Formaður lögmannafélags varðhundur glæpagengja

Formanni lögmannafélagsins ætti að vera fullljóst að Hæstréttur hefur úrskurðað að vaxtaberandi bílasamningar séu í raun lán. Enda eru þeir meðhöndlaðir sem slíkir í bókhaldi fjármálafyrirtækjanna sjálfra. Ákvæði þeirra um vörslusviptingar "hins leigða" hafa þar af leiðandi ekkert gildi. Aðeins er um að ræða venjulega skuld sem skal innheimta lögum samkvæmt.

Formanni lögmannafélagsins ætti jafnframt að vera fullljóst að innheimtuþjónusta í atvinnuskyni er leyfisskyld starfsemi samkvæmt innheimtulögum. Enginn þeirra málaliða sem stunda þetta á vegum fjármálafyrirtækja hafa slíkt leyfi, og þar með er ekki um að ræða innheimtu heldu tilraun til ólögmætrar auðgunar, sem er refsiverður glæpur samkvæmt almennum hegningarlögum eins og hver annar þjófnaður.

Vegna innheimtu slíkra krafna er enn fremur rétt að benda á að þar sem engin þinglýst veðbönd hvíla á viðkomandi eign er aðeins um sjálfsskuldarábyrgð að ræða. Þar af leiðandi er aldrei löglega hægt að fullnusta kröfuna með beinni upptöku viðkomandi eignar, heldur þarf fyrst að hafa verið gert árangurslaust fjárnám og í framhaldinu þyrfti að krefjast gjaldþrotaskipta á búi skuldarans. Við gjaldþrotaskipti ætti ökutækið samkvæmt gjaldþrotalögum að fara á uppboð og söluandvirði þess að vera ráðstafað hlutfallslega upp í kröfur allra lánadrottna, en ekki aðeins þess sem veitti bílalánið.

Það er ekkert til í lögum sem heitir vörslusvipting af hálfu einkafyrirtækis.

Þeim sem heldur öðru fram er varla sætt á formannsstóli lögmannafélags.


mbl.is Ögmundur svarar Brynjari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eins og ég bendi á í færslu minni um málið, þá vék Hæstiréttur til hliðar öllum ákvæðum sem sneru að leigu í dómum sínum í málum 92/2010 og 153/2010, þegar hann kvað úr um að samningurinn væri lánssamningur en ekki leigusamningur.  Að Brynjari skuli takast að túlka það á annan veg, er mér með öllu óskiljanlegt. 

Marinó G. Njálsson, 4.9.2011 kl. 14:35

2 identicon

Brynjar Níelsson segir innanríkisráðherrann hafa gerst bandamaður einstaklinga sem fremja refsiverð auðgunarbrot. Ef það er rétt, hlýtur Brynjar að fagna því að hafa fengið nýjan liðsmann. Lagatæknar hér á skerinu hafa nefnilega verið sterkustu bandamenn þeirra sem stærstu auðgunarbrotin frömdu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 14:36

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem Brynjar segir um innanríkisráðherrann, er í raun það sem gildir um hann sjálfan.

Alveg eins og þeir sem reyna að ófrægja aðra með því að kalla þá öfgamenn, eru oftar en ekki sjálfir mjög öfgafullir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2011 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband