Ólöglegur samningur?

IceSave málið snýr þannig að ríkisstjórn Íslands að þegar á reyndi og greiða þurfti út tryggingar tapaðra innstæðna evrópskra sparifjáreigenda vegna rekstrarstöðvunar Landsbankans, var tryggingasjóðurinn nánast tómur. Ég vek því athygli á eftirfarandi grein laganna um innstæðutryggingar sem á við í slíkum tilvikum:

10. gr. Fjárhæð til greiðslu.
Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu.

 

Það lítur því út fyrir að ríkisábyrgð á fullnaðargreiðslum falli beinlínis út fyrir þær skyldur sem kveðið er á um í lögunum!

Til þess að standa undir ríkisábyrgðinni ef á hana reynir, sem það mun líklega gera samkvæmt mati um endurheimtur á eignum gamla Landsbankans, mun þurfa að fjármagna þær greiðslur ásamt vöxtum af skattekjum ríkissins. En þá verður að líta til þess að afturvirk skattheimta er í raun óheimil og slíkur IceSave skattur getur því aldrei orðið löglegur. Stoð fyrir þessu er að finna í stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands:

40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.
41. gr. Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.

77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Á mannamáli þýðir þetta að það er einfaldlega bannað að innheimta skatta til að greiða fyrir ábyrgð ríkisins vegna IceSave, þar sem slík heimild var ekki til staðar þegar Landsbankinn fór á hliðina.

Það hvernig haldið hefur verið á afgreiðslu þessa máls er slíkur ósómi og fruntaskapur að manni hreinlega ofbýður. Þetta er stjórnarskrárbrot og aðför að efnahagslegu fullveldi Íslands!


mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Landráð heitir það réttu nafni!

Ísleifur Gíslason, 7.6.2009 kl. 13:00

2 identicon

Ég hef nú í marga mánuði bent á það að þessi veð-taka í fjármunum almennings er og var ólögleg. Öll bankastarfssemi verður að hafa baktryggingu og hún reynist hafa verið fjármunir almennra borgara og það er ólöglegt.

Veðtaka án leyfis er ólögleg. Það þarf ekki lögfræðigráðu til að sjá það.

Vona nú að menn fari að átta sig á þessu.

Kveðja.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rétt er það Ísleifur, landráð heitir það á góðri íslensku.

Bendi á nýjustu færslu mína þar sem ég hef tekið saman viðeigandi greinar úr landslögum og sjórnarskrá. Mótmælum fyrirhuguðum stjórnarskrárbrotum! Austurvöllur á morgun kl. 15:00.

Ísland lengi lifi!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband