Vefkönnun visir.is: 63% andvíg ESB-aðild

Vefkönnun á visir.is fyrir þáttinn Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag var mjög afgerandi. Spurt var einfaldlega: "Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?" og gefnir þrír svarmöguleikar: Já / Nei / Óakveðin(n). Niðurstöðunar sýndu ótvírætt að meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild, en það sem vekur líka athygli er hversu fáir eru óákveðnir. Niðurstöður vefkönnunar visir.is


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þessi könnun er mælikvarði á að skynsemi Íslendinga.

Eggert Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 00:06

2 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

100% sammála Eggerti

Birgir Viðar Halldórsson, 6.11.2009 kl. 10:35

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta kallar maður að krossa við 1x2 hjá Eggerti. Hvort skyldi hann vera að meina að skynseminn sé lítil eða mikil? Hvort er þetta í háði eða ánægju? 

Á hvaða forsendum tekur Birgir undir þetta? Er hans svar kannski vitnisburður um skynsemi hans?  Það á væntanlega eftir að koma í ljós hvort hún erlítil eða mikil, við frekari útlistun á afstöðu.

Annar er ég ánægður með  þessa niðurstöðu og taldi mig vita að svona væri. Þetta er því mælikvarði á mikla skynsemi meirihuta Íslendinga að mínu mati.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 12:13

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar, það er að sjálfsögðu undir hverjum og einum lesanda komið hvernig hann túlkar athugasemd Eggerts, og að því leyti finnst mér hún dálítið sniðug. Þeim sem þykir aðild vera skynsamleg leggja væntanlega þann skilning í þetta að meirihluta þjóðarinnar skorti þá sömu "skynsemi" að þeirra mati. Ég legg hinsvegar sama skilning í þetta og þú, þ.e.a.s. að niðurstaða könnunarinnar ber vott um mikla skynsemi hjá meirihluta þjóðarinnar! Afstaða mín í þessu máli ætti allavega að vera augljós.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2009 kl. 12:18

5 identicon

Guðmundur! Óháð niðurstöðunni telur þú að VEFKÖNNUN sé rétti mælikvarðinn til þess að fá vísindalega nálgun? Þá er ég að vísa til áreiðanleika vefkannna.

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 12:36

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei Bjarni, ég held því alls ekki fram að vefkannanir séu mjög áreiðanlegar. Ég er kerfisfræðingur og hef unnið nógu mikið við vefsmíði til að gera mér fulla grein fyrir tæknilegum veikleikum slíkra kannana, fyrir utan þá veikleika sem almennt geta átt við allar skoðanakannanir. Ástæðan fyrir því að ég er að vekja athygli á þessu í samhengi við könnun Stöðvar 2 sem fjallað er um í tengdri frétt, er hinsvegar sú að í vefkönnuninni er aðeins spurt einnar einfaldrar spurningar og svarmöguleikarnir eru mjög hnitmiðaðir og afgerandi. Þó svo að áreiðanleika kannana megi alltaf draga í efa, þá þykir mér fróðlegt að bera þessar tvær kannanir saman, ekki síst vegna þess að í megindráttum virrðist niðurstaðan sú sama í þeim báðum: meirihluti þjóðarinnar vill ekki að gengið verði í Evrópusambandið!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2009 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband