Fullveldissinnar fagna niðurstöðu ESB-könnunar

Niðurstöður nýjustu ESB-skoðanakönnunar Capacent fyrir SI eru mikið fagnaðarefni fyrir okkur Fullveldissinna. Samkvæmt niðurstöðunum er yfirgnæfandi meirihluti andvígur ESB-aðild, eða 60,6% á móti en aðeins 39,4% fylgjandi af þeim sem tóku afstöðu. Við nánari skoðun kemur einnig í ljós að ívið fleiri eða 43,2% eru mjög eða frekar óánægðir með að nú þegar sé búið að sækja um aðild, en 39,6% mjög eða frekar ánægðir. Sérstaka athygli vekur að þegar spurt er um afstöðu til aðildar í þjóðaratkvæðagreiðslu þá taka þeir sem eru á móti mun eindregnari afstöðu en þeir sem eru fylgjandi, en þegar það er skoðað myndrænt er augljóst að hvaða skoðun fólk hallast frekar:

Afstaða til ESB aðildar ef kosið yrði í dag

Til hamingju með þessa niðurstöðu allir þjóðhollir Íslendingar!

P.S. Hvernig ætli niðurstaðan hefði orðið ef spurt væri: "Viltu ganga í ESB og fá Tony Blair sem forseta?" Errm


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk Guðmundur og til hamingju sömuleiðis.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Ætli Tony Blair yrði sterkara sameiningartákn en Ólafur Ragnar?

Það má alltaf leika sér að tölum. Samkvæmt þessu eru tæp 55% svarenda öruggir á sinni skoðun. Svo eru tveir "sennilega" hópar, svipaðir að stærð.

Sé sennilega-fólkið tekið út og aðeins litið á þá öruggu (sem hlýtur að gefa vísbendingu) verður útkoman enn glæsilegri; Ísland fær 71% en ESB 29%.

Haraldur Hansson, 15.9.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Natan Kolbeinsson

Ég hefði ekkert á móti honnum Blair sem forseta evrópusambandsins

Natan Kolbeinsson, 15.9.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heldurðu að sú skoðun sé útbreidd meðal ykkar í Samfylkingunni, Natan? Hvort líst þér svona vel á Blair vegna þess að hann er "flokksbróðir" þinn eða vegna þess að hann er sjúklegur lygari og stríðsglæpamaður?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2009 kl. 16:27

5 Smámynd: Natan Kolbeinsson

hann er "flokksbróðir" minn og því hann ert svona maður sem að allir í ESB geta verið sáttir við hann sem bráðabyrðar þar til það verður hægt að gera þetta að lýðræðiskosningum þar sem allir í ESB geta kosið. svo má ekki gleyma  því sem sumir halda að forsetiESB taki við af forseta Íslands það er ekkki rétt.

Natan Kolbeinsson, 15.9.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég dreg stórlega í efa þá fullyrðingu að "allir í ESB" geti sætt sig við Tony Blair sem forseta. Og hvar hefurðu fengið þá flugu í höfuðið að til standi að halda lýðræðislegar kosningar til æðstu embætta í sérhagsmunaklíku ESB-elítunnar? Öll þróunin hingað til hefur verið í átt til aukinnar miðstýringar, samþjöppunar valds á hendur fárra, og þannig hefur öll ákvarðanataka fjarlægst þegnana í ríkjum sambandsins, þar með talið val á æðstu embættismönnum. Eins og í öllum miðstýrðum kerfisbáknum þá eru það þeir sem hafa völdin sem stjórna því hverjir fá að velja valdhafana, og að sjálfsögðu þá velja þeir alltaf sjálfa sig. Það er nú bara mannlegt að reyna að tryggja sér atvinnuöryggi, ekki satt?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2009 kl. 16:42

7 Smámynd: Natan Kolbeinsson

það er bara svona ranghugmynd að halda að ESB sé að minnka vald fólksins þegar það er skýrt kveðið á um að það verði að vera virkt lýðræði í ríkjum ESB. Ég tel að Tony Blair sé sá einni sem geti verið bráðabyrða forseti ESB því hann er sá einni frægi möguleiki stjórnmálamaður á lausu í starfið. Það er mannlegt að tryggja sjálfum sér atvinnuöryggi en þetta er ekki dæmi um það ESB er lýðræðisstofnun sem að styður og eflir lýðræði í Evrópu það er nú meira lýðræði í Þýskalandi,Bretlandi og Frakklandi heldur en á Íslandi svo þá er það í raun öfugt þá eru þjóðir Evrópu lýðræðislegri heldur en ríki utan hennar til dæmis getur Lichtenstine  vegna þess að það er ekki nóg og gott lýðræði. Það er líka staðreynd að því menntaðar sem þú ert og því betur sem þú kynnir þér ESB ertu líklegri til að styðja það og seigja svo þá hlýtur ESB að vera gáfulegur hlutur því menntafólk sér að það er betra að vera innan en utan þess

Natan Kolbeinsson, 15.9.2009 kl. 17:06

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vissulega er kveðið á um að lýðræði þurfi að vera virkt innan ríkjanna, en hvaða máli skiptir það þegar þjóðþingin hafa ekkert raunverulegt vald lengur því lagasetningin kemur öll frá skrifræðisbákninu í Brussel, sem er ekki lýðræðislega kjörið af þegnum ríkjanna heldur valið af embættismönnunum sjálfum?

Ég er nú sæmilega menntaður sjálfur þó ég sé ekki með doktorspróf, og mér þykir ESB-aðild hvorki gáfuleg né lýðræðisleg. En það er auðvitað bara mín persónulega skoðun og ólíklegt að þú sért sammála henni, Natan. Getur verið að menntafólk sé e.t.v. líklegra til að styðja ESB vegna þess hversu mikla styrki háskólarnir fá frá hinum og þessum stofnunum ESB? Eins og við erum greinilega sammála um, þá er það jú bara mannlegt að reyna að tryggja sér atvinnuöryggi.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2009 kl. 17:43

9 Smámynd: Natan Kolbeinsson

Það getur verið að svo sé en ég tal að mennt sé máttur svo ESB er þar arðleiðandi að efla mátt manna á landinu svo í raun er ESB nú þegar að hjálpa Íslandi. En það eru jú við sem kjósum fólkið sem að síðan skipar fólk í stöður innan Brussel svo þá er fólkið í raun að velja með því að kjósa á Evrópuþingið að velja líka fólkið sem er á skrifstofum ESB svo fólkið hefur áhrif á hverjir sitja á stólunum í Brussel.

Natan Kolbeinsson, 15.9.2009 kl. 18:25

10 identicon

Frábært að á endanum skuli vera a.m.k. eitt fullvalda lýðveldi eftir í heiminum.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 19:21

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða mínímalismi er nú þetta, Einar? Fullvalda ríki eru ennþá fremur reglan en undantekningin, rétt eins og innilokun í tollmúra-stórveldisbandalagi 8% fólks á jörðinni (þessu Erópubandalagi) er fremur andstæðan við glóbalíseringu heldur en dæmi hennar.

Jón Valur Jensson, 16.9.2009 kl. 01:18

12 identicon

Í rauninni finnst mér alveg ótrúlegt að sjá annars skynsama sjálfstæðismenn í fylkingu með landsfrægum kommúnistum (gömlum "allaböllum") eins og Hjörleifi Guttormssyni og Ragnari Arnalds.

Ef ég væri svo langt kominn mundi ég leita mér utanaðkomandi sálfræðilegrar aðstoðar. Gæti aldrei hugsað mér að "ídentifisera" mig með þessu liði.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 08:25

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um hvaða Sjálfstæðismenn ertu að tala? Eða ertu bara að tala um sjálfstæðismenn utan D-listahópsins? Sjálfur gekk ég úr Sjálfstæðisflokknum þegar ég varð fullsaddur á ósjálfstæðisstefnu þingflokksins. En vel er hægt að eiga samstöðu við menn í öðrum flokkum um viss mál, ekki sízt mikilvæg mál. Þeir, sem geta það ekki, ættu ekki að koma nálægt stjórnmálum. Vitaskuld þýðir sík samvinna ekki, að menn "ídentificeri" sig með flokkum af gerólíku tagi. Hugsaðu skýrt, Einar!

Jón Valur Jensson, 16.9.2009 kl. 09:16

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo er ekki alveg það sama, Sjálfstæðismenn og fyrrverandi Sjálfstæðismenn.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband