Ekki-frétt vikunnar: eilífðarvél til sölu í Japan.

Já, þetta er nú meira ruglið, fyrst þegar ég sá þetta var nú bara myndskeið og enginn texti nema fyrirsögnin. Núna er reyndar búið að bæta við fálmkenndri þýðingu á erlenda fréttaskeytinu, sem er reyndar álíka ó-upplýsandi og flestar vísindafréttir sem birtast á mbl.

Í áraraðir hafa reglulega komið fram á sjónarsviðið menn sem segjast hafa smíðað bíl sem er knúinn vatni einu saman, en þeir hafa alltaf horfið úr umræðunni jafnfljótt og þeir komu og aldrei spurst til þeirra meir, hmmmm... skrýtið. Oft er það vegna þess að um hreinar blekkingar eða svindl er að ræða, en stundum eru það hreinlega fúskarar sem telja sig hafa fundið upp eitthvað merkilegt sem stenst svo ekki skoðun eftir að óháðar og nákvæmari prófanir leiða í ljós einhverja galla sem eiganda uppfinningarinnar hafa yfirsést. Þegar almúgamenn með litla tæknimenntun og reynslu taka skyndilega upp á því að byrgja sig inni í bílskúr með því markmiði að finna upp "orkugjafann sem mun bjarga heiminum!" hvorki meira né minna, þá er oft kappið meira en forsjáin. Ég man t.d. eftir frásögn af manni sem taldi sig hafa fundið upp það sem með réttu hefði mátt kalla eilífðarvél (þ.e. aflvél sem þarf enga utanaðkomandi orku til að ganga). Það var svo ekki fyrr en sjónvarpsmenn voru komnir í heimsókn með myndavélar OG sín eigin mælitæki sem í ljós kom að niðurstöður allra tilraunanna byggðust á einn eða annan hátt á einum og sama hitamælinum sem hafði verið notaður allan tímann og reyndist svo auðvitað vera bilaður og gefa villandi niðurstöður, og hafði sennilega verið þannig frá upphafi tilraunarinnar og þar með var búnaðurinn vita-gagnlaus (nema þá hugsanlega til að meta raunverulega skekkju mælisins)! Talsmaður bílaframleiðandans í þessu fréttaskoti heldur því m.a. fram að þessi bíll þurfi enga utanaðkomandi orku til aksturs, eða m.ö.o. hafi þeim tekist að finna upp upp eilífðarvél. Ef það væri satt þá hlyti að vera um að ræða eitthvað áður óþekkt fyrirbæri sem bryti í bága við margvísleg þaulreynd grundvallarlögmál eðlisfræðinnar. Ef það væri málið og fengist sannað af öðrum óháðum vísindamönnum, þá kæmi uppfinningamaðurinn sterklega til greina við veitingu næstu Nóbelsverðlauna. Það væri líklega það eina sem gæti gert þetta fréttnæmt, en ekkert fylgdi sögunni hvað það væri sem gæti aðgreint þetta goðsagnakennda farartæki frá öðrum yfirlýstum "vatnsbílum" sögunnar.

"Extraordinary claims require extraordinary evidence" - Carl Sagan (1934 - 1996)

mbl.is Bíll sem gengur fyrir vatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Smá pæling í viðbót: er þetta kannski bara ný leið til að toppa vitleysunna í spákaupmennsku á orkumörkuðum heimsin, þ.e. að selja ímyndaða orkugjafa?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2008 kl. 19:21

2 identicon

Þetta er alls ekki eilífðarvél heldur keyrir þetta á vatni. Eða öllu heldur vetni. Þú ert sem sagt með tvö H og eitt O. Prinsippið er að kljúfa vatnið þannig að þú fáir bara H. En spurningin er hvort að það ferli að kljúfa vatnið sé ekki bara orkufrekara en að keyra rafalinn sem býr til raforkuna sem þarf til þess að kljúfa vatn...

Arnar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 19:37

3 identicon

Það væri álíka "mögulegt" að síða bíl seg gengi fyrir lofti :)

ps. kanski samt óþarfi hjá þér að klístra þinni grein í comment hjá öllum sem skrifa um þessa frétt.

Halldór Nilsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Áddni

Bara svona smá spurning...Horfðir þú yfirhöfuð á fréttina áður en að þú skrifaði þetta (og klíndir í komment hjá öðrum) ?

Áddni, 13.6.2008 kl. 19:57

5 identicon

Ég er sammála þér Guðmundur

til að framleiða vetni úr vatni þarf rafmagn eða rafgreiningu frá + kemur 1 vetni á móti 2 af súrefni frá -skautinu þarna er orkutap síðan er vetnið notað til að búa til rafmagn og þar er bara 60 til 70% nýting

Hvernig á þetta að vera hægt?? 

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 21:13

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar ég las þetta fyrst var reyndar engin grein, aðeins fyrirsögn og myndskeið sem ég horfði á (horfðir þú á það Áddni ?). Skömmu síðar bætti svo mbl við textanum sem virðist vera lítið annað en íslensk þýðing á fréttaskeytinu með myndbrotinu. Svo er nú óþarfi að taka það háalvarlega þó ég skjóti nokkrum skotum að þessari skondnu frétt svona á föstudegi. Vek athygli á því að greinin er flokkuð undir "spaugilegt" en kannski hefði ég mátt setja nokkra broskalla með svo hér koma þeir:

Varðandi hitt að þetta skyldi birtast víðar, þá var ég búinn að setja mjög svipuð komment á tveimur stöðum áður en ég áttaði mig á að þetta væri fullangt fyrir komment og ákvað að birta það sem grein hjá mér í staðinn. Réttara hefði verið að setja þetta hér á einn stað strax, og setja svo link í komment hjá öðrum. Ég bið hlutaðeigandi bloggara velvirðingar sem og mbl fyrir að sóa pínulitlu diskplássi ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2008 kl. 21:15

7 identicon

Það er reyndar mjög auðvelt að búa til Vetni úr vatni. Það eina sem þarf til er smá Natríum (algengt frumefni sem ekki er kostnaðarsamt að vinna, http://en.wikipedia.org/wiki/Sodium#Commercial_production) og úr verður sprenging:

 2 Na (s) + 2 H20 (l) ---> 2 NaOH (aq) + H2 (g).  Þetta er útvermið ferli og því brennur vetnið um leið. Spurningin er hvernig þeir beisluðu þetta eða svipað ferli. Ég geri þó ekki ráð fyrir að Natríum sé notað af Genepax, sérstaklega vegna þess að þeir segja að ekkert annað þarf til heldur en vatn til að knýja bílinn.

Gestur Viðarsson (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband