Hvaða sérfræðingar?

Forsætisráðherra segist nú ætla að skipa hóp sérfræðinga í að leysa húsnæðisvanda.

Dásamlegt framtak.

En hverjir eru þessir sérfræðingar, hvar hafa þeir haldið sig og eftir hverju hafa þeir eiginlega verið að bíða allan þennan tíma?


mbl.is Sérfræðingahópurinn greiðir leið lausna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Guðmundur !

Von er: að þú spyrjir.

Katrín Jakobsdóttir - (lesizt: Steingrímur J. Sigfússon), hefur fyrir löngu sannað sig í að vera lyga- og klækjakvendi af billegustu sort:: dæmigerð Kommúnízk blaðurskjóða og lýðskrumari, af I.°

Af hverju: ættu landsmenn núna / allt í einu, að fara að taka eitthvert frekara mark, á þessu fífli ?

Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2018 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óskar Helgi og takk fyrir innlitið.

Niðurstaðan er augljós.

Ef til væru sérfræðingar í því að leysa húsnæðisvanda Íslendinga, væru þeir búnir að leysa þann vanda. Annars gætu þeir ekki talist sérfræðingar á því sviði ef þeir hefðu ekki slíka reynslu.

Umrædd yfirlýsing forsætisráðherra leiðir því af sér augljósan "pólitískan ómöguleika", svo ég leyfi mér að vitna í ákveðin ummæli samráðherra hennar sem hafa orðið fræg að endemum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2018 kl. 21:44

3 identicon

Sæll á ný - Guðmundur !

Nákvæmlega: hárrétt ályktun, af þinni hálfu.

Þurfi - að fjármagna bílakaup ráðuneytanna, sem og ýmiss hlaupalýðs alþingis, er gnægð fjármuna í handraðanum, til ráðstöfunar.

En þurfi að hlaupa undir bagga: í húsnæðismálum almennings, svo og heilbrigðis- og samgöngumálum t.d., þurfa mál að fara fyrir mis- kjöptugar OG VERKLITLAR nefndir og starfshópa, sem engu skila nema innihaldslausu fimbulfambi: venjulegast.

Má fara mjög langt: niður til ýmissa frumstæðra landa sunnar á hnettinum, til þess að finna sambærileg vinnubrögð, og tíðkast hér á landi (og alls ekki verri, í flestum tilvika).

Með beztu kveðjum - sem fyrr /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2018 kl. 23:35

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Opinberir starfshópar geta verið gagnlegir, ég sit í einum slíkum sem ég tel uppfylla það skilyrði. Slíkir starfshópar eru aftur á móti gagnslausir, ef þeim er ætlað að vinna eitthvað sem þeim er ekki megnugt eða ómögulegt eðli máls samkvæmt.

Svo dæmi sé tekið er íslenskum stjórnvöldum ómögulegt að skipa starfshóp sem eigi að stilla til friðar í miðausturlöndum. Til þess ræður íslenska ríkið hvorki yfir "sérfræðingum" (með reynslu á því sviði) né valdheimildum til að áorka því markmiði.

Þess vegna er tilgangslaust að skipa "sérfræðingahóp", ef:

1. Ekki er til neinn sérfræðingur á viðkomandi sviði.

2. Enginn hefur valdheimildir til að framfylgja þeim niðurstöðum sem hugsanlegir "sérfræðingar" kunna að komast að.

Eftir stendur svohljóðandi spurning:

"Hver hefur sérfræðireynslu af því að leysa húsnæðisvanda á Íslandi, í ljósi þess að engum hefur tekist það verkefni hingað til, og hvern á þá að skipa í slíkan "sérfræðingahóp"?"

Hver er "sérfræðingur" í því sem hefur aldrei verið gert???

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2018 kl. 00:03

5 identicon

Sæll - sem áður, Guðmundur !

Nefndu nú ekki: Mið- Austurlönd Guðmundur minn.

Svona viðlíka pestarbæli - og nánasta umhverfi Engeyjar ættarinnar, hérlendis, og hinna slepjulegu áhangenda hennar, fornvinur góður.

Hinar sömu kveðjur: sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2018 kl. 00:26

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óskar Helgi, fornvinur. :)

Þetta var aðeins nefnt í dæmaskyni um ómöguleika.

Ég held að dæmið segi sig sjálft.

Íslendingar geta varla leyst einhvurn vanda sem þeir hafa enga reynslu af því að leysa sjálfir.

Við getum ekki sagt fyrir um hvernig eigi að leysa tiltekin vandamál nema með því að sýna hvernig slík vandamál hafi áður verið leyst. Þetta tiltekna vandamál höfum við ekki getað leyst, og erum þess því ekki megnug að segja til um hvernig sé rétt að leysa það.

Ég get gæti samt alveg sagt til um hvernig ætti að leysa þau vandamál sem um ræðir og hef fjallað um þau hér á þessu bloggi. Af einhverjum ástæðum hafa þær tillögur sem hér hafa komið fram þó ekki náð fram að ganga.

Taktu eftir þessu þegar kemur að því að upplýst verði um hverjir verði skipaðir í umræddan starfshóp "sérfræðinga".

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2018 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband