Teikn á lofti

Það væri forvitnilegt að fá að vita hverskonar vopn sérsveitin notar sem getur orsakað svona fyrirbæri. Athygli vekur hversu fulkomlega hringlaga reykskýið er. Annars eru ýmis furðufyrirbæri búin að vera næstum daglegt brauð undanfarið og virðist ekkert lát vera á þeim. Kannski er þetta það sem koma skal...

Talandi um teikn og fyrirboða þá dreymdi mig draum í nótt, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að mig dreymir yfirleitt ekki, a.m.k. ekki svo ég muni þegar ég vakna um morguninn. (Skv. nýlegum rannsóknum í svefnfræði þýðir það reyndar ekki að mann dreymi alls ekki heldur þvert á móti, bendir það til þess að draumarnir séu svo magnaðir að meðvituð hugsun útilokar þá úr minni!) Í nótt hinsvegar átti ég óvenju erfitt með svefn af einhverjum sökum, og fannst ég í raun aðeins vera nýsofnaður þegar ég hrökk upp. Mig hafði þá verið að dreyma, og ekki nóg með það heldur fengið martröð aldrei þessu vant. Óþægindatilfinningin sem þessu fylgdi hékk svo yfir mér í drjúga stund eftir að ég var farinn á fætur... vona að þetta endurtaki sig ekki aftur í nótt.

Bestu kveðjur góðir Íslendingar.


mbl.is Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband