Stund sannleikans nálgast

Mikill fjöldi Íslendinga ásamt nokkrum ríkisborgum annara landa á evrópska efnahagssvæðinu standa með einum eða öðrum hætti saman að kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna meintra brota íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslu á Evrópurétti. Hin meintu brot eru sögð felast í margvíslegum skerðingum á mannréttindum og eignarrétti, sem þykir almennt ekki til prýði í siðmenntuðum ríkjum.

Öruggt má telja að kvörtunin hafi allnokkra vigt. Nánar tiltekið þekur hún 18 kílógrömm af pappír útprentuð og fyllir þrjá pappakassa, sem jafnvel í Brüssel hlýtur að teljast sæmilegt umfangs. Í fyrra kom fram á sjónarsviðið annað stórbrotið og ekki síður þýðingarmikið verk sem varð metsölubók ársins. Sjáum til hvað gerist á þessu ári.

En það verður ekki síður spennandi að fylgjast með viðbrögðum IceSave-grýlunnar ógurlegu við þessari nýjustu sendingu. Þá er að sjálfsögðu átt við ESA og þegar stund sannleikans rennur upp mun hið sanna eðli fyrirbærisins opinberast. Trúir þú á Grýlu?


mbl.is Kvörtun lántakenda send til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert þetta ástar- og haturssamband Íslendinga við ESA.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 09:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo sannarlega! Við lifum á afskaplega áhugaverðum tímum.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 16:55

3 identicon

Ég hlakka til að sjá hvað verður ofan á. 

Mín skoðun er að ESA muni dæma kærendum í vil.  Það er eiginlega augljóst.

En ég held að ESA muni ekki vera okkur eins hliðholt í Icesave.

En vegna þess að flestir muni njóta góðs ef ESA dæmir Hagsmunasamtökum heimilanna í vil, þá muni Icesave dómurinn gleymast fljótt.

Ég allavega vona það.  Búinn að fá meira en nóg af þessu.  Ég held að flestir séu það nema sem vilja láta hrósa sér sem Besserwisserar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 17:50

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Málið er með IceSave að þessi ótti við ESA er ástæðulaus og byggir á innantómum hræðsluáróðri. Miðað við nýjustu upplýsingar er allt útlit fyrir að Bretar og Hollendingar fái kröfur sínar að fullu endurheimtar. Verði þeir tjónlausir hefur innstæðutryggingakerfið þar með uppfyllt þær kröfur sem ESA gerir sjálft til þess í áminningarbréfi sínu frá í fyrra. Það væri helber tvískunnungur hjá þeirri stofnun að fara gegn eigin áliti og myndi því þurfa að velja milli tveggja valkosta: a) eyðileggja orðstír sinn og gera sig ómarktæka eða b) láta málið niður falla áður en það yrði sent til dómstóla. Jafnvel þó það færi þangað getur enginn dómstóll dæmt skaðabætur við tjónleysi. Bretar og Hollendingar óttast það meira en dauðann að fá skuldbindandi niðurstöðu um ríkisábyrgð á innstæðum sem hefði fordæmisgildi á þeirra eigin heimamarkaði, og myndu í öllu þessu ferli beita miklum pólitískum þrýstingi til að láta málið "hverfa" áður en til þess kæmi.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 20:15

5 identicon

Já, ég býð eftir jákvæðum dómi vegna Hagsmunasamtökum heimilanna.

Ég vona að þrotabúið hafi peninga til að greiða Bretum og Hollendingum.

Ég nenni þessari þvælu ekki.  Mér finnst einhvern vegin komið nóg. 

Við sjáum hvað það þarf að taka mikið til.  Þetta er svo sóðalegt að eigenlega eigum við að sættast við að taka til í staðin fyrir að þræta.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 20:51

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er mjög skiljanlegt afstaða að þykja nóg um, mér líður oft þannig líka. En við megum samt aldrei gefast upp á því að berjast fyrir réttindum okkar. Daginn sem það gerist mun einhver koma og reyna að hrifsa þau af okkur.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 21:51

7 identicon

þó svo að ég er "já" ´sinni, þá verðum við öll að hprfa á okkar réttindi.

Hvort sem það er utan Íslands eða innan.

Hvar er raunverulaukinn?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband