Olíuríki hætta að nota dollar

Bandaríkjadollar hefur fallið í verði í framhaldi af fréttum þess efnis, að olíuríki við Persaflóa eigi í leynilegum viðræðum um að hætta nota dollar sem gjaldmiðil í olíuviðskiptum.

Árið 2003 ætlaði Saddam nokkur Hussein að hætta að selja olíu fyrir dollara. Við vitum flest hver örlög hans urðu... Núna eru hinsvegar minni líkur á því að bandarísk stjórnvöld fái rönd við reist, eru upptekin af stríðsrekstri á tvennum vígstöðvum og áframhaldandi efnahagshruni heimafyrir. Sömu aðilar og spáðu fyrir um "Íslandshrunið" og tímasettu það hárrétt upp á dag, spá því núna að 25. október muni verða hrun í Bandaríkjunum sem muni láta Ísland líta út eins og sýnishorn af því sem koma skal. Þá erum við að tala um skriðu stórra gjaldþrota, lokanir í bönkum, stöðvanir í greiðslukerfum og jafnvel skort á reiðufé í kjölfarið. Þó maður óski auðvitað engri þjóð að lenda í slíku þá er hinsvegar löngu orðið tímabært að lækka rostann í kananum, það verður spennandi að fylgjast með því hvað af þessu gengur eftir eða hvernig þeim gengur að takast á við það.


mbl.is Vilja hætta nota dollar í olíuviðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af vef Independent:

In the most profound financial change in recent Middle East history, Gulf Arabs are planning – along with China, Russia, Japan and France – to end dollar dealings for oil, moving instead to a basket of currencies including the Japanese yen and Chinese yuan, the euro, gold and a new, unified currency planned for nations in the Gulf Co-operation Council...

"These plans will change the face of international financial transactions," one Chinese banker said. "America and Britain must be very worried. You will know how worried by the thunder of denials this news will generate."

Iran announced late last month that its foreign currency reserves would henceforth be held in euros rather than dollars. Bankers remember, of course, what happened to the last Middle East oil producer to sell its oil in euros rather than dollars. A few months after Saddam Hussein trumpeted his decision, the Americans and British invaded Iraq.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2009 kl. 12:04

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Reyndar skipti hann úr dollar árið 2000 og Írak græddi síðan á næstu misserum milljarða dollara á meðan dollarinn hrundi. Þessi ákvörðun Hussein þvingaði í raun fram hollywoodsjóið 11. sept. 2001 og innrásir í Afganistan og síðan Írak, hverra raunverulega hlutverk var síðan að flanka stóra vinninginn, ÍRAN. En ekki hefur gengið vel fram að þessu að ljúga þann vinning í hús.

Baldur Fjölnisson, 6.10.2009 kl. 23:33

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég er nú búinn að bíða eftir einhverju svona löguðu í um 10 ár.  Skuldir Bandaríkjanna eru svo miklar, að það er ekki möguleiki á að þau muni nokkru sinni geta greitt þær upp.  Það er því orðið nauðsynlegt að finna aðra mynt eða myntkörfu sem kemur í stað USD.  Ef þetta gerist ekki núna, þá gerist þetta eftir 5 eða 10 ár nema svo ólíklega vill til að Bandaríkin snúa skuldasöfnun sinni við.  Ég sé það ekki gerast í bráð.

Marinó G. Njálsson, 7.10.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég kaupi nú ekki skýringu myndarinnar Zeitgeist, á því máli. En, fyrir einhverjar undarlegar sakir, kemur hvergi fram í þeirri útgáfu Zeitgeist, að Saddam réðist inn í Kuwait - sem er algerlega nægileg skýring til að umbreita viðhorfum Bandaríkjamanna, gagnvart hans stjórn.

Æ þaðan í frá, var hann undir mjög nánu eftirliti, "no fly zones" og reglulegum árásum á loftvarnarkerfi; með bandar. herinn andandi niður um hálsmálið.

Kenning Zeitgeist, er algerlega út í hött.

------------------------------

En, hvað varðar Dollarinn. Þá er þetta sannarlega möguleiki, sem þú talar um.

Það væri alvarlegt áfall fyrir Bandaríkin, þ.s. þau græða mikið á því að engin gengisóvissa sé til staðar, í olíuviðskiptum fyrir þau.

Ekki er þó gott að sjá, hvaða mynnt á að koma í staðinn, þ.s. Evran er líkleg til að falla einnig gagnvart gjaldmiðlum Asíu eins og Dollarinn.

Kínverski gjaldmiðillinn, er ekki á floti, heldur er gengi hans stýrt af kínv. stórnvöldum. Það að ekki er markaðsgengi á kínv. gjaldmiðlinum, gerir það sennilega að verkum, að ekki sé líklegt að skipt væri yfir í hann í bráð.

-----------------------

Svo, þó það megi vera, að olíuríkin hafi áhyggjur af stöðu Dollarsins, þá geta samt liðið einhver ár, þar til þau hreyfa sig, því akkúrat núna veit ég ekki um nokkra mynnt, sem væri augljóslega betri.

Minnst gallaða alternatívið, væri sjálfsag Jenið. En, Japan er samfélag í hnignun. Það væri þá bráðabyrgðaráðstöfun.

-----------------------

Ef til vill, er það málið sem kínverjar stungu upp á, þ.e. að búa til nýja alþjóðlega mynnt, úr einhverskonar mynntkörfu stærstu mynntanna.

Sennilega væri það besta lausnin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.10.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

"Jæja, þá er dollarinn búinn" hugsaði ég þegar ég las þessa frétt. Ég held að ein stærsta ástæða þess að dollarinn hefur haldist jafn sterkur og raun er, þrátt fyrir hriiiiikalegar skuldir Bandaríkjamanna og hriiiiiikalega peningaprentun þar, er einmitt sú að öll viðskipti með olíu fara fram í dollurum. John Perkins sagði t.d. frá athyglisverðu samkomulagi við Saudi Araba einmitt í þessa veru.

Ef þessi tenging dollara við olíu verður afnumin þá erum við að sjá fram á hrun þeirrar myntar og mikla erfileika í bandarísku efnahagslífi þar af leiðandi. Skuldirnar þeirra er svo enn einn skugginn sem hangir yfir þeim.

En athyglisvert er þó að Kína taki þátt í þessu. Enginn á skuldabréf í dollurum í jafn miklum mæli og Kínverjar. Þarna eru þeir að virðisfella þessi bréf. 

Sigurjón Sveinsson, 7.10.2009 kl. 08:09

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurjón: Kínverjar eru reyndar nýlega byrjaðir að draga úr dollaraeign sinni, í fyrsta skipti í 9 ár sem þeir gera það.

Ég þakka öllum fyrir áhugaverðar athugasemdir.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2009 kl. 13:51

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er erfitt að hreyfa við átrúnaði heilaþvegins fólks og hollywoodsjóið 11. sept. 2001 var sérlega áhrifaríkur fjöldaheilaþvottur. Það eru settir á svið hroðalegir atburðir sérhannaðir fyrir sjónvarp, 400 metra háir og rammbyggðir turnar kurlast í jörðina á sekúndum og fólk milljónum saman er skiljanlega í sjokki og agndofa. Og þá, þegar það er veikast fyrir og móttækilegast fyrir áróðri er opinberu sögunni dælt í það og virðist enn vera furðulega vel límd við heilann á mörgum og jafnvel það þó þetta ævintýri komi frá aðilum sem ekki hafa sagt satt um nokkurn skapaðan hlut og eru sannanlega siðlausir raðlygarar. Já, blind trú á ómögulega vitleysu birtist enn víða, á jarðneska hluti sem himneska og margir gleyma allri sinni menntun, eðlisfræðilögmálum og öðrum náttúrulögmálum til að komast hjá að hrófla þennan átrúnað sinn. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 7.10.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband