349 skjöl sem tengjast Íslandi á WikiLeaks

Wikileaks hefur komist yfir mikið magn bandarískra leyniskjala. Aðallega er um að ræða samskipti á milli utanríkisráðuneytisins og sendiráða á erlendri grundu, sem ásamt hefðbundnu diplómatísku hlutverki eru líka notuð sem útstöðvar fyrir njósnir og aðra leyniþjónustustarfsemi. Skjölin verða gefin út í skömmtum á næstu vikum og mánuðum, en útvaldir fjölmiðlar í nokkrum löndum hafa fengið fullan aðgang að gagnagrunninum að undanförnu til að undirbúa fréttaumfjöllun um málið.

Samtals er um að ræða 251.287 skjöl en þar af eru 349 sem fjalla um Ísland eða tengjast málefnum landsins með einhverjum hætti, og af þeim koma 290 frá sendiráðinu við Laufásveg í Reykjavík. Áhugasamir geta farið að hlakka til því jólalesturinn virðist ætla að verða snemma á ferðinni í ár.


mbl.is Wikileaks birtir skjölin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

... .... og yfirmaður Wikileaks er eftirlýstur af Interpol fyrir nauðganir í Svíþjóð. What's new, Guðmundur?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.11.2010 kl. 08:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"What's new" ? Nú er ég e.t.v. ekki alveg að fatta þig Vilhjálmur.

Það sem er nýtt er sá fjöldi skjala í þessari birtingu sem tengjast Íslandi sérstaklega. Aðeins tvisvar áður hafa Íslendingar getað lesið óritskoðuð trúnaðar samskipti bandarískra sendiráðsmanna um málefni landsins, vel að merkja á WikiLeaks í bæði skiptin. Þá var aðeins eitt skjal birt hvoru sinni, en núna eru þau 349 talsins og þar af nokkur sem eru merkt sem leynilegar upplýsingar.

Og hvað með það þó Assange sitji undir aðkasti? Það var fyrirsjáanlegt fyrir löngu síðan og kom engum á óvart, a.m.k. engum sem er sæmilega vel upplýstur. Að sama skapi þá er forsvarsmaður trúfélags á Íslandi sem giftist umdeildri konu sem gaf svo út bók sem kemur við kaunin á mörgum. Í kjölfarið stígur svo fram heil herskari af kvenfólki sem sakar hann um kynferðisafbrot. Og eins ótrúlegt og það kann að virðast, eftir að hafa allar þagað um þetta í fjöldamörg ár eru þær alveg ótrúlega samstíga í ásökunum og vali á tímasetningu þeirra, sem vill svo til að smellpassar við útgáfu umræddrar bókar. Þaulskipulagt áróðursbragð hefði ekki getað heppnast betur... ekki einu sinni ríkisstjórnin með sína spunameistara er svona skilvirk í upplýsingahernaði.

Sá sem trúir einhverju svona löguðu eins og það lítur út á yfirborðinu, er einfaldlega að gleypa í sig áróðurinn ómengaðan af sannleikanum. Þess vegna eru afhjúpanir á borð við þessa hjá WikiLeaks mikilvægar, ekki síst þegar gögnin sjálf eru birt en ekki bara "óstaðfestar heimildir".

Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2010 kl. 09:04

3 identicon

... .... og Viljhjálmur Örn er lygaralaupur með fetish fyrir silfursjóðum og því gerður brottrækur úr fræðasamfélaginu á Íslandi.  What's new, Vilhjálmur?

Eða er kannski ekki alltaf allt sem sýnist?

Björn I (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 09:05

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hefði vilja sjá skjöl varðandi allt umstangið okkar vegna ESB en þar eru örugglega nokkuð gruggug leyniskjöl talande ekki um probaganda og þessháttar.

Valdimar Samúelsson, 29.11.2010 kl. 11:48

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Guðmundur, lönd lýsa ekki eftir manni með hjálp Interpol, nema að ástæða sé til.

Björn I, dylgjur þínar dæma sig sjálfar og ærumeiðingar varða við lög. Svo varaðu þig.

Guðmundur, sjáum nú hvað skjöl þessi um Ísland innihalda, áður en við komum með of margar yfirlýsingar. Interpol er örugglega að lesa skjölin um Assange frá sænskum yfirvöldum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.11.2010 kl. 14:30

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef færslan er lesin sést að hún inniheldur ekki neinar yfirlýsingar um innihald þessara skjala, aðeins fjölda þeirra. Og þessi Julian Assange er bara persóna, hans persónugerð hver sem hún er, breytir engu um upplýsingarnar sem nú hafa verið afhjúpaðar. Þetta er eins og að hafa skoðun á Davíð Oddsyni, það skiptir akkúrat engu máli hvort þér líkar vel við hann eða illa, það er samt staðreynd að undir hans stjórn fór seðlabankinn á hausinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2010 kl. 03:42

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Björn I: Ég hef það fyrir stefnu að ritskoða ekki athugasemdir og hef aldrei þurft að gera það. Vinsamlegast haldu þig innan skynsamlegra marka.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2010 kl. 03:44

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Algert aukaatriði hvort að maðurinn sitji undir ásökunum um vafasamt athæfi og dregur ekkert úr miklu gildi og gagnsemi afhjúpana Wikileaks. Megi þeir leka og leka á næstu árum, bíð spenntur eftir næsta holli þar sem big business er tekinn fyrir samkvæmt nýlegu viðtali Assange við Forbes, þá fyrst mun skítafýlan stíga til himins þegar lokinu verður svift afan af þeirri ormagryfju.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2010 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband