Sjálfbærni, gott mál!

Í tengdri frétt er sagt frá því að Einar Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson muni um helgina aka kringum landið á bíl knúnum íslensku metani. Þetta er mikið fagnaðarefni og sýnir hvers við erum megnug hér á Íslandi. Að mínu mati ætti að gera meira af þessu til að auka sjálfbærni sem er mikið öryggismál, auk þess sem það myndi spara mikið af dýrmætum gjaldeyri.

Sjálfbær eldsneytisframleiðsla er ekki bara draumsýn heldur raunverulegur möguleiki á Íslandi. Miðað við veðurfar undanfarinna ára er t.d. vel hægt að rækta hér repju, en úr henni má vinna lífeldsneyti sem hægt er að knýja venjulegar dísilvélar með. Ekki þyrfti að leggja nema nokkra tugi hektara undir slíka ræktun til að fullnægja innlendri orkuþörf af þessu tagi, og þá gætum við dregið úr eldsneytisinnflutningi um allt að helming.

Repjuolía myndi reyndar ekki nýtast á bensínbíla en fyrir þá eru til ýmis önnur ráð til að draga úr eldsneytisnotkun, t.d. með íblöndun vetnis og ýmsar tilbúnar lausnir af því tagi er fyrir hendi nú þegar. Hreinir vetnisbílar eru hinsvegar fjarlægari möguleiki því þeir eru enn sem komið er mjög dýrir, en Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum þar sem notkun þeirra væri skynsamleg miðað við núverandi aðstæður í orkumálum á heimsvísu.


mbl.is Hringvegurinn ekinn á íslensku metani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband