"Keisari góður, þér eruð nakinn!"

Brynhildur Pétursdóttir er hugrökk kona, hún þorir að segja upphátt það sem allir eru að hugsa, rétt eins og í ævintýrinu um Nýju Fötin Keisarans. En maður spyr sig ósjálfrátt hvort ekki sé til upptaka af þessu fræga samtali Árna Mathiesen við Mr. Darling? Mér finnst það mikilvægt fyrir Árna sjálfan sem og þjóðina að öll tvímæli séu tekin af í þessu máli.

Í hvert einasta skipti sem ég hringi í þjónustuver hjá einhverjum banka er spiluð hljóðupptaka sem tilkynnir að hljóðupptaka verði gerð af samtalinu við þjónustufulltrúann, sem er kannski dálítið hjákátlegt þ.e. að nota upptöku til að láta vita af annari upptöku. Þetta þykir þó vera nauðsynleg varúðarráðstöfun, og hef ég t.d. sjálfur haft gagn af því í samskiptum mínum við banka að geta vísað til orða sem annar starfsmaður hafði látið falla í fyrra samtali um tiltekið málefni.

Því veltir maður fyrir sér hvort ráðuneytin sé e.t.v. svona eftir á í tækninni eða gleymdi Árni kannski bara í einhverjum klaufaskap að gangsetja upptökuna? Í bönkunum er þetta algerlega sjálfvirkt kerfi sem tekur upp stafrænt, merkir og flokkar upptökurnar og geymir þær svo á tölvutæku afriti í tiltekinn tíma áður en þeim er svo að lokum eytt.

Nú ætti a.m.k. að vera hægðarleikur fyrir ríkið að koma sér upp svona búnaði og hæfu starfsfólki til að þjónusta hann, fyrst það er búið að eignast alla bankana þrjá. Það væri t.d. einfaldlega hægt að sameina tvo þeirra og taka símakerfi annars upp í skuldir við ríkissjóð!

Bara pæling... ;)


mbl.is Vill senda ráðamenn á tungumálanámskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband