"Hænsnakofar" á 18 milljónir stykkið

Reykjavíkurborg hyggst verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í miklum félagslegum vanda. Þetta var samþykkt í borgarráði í morgun.

Borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmarsdóttir birti þessa mynd af smáhýsum með fréttinni.

Borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmarsdóttir birti þessa mynd af smáhýsum með fréttinni.

450 / 25 = 18 milljónir stykkið.


mbl.is Fjölga smáhýsum og félagslegum leiguíbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Myndin sést reyndar ekki á blogginu þínu, en ef ég smelli á hana sé ég eitthvað sem lítur út eins og ferðaklósett. Er ekki 18 milljónir vel sloppið á mælikvarða borgarstjórnar miðað við 45 milljóna klósettið í Nauthólsvíkinni?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.9.2018 kl. 17:37

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Núna sést myndin vonandi, en annars er hægt að smella á hlekkinn og sjá hana með fréttinni á Visir.is.

Þetta er átakanlega fáránlegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2018 kl. 17:49

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

EKKI er virðingin fyrir mannsálinni mikil. SPURT ER- HVERSVEGNA ER ÞETTA FÓLK Á GÖTUNNI- ER ÞAÐ VEIKT- ÖRYRKJAR- FÍKLAR- EÐA GAMALT  ? ÞARF ÞAÐ EKKI FREMUR VIÐEIGENDI STOFNUN EN KLÓSETT TIL AÐ TÓRA AF VETURINN- ER ÞAÐ FJANDMENN ÞJÓÐARUINNAR  ? ÞARF ÞAÐ EKKI AÐBÚNAÐ SVIPAÐ OG FANGAR- MEÐ FÆÐI OG AKSTUR Á RAKARASTOFU EÐA Í ENDURMENTUN  ? 

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.9.2018 kl. 19:06

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Miðað við kamarinn sem kostaði 30 milljónum meira en húsið mitt, þá eru þessir hænsnakofar bara billegir.

(Þó þú getir  reyndar fengið svona byggingu fyrir innan við milljón í Bauhaus/Húsasmiðjunni)

Ásgrímur Hartmannsson, 21.9.2018 kl. 21:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt það sem ég hugsaði, það er hægt að fá fullbúið frístundahús fyrir sama pening, ekki stórt en þó stærra en þetta.

Ef þetta væru kamrar mætti kannski telja þá nokkuð rúmgóða.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2018 kl. 22:01

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að skv. fréttinni er ekkert búið að ákveða hvernig hús er verið að ræða um. Sbr: "Verið er að kanna slík smá­hýsi og hvaða lóðir gætu hentað fyr­ir þau. Eru kaup af slík­um smá­hýs­um hluti af skaðam­innk­un­ar­verk­efn­inu „Hús­næði fyrst“ (e. Hous­ing first), sem er liður í aðgerðaáætl­un í mál­efn­um utang­arðsfólks." Og ég vona að Reykjavík reyni nú að passa sig á að þessum húsum fylgir ákveðin kostanður við að t.d. að setja í þau húsgögn tengja þau við rafmagn og hita, Gera göngustíga og eldvarnarkerfi. En ekkert búið að ákveða með gerð þeirra. Þó einhver borgarfulltrúi hafi sett einhverjar mynd með sinni færslu held ég að það sé óþarfi að kalla eitthvað "hænsnakofa" áður en menn vita um hvað er verið að ræða. Held líka að mestu lætin eigi eftir að verða þegar staðsetning verðu ákveðin því allir munu mótmæla að fá þessi hús nálægt sér vegna þess að þau vilja sem minnst vita af þessu fólki sem kemur með að búa í þeim. Ég sting upp á að þau verði í m.a. í Laugardal, Lauganesi og svo við Öskjuhlíð. En veit að allir verða brjálaðir sem þar búa.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.9.2018 kl. 12:03

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Magnús Helgi það skiptir bara nákvæmlega engu máli hvers konar smáhýsi verða keypt. Það er upphæðin sem verið er að gagnrýna sem deilt með fjölda eininga gerir 18 milljónir að meðaltali. Við sem höfum sæmilega óbrenglaða kostnaðarvitund sjáum strax að þetta er bara rugl en í anda þeirrar óráðsíu og bruðls sem Samfylkingin ber ábyrgð á undanfarin 10 ár í stjórn borgarinnar.  Það sem þið eigið að gera er að Heiða Björg segi sig frá formennsku í velferðarráðis og eftirláti það starf Sönnu Magdalenu sem er miklu betur treystandi til að taka skynsamlegar ákvarðanir með hagsmuni sinna skjólstæðinga í fyrirrúmi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.9.2018 kl. 15:36

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús Helgi.

Ertu semsagt að segja að myndin sem fylgdi með tilkynningu borgarfulltrúans sé villandi?

Kannski mætti þá benda borgarfulltrúanum á það.

Húsgögn verða varla vandamál, nóg til af þeim í Góða hirðinum, og varla kemst mikið af þeim í hvern kofa hvort eð er.

Kostnaður vegna tenginga við veitukerfi þarf ekki að vera teljandi því þau eru á forræði borgarinnar sjálfrar.

Hversu hár hluti kostnaðarins áætlarðu að sé fyrir eitthvað annað en kofann sjálfan? 10%? 25%? 50%?

Þetta breytir því ekki að það er samt frekar dýr kofi.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2018 kl. 15:46

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er auðvitað besta mál að Reykjavíkurhreppur skuli nú loks ætla að sinna sínu lögbundna verki að koma utangarðsfólki í skjól. Hvort 450 milljónir í það verkefni sé mikið eða lítið, ætla ég ekki að dæma um.

Hitt er auðvitað galið, ef ætlunin er að nýta allt það fé til hjálpar einungis 25 einstaklingum. Fyrir 450 milljónir má leikandi reisa yfir 200 stykki af smáhýsum, með sökklum og innbúi. Að borga 18 millur fyrir 15 fermetra er gjörsamlega út úr kortinu. Það slær hressilega út fermetraverði íbúðanna í nýju svörtu kössunum í miðborginni, dýrasta húsnæði landsins!!

Og svo má spyrja sig hvort þessi upphæð eigi ekki eftir að þrefaldast, svona eins og bragginn frægi!

Þegar litið er á allar þær milljónir sem borgin virðist vera að greiða umfram áætlanir og nú þessa áætlun sem algjörlega er galin, spyr maður sig hver það er sem fær allt þetta fé. Væri hægri stjórn í borginni sem slíkt bruðl stundaði, er ljóst að vinstra liðið væri fljótt að stimpla það sem kunningjapólitík, að verið væri að hygla pólitískum gæðingum.

Leitað væri logandi ljósi að tengslum ráðamanna við þau fyrirtæki sem maka krókinn!!

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2018 kl. 10:33

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kamrarnir verða væntanlega á 60 milljónir stykkið á endanum. Verkið fær einhver góðvinur Háhýsa-Hjálmars í verktakabransanum. Þeir eru örugglega margir enda enginn verið þeim jafn hallkvæmur í verkum sínum í bæjarstjórn hér, og þótt víðar væri leitað, jafnvel alla leið til Sikileyjar.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2018 kl. 11:07

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað kostar lítill en þokkalegur sumarbústaður, með gluggum og fullnægjandi eldunar- og hreinlætisaðstöðu?
Væri ekki hægt að skipuleggja og reisa sumarbústaðabyggð einhvers staðar í borgarlandinu?  Alltaf virðist amk pláss fyrir stórblokkir, jafnvel í bakgarðinum í grónum hverfum.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2018 kl. 13:57

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund - Vísir

"Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur..."

Þá vitum við a.m.k. hvað kostar að leigja kamar eða ígildi þess.

Til samanburðar hefur vinnuveitandi minn til leigu skrifstofu á 47 þúsund krónur á mánuði, sem er sennilega af svipaðri stærð, en henni fylgir þó aðgangur að ýmisskonar sameiginlegri aðstöðu svo sem fundarherbergi, afnot af prentara og kaffistofu. Þetta leiguverð er með mjög lítilli ef nokkurri álagningu umfram kostnað.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2018 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband