Skilanefnd á tryggingafélögin?

Mér finnst það ætti að skoða þá hugmynd hvort ekki megi þjóðnýta bótasjóði tryggingafélaganna að hluta til og nýta þá svo til að hjálpa fjölskyldum sem lenda í vandræðum í kreppunni að halda a.m.k. þakinu yfir höfuðið og svoleiðis. Þessir bótasjóðir voru hvort sem er orðnir allt of stórir, og stjórnendur tryggingafélaganna (með Finn Ingólfs hjá VÍS í farabroddi) voru farnir að umgangast þá eins og fjárfestingarsjóði, með þeim stærstu á eftir bönkunum og rekstrarfélögum þeirra. Bótasjóðirnir hafa meðal annars verið (mis)notaðir til að gíra upp verð á hlutabréfum í tengdum fyrirtækjum og allskyns vitleysu sem nú hlýtur að falla í skaut FME að skoða. Tilgangur bótasjóða á ekki að vera sá að græða á þeim, heldur eru þeir til þess að jafna sveiflur í útgjöldum tryggingafélaganna vegna greiðslu bóta til tjónþola. Sjóðsstjórn ætti því til lengri tíma að stefna að því að halda þeim að meðaltal á núlli eða dálítið yfir því, en í staðinn hafa þeir verið látnir gildna og þannig (mis)notaðir eins og sparisjóðsreikningar til að ávaxta fé hluthafa. Tryggingafélög eru hvorki bankar né fjárfestingarfélög og tryggingar hafa ekki gert annað en að hækka svo lengi sem ég man eftir mér, nær hefði verið að lækka iðgjöld til almennings en að safna í digra sjóði sem svo eru látnir þjóna sérhagsmunum fárra. Peningarnir úr þessum sjóðum eiga fyrst og fremst að mæta tjóni sem tryggingatakar lenda í en það innifelur t.d. alla sem eiga fasteign eða bíl. Nú þegar sér fram á einhver mestu fjárhagslegu tjón Íslandssögunnar þá myndi svona aðgerð þjóna best hagsmunum tryggingatakanna, og til lengri tíma félaganna sjálfra því ef fólk missir húsnæðið sitt og bílana í stórum stíl þá hættir það líka auðvitað að borga af þeim tryggingarnar. Þetta er jú neyðarástand vegna atvika sem er ekki í valdi venjulegs fólks að afstýra, og "við erum öll í sama bátnum" hlýtur að ná sérstaklega til þeirra sem eru aflögufærir, eða eru tryggingafélög nokkuð undanskilin frá því?
mbl.is FME skoðar tryggingafélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband