Leppstríð stórvelda þarfnast loftflutninga

Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa neitað að framlengja leyfi íslenskra flugfélaga til vopnaflutninga á stríðshrjáðum svæðum erlendis.

Eflaust kann að hafa haft áhrif á ákvörðunina að nú er kominn í forsæti ríkisstjórnar flokkur sem hefur hernaðarandstöðu á stefnuskrá sinni.

En ef þau væru samkvæm sjálfum sér ætti næsta skref að felast í því að stöðva alla hergagnaframleiðslu á Íslandi.


mbl.is Flugfélagið fær ekki nýja heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Guðmundur, nú verður þá að upplýsa mig fávísan karlinn. Er einhver hergagnaframleiðsla á Íslandi?

Áttu kanski við álframleiðsluna?

Kristbjörn Árnason, 28.2.2018 kl. 10:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt ályktað Kristbjörn.

Ál er mikið notað við framleiðslu á herflugvélum, flugskeytum og ýmsum fleiri vopnabúnaði. Nú er ég ekki að halda því fram að allt ál sem er framleitt á Íslandi sé notað í slík morðtól, eflaust er eitthvað af því notað líka til að framleiða felgur, álpappír, gosdósir o.fl. Það er þó þekkt staðreynd að þau fyrirtæki sem eiga álverin á Íslandi eru meðal hráefnisbirgja vopnaframleiðenda. Það er því alls ekki útilokað og meira að segja mjög sennilegt að eitthvað af framleiðslu þeirra sé notað í vopnabúnað. Eftir því sem ég kemst næst hafa íslensk stjórnvöld aftur á móti aldrei gert neinn reka að því að kanna þetta sérstaklega, hvað þá að setja nein skilyrði eins og að ekki megi nota ál frá Íslandi í vopn, heldur hafa þau hingað til snúið blinda auganu við þessu álitaefni. Rétt eins og þau virðast hingað til hafa látið sér það í léttu rúmi liggja að íslensk flugfélög stundi vopnaflutninga sem eru a.m.k. á gráu svæði ef ekki alveg svörtu. En vonandi er eru þessar nýjustu fréttir merki um einhverja vitundarvakningu hvað þessi málefni varðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.2.2018 kl. 13:25

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er eitthvað sem ungt menntafólk þarf að skoða og ræða um. Við skulum ekki gleyma því að mjög stór hluti af erfðarauðævum er notuð í þessa framleiðslu

Kristbjörn Árnason, 1.3.2018 kl. 00:07

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér finnst ekki skipta máli á hvaða aldrei fólkið er.

Það sem skiptir máli er að fá upplýsta umræðu.

Leyndarhyggja er óvinur lýðræðisins.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2018 kl. 01:44

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Komon Guðmundur að banna að flytja á stríðsvæði hefir ekkert gildi. Hergögn eru flutt á friðarsvæði og þaðan til stríðssvæða.

Það fer engin með svona stórar vélar á stríðssvæði en þá detta tryggingar út. Þetta vita allir í fluginu.

Banna sölu á ál er bara rugl og að blanda því saman við hergagna framleiðslu.  

Valdimar Samúelsson, 1.3.2018 kl. 17:07

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Matvæli á stríðsvæði er eitt og alltaf spurning hver borðar þau.

Valdimar Samúelsson, 1.3.2018 kl. 17:08

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Valdimar.

"...að banna að flytja á stríðsvæði hefir ekkert gildi. Hergögn eru flutt á friðarsvæði og þaðan til stríðssvæða."

Áttarðu þig ekki þversögninni sem í þessum orðum felst? Það hefur augljóslega engan tilgang að flytja vopn til friðarsvæða.

"Banna sölu á ál er bara rugl og að blanda því saman við hergagna framleiðslu."

Ég var ekki að leggja til bann heldur sanngjörn skilyrði.

Annars er ég hjartanlega sammála því að það sé rugl að blanda saman hergagnaframleiðslu og álframleiðslu enda er hergagnaframleiðsla rugl í hvaða samhengi sem er.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.3.2018 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband