Myndbönd tekin um borð í skipalestinni

Birt hefur verið myndbandsupptaka sem tekin er um borð í einu skipanna sem urðu fyrir árás Ísraelsmanna á alþjóðlegu hafsvæði í Miðjarðarhafi í nótt. Á myndbandinu má heyra hvernig skothríðin heldur áfram eftir að hvítur fáni hefur verið dreginn að húni á skipinu til merkis um uppgjöf, og einnig sést bregða fyrir særðu fólki eftir skothríðina.

Hér er svo frétt Al Jazeera sem var með fréttateymi um borð í einu skipanna:

Eins og í fyrri færslu minni um þetta þá vek ég athygli á því að á sama tíma er ísraelski sjóherinn að senda þrjá af kafbátum sínum sem búnir eru stýriflaugum með kjarnaodda, inn á Persaflóa að ströndum erkióvinarins Írans. (Sjá: Sunday Times / Haaretz) Getur verið að árásin á flutningalest hjálparsamtakanna sé í raun þaulskipulagt áróðursbragð til að stýra fjölmiðlaumfjöllun og beina kastljósinu frá því sem gæti hugsanlega verið undirbúningur að fyrirhugaðri árás á Íran? Um það er engin leið að fullyrða en tímasetningin er athyglisverð.

VIÐBÓT: Fleiri myndbönd hafa verið að birtast, Almannatengslaskrifstofa IDF (ísraelska hersins) sendi frá sér þetta stutta myndskeið þar sem má sjá sýnishorn af því hvernig sumir skipverjar hjálparsamtakanna reyndu að lumbra á ísraelska borðgönguliðinu með því sem hendi var næst.

Hér má svo sjá myndband sem ísraelska hugveitan Palestinian Media Watch sendi frá sér, þar sem gefið er í skyn að í aðdraganda borðgöngu Ísraelsmanna hafi Arabar um borð í skipalestinni kyrjað múslimska baráttusöngva gegn Ísrael. Ég skil hinsvegar enga arabísku og tek ekki mark á hvaða túlki sem er, sérstaklega eftir Bin Laden myndbandið þarna um árið, þannig að svo það fari ekki á milli mála þá ber ég enga ábyrgð á því hvort þetta sé réttur skilningur:


mbl.is Sakar Ísrael um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það verður fróðlegt að vita hvernig íslensk stjórnvöld bregðast við. Hefðbundna klausan er að "fordæma" aðgerðir Ísraelsmanna en svo lognast allt út af.

Þráinn Jökull Elísson, 1.6.2010 kl. 14:47

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gleymdir þú, Guðmundur, þessu http://www.youtube.com/watch?v=b3L7OV414Kk myndbandi viljandi?

Mikið er ímyndunaraflið mikið. Árás á Íran! Hefurðu ekki lesið of marga reyfara frá Svíþjóð?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 15:41

3 identicon

Nú skil ég..

Þetta var sem sagt undirförult "plot hjá Ísraelsmönnum.

Þeir drápu s.s alla friðriðsömu friðargæsluliðana til að fela  sóðalega innrás sína í hið umburðalynda land sem Íran er ?

Common minn kæri Guðmundur.. eftir að hafa lesið pistla þína þá veit ég að þú ert enginn sauður !!

Þetta mál lyktar skelfilega illa af "sannleikurinn er fyrsta fórnarlambið"  máli.

Ætíð þegar svona mál koma upp, þá ættu menn að spyrja sig.. hver tapar mest á stríði Tyrkja og Ísraela og hver græðir mest !!

Sýnilegur sannleikur þessa máls er svipaður og hinn sýnilegi partur borgarísjaka er.

runar (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 20:51

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vilhjálmur og Rúnar: Þessi tilgáta mín um undirbúning fyrir árás á Íran er ekkert annað en það: tilgáta, eins og ég tók skýrt fram. Vinsamlegast ekki rugla því saman við "sannleika", því þá eruð þið sjálfir að gera "sannleikann að fyrsta fórnarlambi". Það hlýtur að mega velta upp spurningum til umhugsunar, jafnvel þó sumum þyki þær langsóttar.

Ég vil hinsvegar minna á að háttsettir embættismenn í Ísrael hafa margoft lýst því yfir að árás á Írani að fyrra bragði sé alls ekki útilokuð, láti þeir ekki af kjarnorkuþróun sinni. Fyrir slíku eru meira að segja fordæmi, a.m.k. gagnvart Írak og Sýrlandi og í bæði skiptin í sama tilgangi (eða a.m.k. með sömu réttlætingu). Ég ætla samt alls ekki að rökræða við ykkur um réttmæti þess, kannski var það bara gott mál að Ísraelskar herþotur skyldu setja strik í reikning kjarnorkuáætlunar Saddam Hussein, svo dæmi sé tekið.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 04:04

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vilhjálmur: Nei ég gleymdi ekki þessu myndbandi viljandi, það hafði einfaldlega ekki borist fyrir augu mín þegar ég skrifaði pistilinn. Ég hafði hinsvegar ætlað mér að bæta inn fleiri myndböndum eftir því sem þau dúkka upp (t.d. frá almannatengslaskrifstofu IDF) því ég er mjög á því að skoða allar hliðar en ekki bara eina. Ég líka bæta við þessu myndbandi sem þú vísar á, en þar sem ég skil ekki arabísku eða hvað svosem þau eru að tala, þá get ég engann veginn staðfest hvort að þýðingin í enska textanum sé í samræmi við raunveruleikan. (Ég vona bara að það hafi ekki verið þýtt af sama túlki og Bin Laden myndbandið hérna um árið, þar sem hann bar skartripi í trássi við strangtúlkun á Kóraninum og var skyndilega orðinn rétthentur.)

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 04:17

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

P.S. Vilhjálmur: Emil í Kattholti og Lína Langsokkur eru það reyfarakenndasta sem ég hef lesið frá Svíþjóð. Ég sá reyndar kvikmyndirnar eftir bókum Stieg Larson ef það telur eitthvað...

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 04:26

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta lag þarna sem einhverjir eiga að vera að syngja,  eitthvað muhammed aftur etc.  og gefið er í skyn:  OMG óskaplegir terroristar o.s.frv.

Þetta er í rauninni ekkert merkilegt.  Hefur enga bókstafleg skýrskotun eða ofbeldisfulla heldur bara táknrænt.  Oft notað sem slagorð í  fiðsamlegum mótmælum gegn ofríkisstefnu israela.

Þetta væri sem samá samlíking, svipað og ísl. myndu syngja:  Fram fram fylking, eða standa upp í stafni, höggva mann og annann o.s.frv.

Með videoið sem á sýna einhver prik og IDF stökkvandi fyrir borð, þetta er soldið spúkí video - sérstaklega ef haft er í huga annað video sem þeir sendu frá sé og þá er ekki að sjá neina mótstöðu um borð.

Allt er þetta tekið í svarta myrkri með infrarauðri tækni sem eg kann ekki að lýsa.  Spurning hve mikið mál er að fikta við svona dæmi.  IDF eru fremstir í heimi í videofeikeríi.  Það vakti strax athygli hve þetta kom seint frá israelunum.

Einnig vekur athygli kaosið sem virðist um borð og það eitt bendir til að ýmislegt hafi gerst áður.

http://solstudio.web.id/blog/2010/06/idf-video-footage-of-flotilla-attack-is-fake/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2010 kl. 14:45

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Það vantar ekki fréttamennina með fullmannað tökulið á þennan bát.

Geir Ágústsson, 3.6.2010 kl. 13:57

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir: Að sjálfsögðu, þetta er jú fyrst og fremst áróðursstríð.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2010 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband