Húrra fyrir Steve Jobs!!!

Af mörgu sniðugu sem frá þessum manni hefur komið er þetta sennilega það lang gáfulegasta. Enda hefur það fyrir löngu sýnt sig að frjáls afritun á tónlist er ekki endilega skaðleg, heldur hefur þvert á móti verið mjög gott kynningartæki fyrir upprennandi hljómsveitir á borð við Sigur Rós, Múm o.fl. Til eru mýmörg dæmi um hljómsveitir sem hafa einmitt fyrst og fremst náð vinsældum fyrir tilstilli skráarskipta o.þ.h., enda eru allir jafnir á þeim vettvangi. Fólk skiptist ekki á tónlist nema eitthvað sé í hana varið, og skiptir þá markaðsímynd listmannsins litlu máli en gæði tónlistarinnar þeim mun meira máli. Sölutölur risafyrirtækja eru nefnilega ekki haldgóður mælikvarði á gæði tónlistar, heldur segja fyrst og fremst til um árangur af markaðssetningu. Vinsæl tónlist er ekki endilega góð tónlist, og góð tónlist er því miður ekki alltaf vinsæl, sérstaklega ef enginn heyrir hana. Afnám afritunarvarna getur hjálpað til að leiðrétta þessa skekkju með því að auðvelda til muna aðgengi að fjölbreyttri og fágætri tónlist sem er oft mun áhugaverðari og endingarbetri en "nýjustu" dægurflugur froðupoppsins.


mbl.is Jobs vill afnema afritunarvarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá innlegg í þessa umræðu hér. Ég er svo með því að afritunarvarni verði lagðar niður og mér finsnt ég eiginlega vera mjög gott dæmi um að það ætti að gera það. Ég fann uppáhalds hljómsveit mína þegar ég var að leita að einhverju á LimeWire. Sá þar lag með skemmtilegu nafni og downloadaði því. Það var lagið Drops of Jupiter með hljómsveitinni Train sem var ótrúlega vinsælt á íslandi 2001. Þá hafði það að vísu ekki hljómað hér heima ennþá. En eftir að ég hlustaði á það fór ég að leita að meiru með þeim og downloadaði því og fílaði allt sem ég heyrði. Ég fór því og keypti Drops of Jupiter diskinn og áfram fílaði ég það, leitaði meira o.s.fr. En síðan þá hef ég keypt alla 5 diskana sem hafa komið frá þessari hljómsveit og DVD diska o.fl. Ég fylgist líka reglulega með hvort eitthvað nýtt sé að koma frá þeim. En þessi hljómsveit hefur ekki verið vinsæl hér heima fyrir utan þetta eina lag. Ef ég hefði ekki verið að downloada þá hefði ég ekki keypt alla þessa diska og ekki kynnst þessari frábæru sveit. Þetta er ekki eina dæmið heldur, ég hef fundið þónokkra listamenn sem ég fíla og kaupi  reglulega diska frá af því að ég fann þá á "ólöglegann" hátt á netinu. Ætli fyrirtækin myndu samt ekki kæra mig fyrir þetta?

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband