IceSave er loksins komið í réttan farveg!

Breska blaðið Telegraph skýrði í gær frá því að nú hefði efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) útvíkkað rannsókn sína á starfsemi íslenskra banka þannig að hún næði einnig til Landsbankans. Sá hluti rannsóknarinnar er sagður beinast sérstaklega að fjármagnsflutningum í aðdraganda falls bankans, ekki síst þeirra peninga sem safnast höfðu inn á IceSave reikningana.

Það er sannkallað fagnaðarefni að bresk stjórnvöld ætli nú loksins að sinna skyldum sínum gagnvart viðskiptavinum IceSave, og þó fyrr hefði verið! Brátt verða liðin tvö og hálft ár síðan mörg hundruð milljörðum var stolið frá breskum innstæðueigendum og ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

Rannsóknin er sögð unnin í samstarfi við löggæsluaðila á Íslandi og í Lúxemborg, þar sem bankinn átti stórt dótturfélag. Þetta kemur heim og saman við þann útbreidda skilning að miðpunktur aflandsviðskipta íslensku bankanna hafi verið í hertogadæminu, og að þar sé líklega að finna vísbendingar um afdrif þeirra fjármuna sem hurfu þegar bankarnir féllu. Hver veit nema jafnvel takist að kortleggja leiðina til "money heaven"?

Þessar fréttir gefa fullt tilefni til að stíga á bremsuna varðandi IceSave. Hvernig svo sem málum lyktar er að minnsta kosti rétt að bíða þar til niðurstaða rannsóknarinnar liggur fyrir. Þegar fulltrúar stærsta hlutaðeigandi aðila málsins hafa loksins ákveðið að afgreiða það á réttan hátt, sem sakamál, væri fullkomið ábyrgðarleysi að skuldbinda sig fyrir fram við einhverja aðra niðurstöðu. Eina skynsamlega ákvörðunin sem Íslendingar geta tekið að svo stöddu, er að merkja skilmerkilega við NEI þann 9. apríl næstkomandi.


mbl.is SFO rannsakar Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir færsluna og að sjálfsögðu segum við nei!

Sigurður Haraldsson, 27.3.2011 kl. 15:36

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Takk fyrir þetta Guðmundur. Ég vona að sem flestir sjái nú að sér. Það er rétt hjá þér, það  væri glapræði að bíða ekki eftir að rannsókninni ljúki!

Eyjólfur G Svavarsson, 27.3.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband