Kalifornía er líka á leiðinni í rusleinkunn

Ísland er ekki eina ríkið sem gæti átt á hættu að fá lánshæfiseinkunnina "rusl" sem er gjarnan táknuð með CCC eða einhverju svipuðu. Kaliforníuríki, sem væri áttunda stærsta hagkerfi heims ef það væri sjálfstætt ríki, er líka á leiðinni þangað samkvæmt meðfylgjandi fréttaskeyti frá Reuters. Nauðungaruppboðum hefur fjölgað gríðarlega þar að undanförnu, þar til nýlega að Arnold "Governator" Schwarzenegger undirritaði lög sem fresta gjaldþrotameðferðum einstaklinga fram á haustið, líklega af ótta við upplausnarástand. Ríkið sjálft stendur frammi fyrir 24,3 milljarða dala fjárlagagati auk skuldahalla upp á 72 milljarða dala. Bráðavandi er yfirvofandi vegna mögulegs lausafjárskorts, og hefur nú þegar þurft að fresta greiðslum til bótaþega almannatrygginga o.fl. Að óbreyttu gæti jafnvel stefnt í vanskil með launagreiðslur til ríkisstarfsmanna á næstunni, sem boðar alls ekki gott þarna í "villta vestrinu". (Hvað gerir t.d. löggan þegar hún á e.t.v. ekki fyrir húsaleigu, eða matvælum og öðrum nauðsynjum?!)

 

Moody's warning on California debt stuns state

SAN FRANCISCO (Reuters) - California, which is struggling to close a $24.3 billion budget gap, faces the prospect of a "multi-notch" downgrade in its credit rating if the state's legislature fails to act quickly to produce a budget, Moody's Investors Service warned on Friday.
Moody's decision to place California's general obligation debt on alert for a possible "multi-notch" downgrade stunned state officials.
The state's current A2 credit rating is Moody's sixth-highest investment grade and makes California the lowest rated of the 50 states.
The A2 rating is just five notches above speculative status and Moody's raised the potential for the rating to tumble toward "junk" status if lawmakers fail to quickly produce a budget for Governor Arnold Schwarzenegger to sign.
"If the legislature does not take action quickly, the state's cash situation will deteriorate to the point where the controller will have to delay most non-priority payments in July," Moody's said in a statement.
"Lack of action could result in a multi-notch downgrade," Moody's added.
"I cannot remember reading a ratings note that raised the specter of a multi-notch downgrade," said H.D. Palmer, a spokesman for Schwarzenegger on state finance matters. "It's another clear warning from the financial markets that there will be substantial and costly consequences if the legislature does not send the governor a budget that he can sign."
A downgrade could push California's borrowing costs up at time when state officials expect to issue up to $9 billion in revenue anticipation notes as soon as possible after a budget agreement is notched -- a deal whose timing is in doubt.
Moody's said California's leasing debt and other state-related debt are also on review, affecting a total of $72 billion of debt.

... ... ...


mbl.is Rætt við matsfyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning hvort Kalifornía fær einkunnina CCC, en mé sýnist nokkuð ljóst að Ísland sé á leið með að fá CCCP.

Magnús Sigurðsson, 22.6.2009 kl. 07:49

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta var líka raunin með Evrópusambandsríkið Lettland í febrúar sl.:

http://www.independent.co.uk/news/business/news/credit-agency-rates-baltic-states-bonds-as-junk-1631377.html

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.6.2009 kl. 07:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lettland er ennþá í djúpum... það sem er að gera þeim lífið leitt er þáttaka þeirra ERM II innleiðingarferlinu fyrir Evruna sem gerir að verkum að þeir geta ekki látið gengið á latinu falla heldur verða að festa það við gengi Evru (currency-peg). Til að verja þetta gengisviðmið hefur seðlabanki þeirra þurft að kaupa lat í massavís sem gengur hratt á gjaldeyrisvaraforða þeirra.

Latvia in crisis talks over bail-out

Magnús: heh, góður!  

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 09:23

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Down we go together. Insolvent hugmyndir á kostnað orkufyritækja okkar og sjávarútvegsins. Það hlýtur að hafa verið markmið ykkar að setja okkur á hausinn allan tímann. Ekki eru þið hættir enn.

Andrés Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 10:19

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hverjir erum "við" í þessu sambandi Andrés? Það hefur aldrei verið markmið mitt að neinn fari á hausinn. Ég skil því miður ekki alveg hvað þú ert að meina.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 10:23

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Stuðningsmenn gömlu stjórnaflokkana. nema þá að þú hafir ekkert með þá að gera. Biðst ég afsökunar á því að bendla þig við slíka óreiðumenn.

Andrés Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 10:44

7 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sæll Guðmundur

Vissulega er þetta lélegur húmor og þú mátt eyða þessum kommentum mínum. Auðvitað ert þú ekki ábyrgur fyrir óförunum. Ég viðst afsökunar, frústerasjónin er greinilega ða fara með mig.

kveðja

Andrés Kristjánsson, 22.6.2009 kl. 11:34

8 identicon

Þetta er hrikaleg staða þarna í Kaliforníu og víðar.

Merkilegt hvað enn er friðsamt hjá þeim, en margir hafa verið að spá því að uppúr sjóði í Bandaríkjunum fyrr eða síðar. Það gæti orðið töluvert erfiðara viðureignar en hérlendis, þar sem almenningur er þungvopnaður.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:38

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Andrés, svo því sé haldið til haga þá tók ég virkan þátt í Búsáhaldabyltingunni, en er núna stjórnarmaður í Samtökum Fullveldissinna (það stendur í "um höfundinn"). Ég er hægrimaður að uppruna og kaus samkvæmt þeirri sannfæringu hér áður fyrr, en sé nú eftir því og leita leiða til að koma á umbótum í því slæma ástandi sem hér ríkir.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 11:45

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég vek athygl á þessari frétt Telegraph:

http://www.telegraph.co.uk/finance/economics/

Það virðist vera, að matsstofnanri, séu við það að fella lánsmat Íslands aftur niður um flokk. Eftir því sem ég man best, þíðir C flokkur, að talið sé að viðkomandi aðili sé í mikilli hættu á að verða gjaldþrota.

Athugið, C er ekki rusl-einkunn. Heldur D. D, flokkur, er yfir skuldbindingar þeirra, sem þegar eru orðnir gjaldþrota.

Lægsti flokkurinn, er sem sagt D.  Í D, eru skuldbindingar, sem álitnar eru tapað fé.

Ef af Ísland verður lækkað niður í C, þá þíðir það að lánshæfisstofnanirnar meta það svo, að líkur á gjaldþroti Íslands, séu verulegar og fari vaxandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 13:44

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://www.telegraph.co.uk/finance/financetopics/financialcrisis/5594292/Iceland-at-risk-of-a-junk-credit-rating.html

"Fitch and Standard & Poor's already rate Iceland's debt as BBB- – one grade above junk."

http://en.wikipedia.org/wiki/Credit_rating#Corporate_credit_ratings

"Anything lower than a BBB rating is considered a speculative or junk bond."

(Síðari tilvitnunin er úr The Standard & Poor's Guide to Measuring and Managing Credit Risk, de Servigny, Arnaud and Olivier Renault, 2004.)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 14:50

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Köllum þá flokk D "real junk" :)

Einar

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 16:26

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

DDD þýðir að viðkomandi fyrirtæki, stofnun eða ríki er komið í greiðslustöðvun og nánast engar líkur eru á að lánveitingin verði endurgreidd.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 17:33

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það róar mig ekki að vita að önnur ríki séu í ruslakörfunni. Það er meira að segja búið að setja lokið á og líma fyrir, og þar dúsum við kanski næstu 20 - 30 árin eða svo.

Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 17:42

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat, slík bréf ganga samt, stundum kaupum og sölum, á t.d. 1 - 5% af upphaflegu verðmæti.

D = tapað fé.

Eftir 'default' er orðin staðreynd, gætu sumar íslenskar skuldir jafnvel, farið alla leið niður í D.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2009 kl. 18:05

16 Smámynd: Guðmundur Jónsson

ÁÁhyggur af lánshæfi íslands og aðgengi ísenskra braskara að erlendu fjármagni eru broslegar. Það er nefnilega þannig að ef maður skuldar of mikið hefur sá hinn sami einfaldlega ekkert við ný lán að gera. Þessi hugsunar háttur að allt hrynji hér ef ekki er óheftur aðgangur að erlendu lánsfé, er eins og flugferjan sagði, voða 2007 og því fyrr sem menn átta sig á þessu, því betra. Nú þegar eru flest þau fyriræki komin undir torfu sem lifðu á aðgengi að erlendu lánsfé. Og þegar betur er að gáð þá voru það einmitt þessi fyrirtæki sem komu okkur í þessa leiðinda stöðu. Nú þurfum við bara að tryggja greiðslumiðlun til og frá landinu og hætta að hugsa um meiri lán.

Guðmundur Jónsson, 22.6.2009 kl. 21:33

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega eins og talað frá mínu hjarta, nafni.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband