 6,4% fyrir 70% veðhlutfall eða lægra. Óverðtryggð lán eru svosem ekkert ný uppfinning, þau hafa hingað til verið örfá prósent af húsnæðislánamarkaðnum, en það sem er nýtt núna er markaðssetningin og hóflegir fastir vextir með allt að 5 ára binditíma.

Hér er fréttatilkynningin: Landsbankinn kynnir nýjungar í inn- og útlánum

Miðað við núverandi verðbólgustig eru þetta frekar lágir raunvextir, og því er ljóst að bankarnir eru með þessu að veðja á lækkandi verðbólgu, sem er ánægjulegt því þá fara viðskiptalegir hagsmunir þeirra saman með hagsmunum viðskiptavina. Auk þessara tveggja banka hefur Íbúðalánasjóði verið veitt heimild til óverðtryggðra viðskipta sem vilji er til að koma til framkvæmda á næstunni, og Íslandsbanka hefur verið veitt heimild til útgáfu sértryggðra skuldabréfa (húsnæðislánavafninga) til að fjármagna óverðtryggðar lánveitingar. Það er ljóst að verðtrygging er á undanhaldi, og aðeins tímaspursmál hvenær þessi meinsemd verður horfin að mestu úr neytendaviðskiptum.

Annað sem er á undanhaldi eru fjármögnunarfyrirtækin svokölluðu sem voru hvað duglegust að veita lán til bíla- og tækjakaupa. Eins og var tilkynnt í þessari viku með heilsíðuauglýsingu í dagblöðum hafa SP-Fjármögnun hf. og Avant ehf. sameinast undir merkjum Landsbankans.

SP-Fjármögnun hf. og Avant ehf. sameinast Landsbankanum

Landsbankinn hefur átt SP-Fjármögnun að meirihluta frá 2002 og að fullu frá 2009 eftir að hafa haldið því lifandi gegnum hrunið með 30 milljarða innspýtingu, en eignaðist þrotabú Avant í febrúar á þessu ári í kjölfar nauðasamninga. Þetta er því fyrst og fremst breyting á skipuriti samstæðunnar, en þó er munur á: Viðskiptavinir SP-Fjármögnunar halda réttindum sínum áfram óbreyttum gagnvart Landsbankanum, en þar sem Avant var sett í þrot þá urðu þeir sem áttu endurkröfu á fyrirtækið fyrir tapi á því sem var umfram eina milljón af kröfu þeirra. Þessi ójafna meðferð er ekki alveg það sem maður myndi ætlast til af "banka allra landsmanna".


mbl.is Mikið framboð á óverðtryggðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

En þetta kemur allt of seint og gagnast ekki þeim sem hafa tapað milljónum í verðtrygginguna. Verðtrygginguna hefði átt að afnema þegar verðtrygging á laun var afnumin.

Áður voru bæði Jóhanna og Steingrímur ákafir talsmenn þess að afnema verðtryggingu og vísitölubindingu lána. En árið 2009 snerust þau bæði 180°. Kjarkleysi þeirra og svik hafa verið átakanleg.

Vendetta, 9.10.2011 kl. 15:00

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vandetta. Bæði Jóhanna og Steingrímur eru að vinna í því að minnka vægi verðtryggingar og hafa því ekki snúist á nokkurn hátt. Þetta er ekki einfalt mál og það þarf að vinna þann markað smátt og smátt því það þarf fyrst að vekja traust fjármögnunaraðila á óverðtryggðum skuldabréfum til langs tíma til að hægt sé að veita lántökum óverðtryggð lán til langs tíma á viðráðanlegum kjörum. Það mun ekki gagnast neinum að setja bann við verðtryggingu lána og setja þannig húsnæðislánamarkaðinn í uppnám og þá jafnvel með þeim afleiðingum að húsnæðiverð muni hrynja. Ekki mun það gagnast þeim sem messt hafa misst af eigin fé í húsnæðí sínu í hruninu.

Það er verið að taka þessa stefnu í skynsömum skrefum hjá stjórnvöldum. Það er einfaldlega mun eðiliegri leið að vinna að því að húsnæðiskaupendur hafi óverðtryggð lán sem valkost en að sjálfsögðu verða verðtryggð lán líka að vera valkostur fyrir þá sem vilja frekar fá þannig lán. Annað er einfaldlega óásættanleg forræðishyggja.

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2011 kl. 18:40

3 Smámynd: Vendetta

En Sigurður, sá kostur hefði átt að vera fyrir hendi um leið og verðtrygging á laun var afnumin. Síðar lyfti Samfylkingin ekki litla fingri til að afnema verðtryggingu og vísitölubindingu á lán eða ýta á að boðið yrði upp á óverðtryggð lán þegar hún komst í ríkisstjórn 2007 og 2009 og það telst henni ekki til tekna.

Að hrósa Samfylkingunni eða VG fyrir að bankarnir hafi tekið af skarið varðandi óverðtryggð lán er eins og að hrósa Adolf Hitler fyrir að sjá evrópskum gyðingum fyrir ókeypis lestarferðum.

Vendetta, 9.10.2011 kl. 19:03

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

gagnast ekki þeim sem hafa tapað milljónum í verðtrygginguna

Þess vegna er barist fyrir leiðréttingu auk afnáms verðtryggingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2011 kl. 01:36

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tilvist ýmissa fyrirtækja sem sjálfstæðra eininga er líka á undanhaldi:

Byr órekstrarhæfur án Íslandsbanka - mbl.is 

Kreditkort verður eining innan Íslandsbanka - mbl.is 

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2011 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband