Gerendur heimilisofbeldis...

...eru ekki alltaf karlar. Útrýmum kynbundnum fordómum og staðalímyndum!

Þegar komið var á staðinn reyndist um sambýlisfólk að ræða um sextugt og hafði konan stungið manninn í kviðinn með hnífi og í handlegg.

Og vinsamlegast hættið um leið að sjónvarpa hræðsluáróðri um einhverja ófreskju sveimandi yfir ungabörnum á vöggustofu. Sá óhugur og svefnmissir sem þetta hefur valdið kvenfólki í minni fjölskyldu mun einungis skila sér í skertri starfsorku, og beinlínis stuðla þannig að kynbundnu misrétti frekar en hitt. Sú alkunna hversu miklar tilfinningaverur konur eru (og sumir karlar) virðist hafa látið algjörlega ósnortna þá tæru snilld sem þarna býr að baki. Talandi um óhugnanlegan hræðsluáróður og tæra snilld... eru Íslendingar kannski upp til hópa ófærir um að læra af mistökum annara?

IceSave hákarlinn ógurlegi

 


mbl.is Stakk sambýlismanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Satt er það. Eitt er að hafa álfkonu, en annað að hafa kolsvarta krumlu. Því að það inniber, að verið sé að gefa í skyn, að vinnuveitendur og karlmenn yfirleitt séu drísildjöflar úr helvíti sem hafa bara eitt markmið í lífinu: Að lumbra á konum. Þetta er auðvitað móðgun við okkur, því að við vitum að konur eru konum verstar.

Hins vegar er ég alfarið á móti því að ritskoða auglýsingar af neinu tagi, svo fremi sem ekki er gerð í auglýsingunni atlaga að einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópum á við and-gyðingaplakötin í Þriðja ríkinu og Sovétríkjunum. Úps, var ekki verið að gera alla karlmenn að djöflum í auglýsingunni frá VR? Eins og gyðingarnir voru gerðir ábyrgir fyrir öllum glæpum sem framdir voru í Weimar-lýðveldinu og rússneska keisaraveldinu? Ég álít það.

Og þessi hákarlaauglýsing frá IceSave-undirlægjunum er alveg út úr kortunum, því að um leið og þjóðin lamdi á trýnið á hákarlinum, þá breyttist hann í pappírstígur.

Allir eru á móti kynjabundinni mismunun. En þannig mismunun gengur ekki bara í aðra áttina. Og kynjakvótar, sem styðja það, að það sé sérstakur hæfileiki að vera kvenkyns og mikill löstur að vera karlamaður í umsóknarferli, leysir engan vanda. Að vísu eru konur betur til þess fallnar að fæða börn, það verður ekki af þeim skafið, en að öðru leyti eru konur hvorki betri né verri en karlar. Og það hefur sýnt sig að konur eru ekkert betri stjórnendur en karlar, en heldur ekkert lakari.

En ég held að þessi launamismunur risti dýpra en konurnar hjá VR vilja vera láta, því að það er annað sem spilar inn í, sem ég ætla ekki að fara inn á hér, en sem tengist atvinnuvali kvenna yfirleitt og hvernig hægt sé að breyta viðhorfum þeirra.

Vendetta, 23.9.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Kynjabundin mismunun" er algjörlega vonlaust að nota í þessu samhengi. Það er engin "mismunun" um að ræða, heldur er stór munur á körlum og konum og í því fylgir ekkert óréttlæti eins og oft er gefið í skyn.

9 af hverjum 10 málum um öll norðurlönd í heimilisófriði er að völdum karla og ekki kvenna.

Karlar standa fyrir fyrir meira en 90% heimilsofbeldi og reyndar öllu ofbeldi hvaða nafni sem það nefnist.

Konur fá minni dóma en karlar fyrir sama verknað og því fylgir ekkert óréttlæti. Rauðsokkur eru síðan konur sem hefðu átt að fæðast sem kvartandi og grátandi karlar og ættu kanski ekki að reiknast sem alvörukonur...

Óskar Arnórsson, 23.9.2011 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband