Kaldhæðni örlaganna

Húseignin í Austurstræti 16, þar sem Reykjavíkurapótek var upphaflega til húsa, hefur verið seld nauðungarsölu. Tilboðshafi er Frjálsi Fjárfestingarbankinn, eða réttara sagt þrotabú hans sem var jafnframt stærsti kröfuhafinn í eignina, ásamt Arion banka og Avant sem hefur verið sameinað Landsbankanum.

Í þessu húsi er skemmtistaður á jarðhæð, þar sem meðal annars var haldið kosningahóf NEI-hreyfinga í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave-III síðastliðið vor. Á efri hæðunum eru hinsvegar skrifstofur skilanefndar gamla Landsbankans.

Þannig er þrotabú Frjálsa Fjárfestingarbankans orðið leigusali þrotabús Landsbankans. Þetta er á vissan hátt afskaplega ljóðrænt...


mbl.is Frjálsi eignast Austurstræti 16
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband