Mikil gleðitíðindi!

Útgerðarmaðurinn og eigandi Toyota á Íslandi, Magnús Kristinsson, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við Landsbankann verði afskrifaður. Svona gjörningur hlýtur að vera fordæmisgefandi þar sem banka í ríkiseigu ber auðvitað að gæta jafnræðis gagnvart viðskiptavinum sínum.

Fyrst það er ekkert tiltökumál fyrir Landsbankann að afskrifa 50 milljarða hjá einum manni, þá hlýtur að vera hægðarleikur að afskrifa það smáræði sem ég skulda þessum banka. Í rauninni er það þá bara réttlætismál, ekki síst þar sem bankinn er nú í ríkiseigu. Þetta eru sannarlega gleðitíðindi, einmitt það sem ég þarf hvað mest á að halda svo endar nái saman!


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður skulda ég ekkert í þessum banka og get því miður ekki notfært mér þetta nýtilkomna "örlæti" Landsbankans.

Jóhann Elíasson, 18.8.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það ætti ekki að trufla þá mikið að fella niður titlingaskít eins og skuldir einkaaðila.....ææææ.... sorry, nei það gengur ekki þjóðfélagið færi á hliðina ef heimilin eiga að njóta niðurfellinga. Nei það gengur ekki, það bíð alltof margir fjárglæframenn eftir niðurfellingum til að það gangi að fella þínar skuldir niður. Það sér hver (ríkur) maður.

Haraldur Baldursson, 18.8.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Bíðum við. Landsbankinn er í ríkiseigu svo fordæmi hans ætti að eiga við önnur fjármálafyrirtæki í eigu sama aðila. Ég bíð því spenntur eftir að fá þessa frétt staðfesta og mun fara fram á niðurfellingu í sama hlutfalli á skuldum mínum við Íbúðalánasjóð.

Við verðum að gæta sanngirni, Guðmundur. Þú getur ekki ætlast til þess að Landsbankinn afskrifi allar þínar skuldir. Aðeins sama hlutfall og hann gerði fyrir Magnús.

Emil Örn Kristjánsson, 18.8.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu geri ég ekki kröfu um allsherjar niðurfellingu, aðeins það sem sanngjarnt getur talist. Samkvæmt fréttinni er það "stór hluti" skulda Magnúsar sem verður afskrifaður, en samkvæmt frétt DV um málið mun skilanefnd Landsbankans "ekki leysa til sín þann kvóta sem Magnús á". Sé þetta yfirfært á kringumstæður flestra þeirra heimila sem standa uppi með skuldir umfram eignir vegna neikvæðra áhrifa bankahrunsins, þá hlýtur að vera sanngjarnt að krefjast afskrifta á a.m.k. því sem er umfram eignirnar og rúmlega það þannig að fólk sé ekki í reynd eignalaust, frekar en þessi Magnús.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Tjah, ég leyfi mér að líta svo að hvað sem líður skuldum umfram eignir þá muni ég, eins og aðrir, eiga rétt á afskriftum skulda í sama hlutfalli og Magnús en fá að halda mínum eignum óskertum.

Emil Örn Kristjánsson, 18.8.2009 kl. 13:21

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, annað væri varla sanngjarnt, Emil Örn.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2009 kl. 13:24

7 Smámynd: Róbert Tómasson

Þeir eru örlátir á annarra fé þessir höfðingjar, við lítilmagnarnir (lesist Við sem skuldum ekki nóg) fáum sjálfsagt ekki sömu afgreiðslu.

En mér dettur svo sem til hugar að þar sem fordæmið er komið hvort við ættum ekki að leita réttar okkar fyrir dómstólum?

Róbert Tómasson, 18.8.2009 kl. 13:47

8 Smámynd: Benedikta E

Satt segir þú Guðmundur - mikil gleðitíðindi - loksins

Benedikta E, 18.8.2009 kl. 14:52

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Þetta eru gleðitíðindi fyrir þá sem þekkja, eru í fjölskyldu með eða eru flokksmenn skilanefndamanna Landsbankans.  Aðrir mega frjósa úti.  Íslenskur klíkuskapur upp á sitt besta.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.8.2009 kl. 21:39

10 Smámynd: Snorri Magnússon

Mikil yndælis dásemdar veröld er þetta nú sem við búum í í dag á Landinu Bláa.  Allt er hægt að gera fyrir þá sem skulda bara nógu andskoti mikið en fyrir "lítilmagnann", þá sem aldeilis átti nú að slá skjaldborginni utan um - ekki nokkurn skapaðan hlut.

Breska hagfræðingnum John Maynard Keynes (1883-1946) er eignuð tilvitnunin "If you owe your bank manager a thousand pounds, you are at his mercy.  If you owe him a million pounds, he is at your mercy".  Það er ágætis útskýring á þessu hér.

Þá má lesa ýmislegt um John Maynard á íslensku útgáfu Wikipedia hér en allmiklu meira á ensku útgáfunni hér.

Að síðustu get ég ekki stillt mig um að hvetja fólk til að lesa www.vald.org

"Helvítis, fokking, fokk!!"

Snorri Magnússon, 19.8.2009 kl. 00:08

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú hafa komið skilaboð frá Landsbankanum um að fréttin hafi verið röng, ekkert af skuldum Magnúsar hafi í raun verið afskrifað (ennþá). En við skulum bara sjá til, ég hef það sterklega á tilfinningunni að ekki séu öll kurl komin til grafar enn í þessu máli, eða yfir höfuð því hvernig í fjandanum bankarnir hyggjast afgreiða hin fjölmörgu mál af þessu tagi þar sem gríðarlegar upphæðir eru í spilinu. Það versta er að á meðan brenna heimilin, út af upphæðum sem eru skiptimynt í samanburði.

Þakka öllum fyrir innlit og athugasemdir, ekki síst Snorra fyrir skemmtilega tilvitnun. Ég tek eindregið undir að fólk ætti að lesa Falið Vald, í rauninni ætti hún að vera skyldulesning í 10. bekk grunnskóla. Svo vil ég líka hvetja fólk til að horfa á Zeitgeist Addendum sem verður sýnd á RÚV kl 23:20 á miðvikudagskvöldið.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 01:40

12 Smámynd: Halldór Bjarki Christensen

Ég held þið séuð að misskilja fréttina:

http://hbc.blog.is/blog/hbc/entry/937463

En ég tek undir þetta: "ég hef það sterklega á tilfinningunni að ekki séu öll kurl komin til grafar enn í þessu máli, eða yfir höfuð því hvernig í fjandanum bankarnir hyggjast afgreiða hin fjölmörgu mál af þessu tagi þar sem gríðarlegar upphæðir eru í spilinu."

Halldór Bjarki Christensen, 26.8.2009 kl. 08:24

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Halldór Bjarki og takk fyrir innlitið, færsla þín um málið er athyglisverð. Vonandi er tilgátan rétt, að þarna sé um að ræða bókhaldslegar afskriftir eingöngu en ekki niðurfellingu skulda.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband