Og hvað þýðir "í næstu viku" núna?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vonast eftir nýjum Icesave-samningi í vikunni, aðeins vær tvö til þrjú atriði sem stæðu út af borðinu.

Ætli eitt þeirra sé spurningin um hvort íslenskir skattgreiðendur eigi yfirhöfuð að borga þennan reikning? Það sem Jóhanna virðist gleyma er að þjóðin var búin að segja sína skoðun á því, og ætlar ekki að borga það sem henni ekki ber. Það er því útlit fyrir að nú þurfi að blása aftur til varna gegn frekari innheimtutilraunum.

En við þurfum líklega ekki að hafa áhyggjur strax, miðað við framgang annara mála hjá ríkisstjórn Jóhönnu, þá þýðir "í næstu viku" og "nokkur mál standa út af borðinu" í raun veru að ekkert samkomulag liggur fyrir og málið mun velkjast um í vikur og mánuði áður en eitthvað raunverulegt gerist. Þangað til er ennþá tími til stefnu að grípa til varna.

En á morgun rennur hinsvegar út frestur til að svara áliti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um meinta greiðsluskyldu Íslands, og þá kemur e.t.v. í ljós hvaða stefna verður tekin. Ef ekkert svar verður gefið hefur ESA hótað því að stefna málinu fyrir Evrópudómstólinn, og ef svo fer þá verður ekki aftur snúið með dómstólaleiðina svokölluðu. Kannski það væri einfaldlega besta leiðin til að útkljá þetta?

Enda á maður ekki sjálfur að þurfa að kæra til að komast hjá ólögmætri innheimtu.


mbl.is Vonast eftir samkomulagi sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband