Það er byrjað!

Eins og

ég hef

lengi

varað

við!

(Bjóst reyndar ekki við að Ísland yrði nr. #1 í röðinni en hey, landið er nú stundum kallað "litla Ameríka"!)

Forstjóri IMF fyrstur með fréttirnar? Ekki alveg kannski.

Og þó, í fyrirsögninni stendur: "varar við þjóðfélagsróstum" og svo er orðalagið eins og í vandlega orðaðri fréttatilkynningu. (Fyrirfram undirbúningur?) Veit hann kannski upp á hár hvað er í vændum...?

Hann gætir þess meira að segja vandlega að nefna ekki Bandaríkin, þrátt fyrir að þar hafi vandræðin byrjað með svokallaðri lausafjárkreppu haustið 2007. Þau standa nú frammi fyrir nánast algjöru bankahruni, en þarlendis var þjóðfélagsástandið þó orðið hvað viðkvæmast meðal vestrænna ríkja áður en kreppan byrjaði. Margar spár um "þjóðfélagsróstur" af þessu tagi hafa miðað við kosningarnar vestanhafs í Nóvember, en augljóslega er það ekki hárnákvæm tímasetning enda tekur Obama ekki formlega við völdum fyrr en 20. janúar og er það mun líklegri "vendipunktur". Eflaust er líka talsverður pólitískur vilji til þess hjá valdamiklum aðilum að láta Obama taka við klúðrinu mikla frá Wall Street...

Þar sem allt er nú þegar á suðupunkti víða um lönd og kreppan sýnir engin merki þess að vera í rénun, þá hljóðar áramótaspáin upp á miklar"flugeldasýningar" á nýju ári!


mbl.is Strauss-Kahn varar við þjóðfélagsróstum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Ég á ekki mikla trú á pólitikusa hér. En rétt er að Ísland getur sloppið vel tel ég.

Andrés.si, 17.12.2008 kl. 03:25

2 identicon

Varnir gegn miðstéttinni

Fjallar um skjal frá DCDC think tankinum skrifað 2006 eða fyrr (er með útgáfu sem var gefin út 2006) en þar er herinn farinn að undirbúa sig fyrir átök við svokallaða flashmob á tíma þar sem enginn gat skilið hvers vegna fólk ætti að stand upp úr sófanum og slökkva á friends...

Verst að fólk er í reaction gírnum, það skoðar ekkert heildarmyndina, bara bregst við áreitunum, eins og kindahópur sem smalað er af fjárhundi.

Sólveig Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband