Nábítar, böðlar og illir andar

Mbl.is segir frá því að í Héraðsdómi Reykjaness hafi Nábítar, böðlar og illir andar unnið mál sem snerist um vörslu á járnabeygjuvél sem hafði verið keypt og fjármögnuð með gengistryggðu láni.

Fyrst þegar ég las þetta hélt ég að Lýsing, Avant og SP-fjármögnun hefðu höfðað málið sameiginlega og unnið.

Við nánari athugun kom í ljós að þetta er nafnið á fyrirtækinu sem hafði keypt vélina. Wink


mbl.is Nábítar, böðlar & illir andar halda járnabeygjuvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Þetta er náttúrulega meira en lítið vont mál fyrir Lýsingu að hafa tapað fyrir ......illum öndum.

Landfari, 15.11.2010 kl. 19:03

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

lol

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2010 kl. 19:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kannski þarna hafi skrattinn hitt ömmu sína...

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2010 kl. 22:43

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bíddu, grínið er ekki búið. Nafnið "Nábítar, Böðlar & Illir andar ehf." er auðvitað valið í sérstöku virðingarskyni við NBI ehf.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.11.2010 kl. 01:37

5 Smámynd: Landfari

Eru þessir menn jafn miklir snillingar í rekstri og þeir eru í nafnagiftum?

Ég var nú ekki búinn að sjá þessa tengingu en það er húmor í þessu svo ekki sé meira sagt.

Landfari, 16.11.2010 kl. 18:19

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég þekki ekki til þeirra einstaklinga standa að fyrirtækinu Bindir og Vír, eða hversu mikil snilligáfa þeirra er á öðrum sviðum en í skopskyni. Allavega er ljóst að þeir búa ekki yfir þeim hæfileika að geta séð fram í tímann eða kunna lagafrumvörp síðustu 10 ára utanbókar, fyrst þeir tóku gengistryggt lán. Hinsvegar þýðir það ekki að þeir séu slæmir rekstraraðilar því hugsanlega þótti lántakan skynsamleg á þeim tíma sem hún var gerð miðað við þáverandi forsendur. Ég hef enga forsendur til að mynda mér skoðun á þessu fyrirtæki, annað en hversu fyndið það er hvernig þeir breyttu nafninu í mótmælaskyni.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband