Hvað er veffangið hjá þeim?

Fyrirtækið SITE sem fylgist með vefjum öfgamanna, segir að al-Qaeda hafi birt yfirlýsingu á íslömsku spjallsvæði í dag, sem staðfesti að Osama bin Laden leiðtogi þeirra væri látinn.

Það kemur svosem ekki á óvart að Bandaríkjamenn skuli vita um vefsíðunna fyrst þeir höfðu símanúmerið hjá kallinum í mörg ár. En þetta vekur hinsvegar forvitni mína. Hvað ætli sé veffangið? al-qaeda.net eða jihad.org? Og fyrst það er þekkt, hvers vegna er þá ekki settur á hana hlerunarbúnaður til að rekja samskiptin og handtaka fleiri liðsmenn? Líklega mun ég seint fá einhver marktæk svör við þessu.

En hérna er hinsvegar ágæt útskýring á því hvað það er sem getur gefið mönnum, samtökum og jafnvel þjóðríkjum forskeytið "hryðjuverka-" á engilsaxneskri tungu:

Osama var meira að segja með eintómar evrur á sér þegar hann náðist, skrattakollurinn.


mbl.is Staðfestir lát bin Ladens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég efast um þetta, en hitt myndi ég trúa kanski.  Og það er að ef hann notaði Gull, í stað dollars/evru.  Þá myndi hann komast undan, og framhjá öllum "höftum" sameinuðu þjóðanna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 18:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ákveðin frásögn, sem ég er ekki endilega viss heldur hvort ég sé 100% sammála en athyglisverð kenning engu að síður. Alveg síðan Nixon aftengdi gulltryggingu dollars hefur hann verið ekkert annað en pappírsmiði. Það sem hefur fyrst og fremst haldið honum uppi síðan þá er mikil eftirspurn eftir dollurum sem var tryggð með því að fá OPEC ríkin til að taka eingöngu við dollurum sem greiðslu fyrir olíu. Þannig kom svarta gullið í staðinn fyrir ekta gull. Núna er það hinsvegar að gerast að þjóðir heims eru í auknum mæli að yfirgefa þessa einokun dollarans, og þá verður olía skyndilega miklu dýrari fyrir Bandaríkjamenn. Stundum hefur verið sagt í hálfkæringi að borgarastyrjöld hefjist í Bandaríkjunum daginn sem gallonið af bensíni á dælu fer yfir 5 dollara. Ég er alveg sannfærður um að yfirvöld ganga eins langt og þau geta til að koma í veg fyrir það, jafnvel þó það kosti stríð í öðrum löndum. Hinsvegar gengur hermaskínan svosem fyrir eldsneyti líka þannig að þeir eru smátt og smátt að grafa sér sína eigin gröf því einhverntímann mun koma að því að stór og öflug þjóð setur þeim stólinn fyrir dyrnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 19:58

3 Smámynd: el-Toro

sæll og blessaður Guðmundur,

ástæða þess að engir eru eltir út frá þessum netsíðum, er sú að engin sem notast við þessar netsíður er frá al-Qaeda.  þetta eru rótækir rugludallar út um allan heim.  hryðjuverkamenn og hópar niður í múslima klerka sem leita sér daglega að fórnarlömbum til að plata í næstu sjálfsmorðárás.

en ekkert af þessu kemur al-Qaeda við.  al-Qaeda er nefnilega ekki hryðjverkasamtök, eins og þeim er líst í fréttamiðlum okkar.  al-Qaeda er í dag og eftir 2001 svokallað áróðurstæki ofstækismanna.  að megninu er hægt að kenna Bandaríkjunum um vinsældir þess, þar sem fjölmiðlar gerðu samtökin ódauðleg í framhaldsögunni um tvíburaturnana.  á ensku kallast þetta al-Qaeda hardcore (al-Qaeda áróðursmekkaníið, á lélegri íslensku).

rúsínan í pylsuendanum, er svo sú staðreynd að bandarísk stjórnvöld, FBI, CIA og aðrar leiniþjónustur í heiminum hafa engar sannanir undir höndunum um aðkomu bin laden eða al-Qaeda að árásunum á tvíburaturnana....ekki nokkura.  ef skoðuð er heimasíða FBI, og valið most wanted terrorist, þá sést yfirlit yfir það sem hann er ásakaður um.  hann er ásakaður um marga hluti, EN HVERGI ER MINNST Á 9/11.

hérna er tíu mínutna bútur úr heimildarmynd um al-Qaeda frá BBC.  þar er rætt við t.d. Jason Burke.  sem er einn hæfasti sérfræðingur vesturlanda um al-Qaeda og stríðið gegn hryðjuverkum.  ég mæli eindregið að þú gefir þér tíu mínutur til að hlusta á hvað al-Qaeda er í raun og veru....reyndar grunar mig að þú sér það hugsandi maður að þetta myndbrot komi þér ekki of mikið á óvart.   

ég hef heirt sumt fólk segja að bin laden hafi sjálfur sagt á vídeo upptöku að hann sé ábyrgur.  en öll vídeo og hljóðupptökur eru falsaðar frá 2001, og örugglega eitthvað fyrir það líka.  það er staðreynd sem búið er að sanna.

el-Toro, 6.5.2011 kl. 23:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

el-Toro: Þú þarft alls ekki að sannfæra mig um að megnið af þessu séu tröllasögur. Ég hef lengi verið afar tortryggin gagnvart þeim hvötum sem liggja að baki hryðjuverkastríðinu svokallaða.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2011 kl. 00:23

5 Smámynd: el-Toro

gott að heira.  en hérna er linkurin á bbc heimildarmyndina sem ég talaði um.  alveg ótrúlegt að hlusta á hvað þeir hafa að segja.    http://gagnauga.is/index.php?Fl=Straumar&ID=910

el-Toro, 7.5.2011 kl. 02:10

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hehe, þú þarft nú ekki að sannfæra mig. Það vill svo skemmtilega til að ég er einn að þeim hafa aðgang til að skrifa efni inn á umrædda vefsíðu.

En takk fyrir að birta linkinn. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2011 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband