Kostnaður vegna ESB-umsóknar hækkar um 754 ma. kr.

Maxime Verhagen utanríkisráðherra Hollands, hringdi í dag í Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands og þrýsti á að Alþingi ljúki afgreiðslu Icesave-samkomulagsins og samþykki það. Annars geti liðið langur tími þar til Ísland fái inngöngu í Evrópusambandið.

Þar með snarhækkaði verðið á ESB-aðgöngumiðanum, og því er kannski við hæfi að endurskoða kostnaðaráætlunina miðað við þessar nýjustu tölur:

 400 millj. kr.
 kostnaður utanríkisráðuneytis
 100 millj. kr.
 kostnaður annara ráðuneyta
 590 millj.kr.
 kostnaður vegna skjalaþýðinga
 753,9 ma. kr.  kostnaður vegna IceSave 
 = 754,9 ma. kr.

 

 / 319.442
 mannfjöldi á Íslandi 2009
 = 2.363.093 kr.
 á hvert mannsbarn, eða:
 / 248.149
 skattgreiðandi Íslendingar 2009
 = 3.042.007
 á hvern skattgreiðanda (2009)
 eða 762,5 %
 hækkun frá fyrri áætlun

(Tölur frá utanríkisráðuneyti, IceSlave.is og Hagstofu Íslands)

Handjárnahringl og svipuhögg voru meðal þess sem bar hæst í umræðu Alþingis um ESB-þingsályktunina, og það liggur við að þessi samlíking Birgis Ármanssonar hljómi ekki lengur svo ýkja langsótt! IceSave samningurinn er ekki bara stærsta myntkörfulán Íslandssögunnar heldur lítur út fyrir að verða líka dýrasti aðgöngumiðinn.

Við þökkum Bilderberg félaganum Verhagen fyrir að staðfesta það sem flestir vissu en Samfylkingin þorði ekki að viðurkenna.

kaeri_thingma_ur_-_g_fylgist_me_atkvae_i_thinu.jpg

 


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð samantekt, Guðmundur! Kærar þakkir – og takk fyrir siðast!

Jón Valur Jensson, 22.7.2009 kl. 02:08

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Arnar, ég stunda ekki og hef aldrei stundað ritskoðun, hef reyndar aldrei eytt einni einustu athugasemd sjálfur af mínu bloggi og vona að ég muni aldrei þurfa að gera það. Hinsvegar eru til bloggarar sem fjarlægja grimmt allar athugasemdir sem falla ekki að málstað þeirra, og lýsi ég hér með yfir andúð minni á slíku framferði!

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2009 kl. 12:42

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Jafnvel þó IceSave væri ekki tekið með þá er það ámælisvert af stjórnvöldum að eyða yfir þúsund milljónum af almannafé í að senda Össur með fjöreggið til Brussel.

Með ferð sinni til Möltu, án vitundar þingsins og ríkisstjórnarinnar og án vitundar utanríkismálanefndar, brást hann trúnaði. Sá sem ekki hefur óskoraðan trúnað þings og þjóðar á ekki að stýra þessu stærsta og viðkvæmasta utanríkismáli í sögu lýðveldisins.

Haraldur Hansson, 22.7.2009 kl. 13:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu ekki Haraldur.

Hvernig má heldur búast við því að hagsmuna Íslands sé gætt í samningaviðræðum, þegar fyrir samninganefndinni fara aðilar sem hafa það að sínu helsta markmiði að Ísland gangi í ESB? Þegar svo ber undir er borðleggjandi að mótaðilinn hefur yfirhöndina í samningaviðræðunum og því getur samningsstaðan aldrei orðið annað en skökk.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband