Flatus lengi lifi!

Í lítilli malarnámu í hlíðum Esjunnar stendur skjólveggur sem í fjöldamörg ár hefur verið skotmark veggjakrotara. Eitt veggjakrotið hefur verið alveg einstaklega lífseigt, á vegginn hefur verið skrifað, líklega allar götur frá 1991, „Flatus“, með einfaldri skrift og síðar birtist lengri útgáfan: "Flatus Lifir". Þetta hefur svo aftur orðið innblástur íslenskra veggjakrotara í meira en áratug, því svipaðar setningar hafa sést hingað og þangað um Reykjavík gegnum árin þó í flestum tilvikum hafi það stoppað stutt við, og einu sinni voru meira að segja framleiddir bolir með samskonar áletrun. Upprunalega áletrunin í Kollafirðinum hefur þó að mestu leyti staðið óhögguð allan þennan tíma, sem bendir til þess að það sé hreinlega einhver eða einhverjir sem sjái gagngert um að halda þessu við og endurnýja krotið þegar reynt hefur að mála yfir það eða það látið á sjá vegna veðrunar. Því hefur verið haldið fram að þar sé ekki endilega alltaf sá sami að verki, heldur hafi hinir og þessir aðilar skipst á í gegnum tíðina að viðhalda þessari hefð, sumir jafnvel án þess að vita hver af öðrum.

Þetta er vissulega orðið hluti af menningunni, nokkurskonar "urban myth", sem nú hefur hlotið þann heiðurssess í þjóðarsálinni að verða umfjöllunarefni á síðum Morgunblaðsins. Flatus er merkilegur fyrir þær sakir að vera fullkomlega sjálfsprottið anarkískt fyrirbæri sem þrátt fyrir það nær að festast í sessi rétt eins og á bak við það standi þaulskipulögð hreyfing eða stofnun sem tryggi varðveislu þess. Ég vil meina að þetta sé afar lýsandi fyrir hinn séríslenska hugsunarhátt, sem einkennist öðru fremur af samstöðu um að viðhalda skipulögðu stjórnleysi, eins þversagnakennt og það kann að hljóma. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér, og rífumst svo innbyrðis þar á milli, en Flatus lifir þrátt fyrir allt og Flatus snýr alltaf aftur!

P.S. Ætli Flatus hafi skoðun á IceSave eða Evrópusambandsaðild? Wink


mbl.is Flatus lifir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: brahim

Fyrst þú á annað borð ert að skrifa um þetta, þá væri betra að gefa skýringu á orðinu Flatus...

Að þetta hafi orðið einhver innblástur fyrir aðra veggja krotara er þvæla...skil ekki afhverju þú ert að skálda upp eitthvað sem á sér enga stoð í raunveruleikanum...

hverjir framleiddu þessa boli t.d. og hvenær ? Ég er mun eldri en þú, en hef aldrei orðið var við eða heyrt um þessa boli.

Gæti trúað frekar að sami aðilli hafi ritað þetta hvað ofan í annað...þar sem merkingin er ekki á allra vitorði...Þú virðist t.d. ekki vita merkinguna...tel næsta víst að þú hefðir sett hana hér inn ef þú hefðir vitað hana.

Sjálfsprottið anarkískt fyrirbæri eða urban myth...þvílík þvæla. Frekar að þetta sé grín einhvers sem er kunnugur Latínu (enda orðið upprunið þaðan)

Ég vil meina að þetta sé afar lýsandi fyrir hinn séríslenska hugsunarhátt, sem einkennist öðru fremur af samstöðu um að viðhalda skipulögðu stjórnleysi, eins þversagnakennt og það kann að hljóma. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér, og rífumst svo innbyrðis þar á milli, en Flatus lifir þrátt fyrir allt og Flatus snýr alltaf aftur!

Þetta er hreinlega grátbrosleg skrif hjá þér. líttu á þennan link og fáðu útskýringu á orðinu...http://brahim.blog.is/blog/brahim/entry/931583

brahim, 16.8.2009 kl. 02:01

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Flatus er stytting á Flatulence, betur þekkt stytting er fart, svo mín túlkun á "Flatus lifir" er verið að segja "Drullan viðgengst" jafnvel gæti hugmyndin á bakvið þetta átt að þýða "Fuck the system"

Sævar Einarsson, 16.8.2009 kl. 11:19

3 identicon

Veggjakrotarar hafa oft áður sameinast um að halda á lofti einhverju orði eða setningu sem þeir hafa jafnvel ekki hugmynd um hvað þýðir.

Fyrir ca. 45 árum mátti víða sjá krotað á veggi setninguna "Hjartað dælir lofti". Ég held að enginn hafi vitað merkinguna. Sennilega hefur einhver byrjað á þessu og öðrum fundist þetta sniðugt.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:47

4 Smámynd: kristinnh

brahim, sýnist þú sjálfur ekki alveg með hlutina á hreinu.  Það er staðreynd að þessi setning hefur birst á mun fleiri stöðum en bara þessu vegg.

kristinnh, 16.8.2009 kl. 16:04

5 identicon

brahim, ég held að þú þekkir ekki mikið til um grafity og tag menninguna, án þess að ég sé að vera leiðinlegur eða ráðast á þig. Mæli með að þú kynnir þér þann menningaheim ef þú ætlar að vera með svona sterkar skoðanir á þessu máli.

Fyrir tæpum 20 árum og í örugglega góð 15 ár var krotað (eða taggað) TFA út um allt. Oft var þetta lítið krot en stundum heilu sprey listaverkin. TFA er ekki að mér vitandi til í latínuorðabók.

Margir viðhéldu þessum TFA skrifum og krotuðu þær og spreyjuðu, án þess að vita hver eða hverjir voru á bak við þetta orð né hvað það stóð fyrir.

Þótt þú sért eldri en greinarhöfundur ertu viss um að þú hefðir vitað hvort einhverntíman hafi verið gerðir bolir merktir einhverju? Ég sé reglulega boli sem eitthvað er prentað á sem ég vissi ekki að hefðu verið til, sem segir mér að eflaust eru til fleiri bolir, sem ég veit ekki að séu til með orðum og/eða myndum sem ég hef jafnvel aldrei séð.

Hver veit nema FLATUS sé einhver taggari eða bombari sem gaf sér þetta listamannsnafn í einhverju gríni án þess (eða jafnvel með) að vera með latínu-orðabók við höndina.

Sumt er eitthvað sem við komumst ekki til botns í, ekki einu sinni á moggablogginu ;)

garri (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:23

6 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Flottur pistill

Davíð Þór Þorsteinsson, 16.8.2009 kl. 19:21

7 Smámynd: Sævar Einarsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Flatus þessar latínupælingar hafa voða lítið að gera með orðið Flatus

Sævar Einarsson, 16.8.2009 kl. 22:14

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég þakka öllum fyrir athugasemdirnar. Ég ætla ekki að eyða orðum í að svara þessu skringilega "dissi" frá brahim, nema hvað að ég fullyrði að framleiddir hafa verið bolir með setningunni "Flatus lifir", ég hef séð þá með eigin augum.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2009 kl. 01:24

9 Smámynd: Jens Guð

  Hver er Flatus?

Jens Guð, 17.8.2009 kl. 23:59

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góð spurning Jens, en því miður er ekki til einfalt svar.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband