IceSave+Edge = Ponzi-scheme ???

Ég las að gamni um þetta fyrirbæri sem kallast Ponzi Scheme, en það er ákveðin tegund af fjársvikum. Svindlið gengur út á að safna sífellt meiri innlánum til að standa undir útgreiðslum til annara innlánseigenda eftir að binditíma fyrri fjárfestinga þeirra lýkur. Gjarnan er lofað stuttum binditíma og himinháum vöxtum, sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum því engin verðmætasköpun á sér í raun stað. Rétt eins og í pýramídasvindli er eingöngu verið að færa (sífellt meiri) peninga úr vösum auðtrúa fjárfesta yfir í vasa annara fjárfesta. Þegar hægir á vexti innlána, t.d. þegar markaðurinn er orðinn mettaður, þá myndast misræmi þarna á milli sem ekki er hægt að brúa og spilaborgin hrynur undan eigin þunga.

Það sem sló mig helst við að lesa lýsinguna á þessu er hversu óþyrmilega aðferðafræðin minnir á hina svokölluðu "innlánasöfnun" Kaupþings og Landsbankans í gegnum erlend dótturfélög og útibú. Það skal reyndar tekið fram að ég hef ekki allar forsendur til að leggja fullt mat á það hvort þessi starfsemi hafi í raun verið eintóm svikamylla, eða hvort hún hafi beinlínis stangast á við lög. Hinsvegar finnst mér margt keimlíkt og sem leikmanni þykir það benda til að umrædd starfsemi hafi að minnsta kosti verið glannaleg. Athugasemdir um það eru mjög vel þegnar ef einhver þarna úti er betur að sér í þeim efnum.

P.S. Var að komast að því að 20% af lífeyrissparnaði fjölskyldunnar hafa "gufað upp" í sjóðum á vegum Landsbankans. Ástæðan: mikið af eignum sjóðsins voru seldar fyrr á árinu og í staðinn voru keypt hlutabréf í Landsbankanum, þeim sem nú er farinn í þrot og þau bréf þar með verðlaus. Ég veit ekki hverjir voru seljendur bréfanna en þeir fengu með þessu gullið tækifæri til að innleysa sinn hlut áður en það var of seint og prísa sig líklega sæla núna. Ég tel það hinsvegar í besta falli vafasamt að lífeyrissjóður í vörslu bankans hafi verið notaður til að kaupa bréf í bankanum sjálfum, sérstaklega á þeim tíma sem stjórnendum bankans ætti að hafa verið fyllilega ljós sú áhætta sem í því fólst ef marka má gögn sem nú hafa verið birt. Því miður er samt ólíklegt að ég eða aðrir sjóðsfélagar getum sótt rétt okkar gagnvart bankanum þar sem þetta átti sér stað á meðan hann var rekinn á gömlu kennitölunni og nú er alþingi búið að setja (ó)lög sem verja "gömlu bankana" gegn lögsóknum. Bara ef bankinn hefði nú líka slysast til að láta 20% af höfuðstóli lánanna minna gufa upp svona skyndilega...

Frown


mbl.is Urðu fyrir barðinu á Madoff
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Í svokölluðum pýramída bréfum/keðjubréfum..þá er

u það alltaf þeir sem eru neðstir í pýramýdanum sem borga brúsann... Skiftir ekki hvað nafni vi gefum kvikindinu..en þessi bankaviðskifti voru á við versu pýramída keðjubréfa kjaftæði""

Einkennilegt að ekkert af topp liðinu virðist vera sljótt og siðblint... Kanski verður einstaklingurinn svona á plampinu upp tröppur pýramídans..tapi sjónar á siðvitundinni, réttlætinu og sannleikanum...Munum bara eitt..topparnir borga neitt aldrei!!

Agný, 3.1.2009 kl. 08:56

2 Smámynd: Agný

það átti að ver " einkennilegt hvað toppliðið virðist sljótt og siðblint"

Agný, 3.1.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband