Íslenska krónan stöðugasti gjaldmiðillinn

Greiningardeild Arion banka hefur gefið út afar athyglisverða greiningu á gengisflökti nokkurra gjaldmiðla miðað við evru. Meðal þeirra eru allir helstu gjaldmiðlar sem notaðir eru í alþjóðlegum viðskiptum eins og Bandaríkjadalur, japanskt jen, og svissneskur franki, gjaldmiðlar enskumælandi landa, og fleiri eins og ungverskar forintur, ásamt öllum þjóðargjaldmiðlum norðurlandanna: Arion banki - Sérefni_krónan_2016.pdf

Meðal niðurstaðna greiningarinnar er að undanfarið ár eða svo, hefur íslenska krónan verið stöðugust allra gjaldmiðla í úrtakinu, gagnvart evru, og hefur reyndar verið með þeim stöðugustu undanfarin 5 ár eða svo. Einnig hefur íslenska krónan verið að styrkjast jafnt og þétt að undanförnu og á sama tíma hefur gjaldeyrisforði landsins farið vaxandi og lánshæfismatið þokast upp á við.

Spá greiningardeildarinnar til náinnar framtiðar er svohljóðandi: "Miðað við spár um verðbólgu, viðskiptakjör, utanríkisviðskipti og það sem virðast vera farsæl þáttaskil í sögu gjaldeyrishafta hér á landi mætti ætla að horfur fyrir krónuna næstu misseri bentu mun frekar til styrkingar en veikingar."

Þetta er auðvitað bara spá, og greiningardeildir banka eru ekki endilega alltaf sannspáar, en það er þó vonandi að þessi spá gangi eftir. Stærstu tíðindin í þessu eru hinsvegar þær staðreyndir sem nú liggja fyrir um algjörlega fordæmalausan stöðugleika íslensku krónunnar undanfarin misseri. Það mætti jafnvel halda að henni væri hollast að vera í höftum eins og hún hefur verið, enda fæst sem bendir til þess að óheft fjármagnsflæði sé yfir höfuð skynsamlegt, ekki frekar en til dæmis óheft geislavirkni, eða eldur.


mbl.is Telja krónuna styrkjast eftir haftalosun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Athyglisverð greining Guðmundur. Sennilega eftir allt saman, fer þessari Ísl. krónu sennilega best að vera í höftum. Óheft verður hún sennilega tekin á dúndrandi fyllerí.

Jónas Ómar Snorrason, 1.4.2016 kl. 23:01

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur minn. Stjórnsýsla Íslands er í svo djúpum embættismafíustýrðum skít, að það skiptir ekki nokkru máli hvort verið er að tala um krónur, evrur, dollara eða einhverja aðra gjaldmiðla skítasvaðsins stjórnsýsluspillta.

Rót spillingarinnar er í stjórnsýslukerfinu bankamafíu-sósaða og undirheimaða, en ekki í vöruskipta-raun-gjaldmiðlunum. Það skilja vonandi flestir, sem velta raunveruleikanum fyrir sér.

Seðlabankar/viðskiptabankar falsa gjaldmiðlapeninga með ýmsum gjaldmiðlanöfnum, í kauphallarspilavítum heimsins. Gjaldmiðla-spilavíti eru ólögleg í siðmenntuðum óspilltum réttarríkum, sem hafa óspillta dómsstóla til að úrskurða um sekt/sakleysi almennings og fyrirtækja-stjórnenda.

Páfaveldi heimsins er og hefur alla tíð verið fjölmiðlaheilaþvotta-siðspillt gjöreyðingar-græðgiveldi vopnaviðskipta og hertökustríða. Og hefur alla tíð verið svarta yfirstjórnsýsluveldi siðlausa MAMMONS hér á jörðinni. Skattveldi dauðans er stýrt frá Vatíkaninu.

Það þarf að opna ,,svarta kassa" hertakandi Frímúrara-reglnanna fjölmörgu, og opna bókhald stúkufélaganna skattfrjálsu og fjölmörgu.

Og ekki bara á Íslandi, heldur út um alla jarðarkringluna Páfahertökuveldis-stýrðu. Og Páfafjarstýrða NATO og Sameinuðu Þjóðanna blekkingarvef.

Páfinn, og hans skattpíningar-hirðfíflagangur áróðurheimsfjölmiðlanna, eru heimsins valdamestu stúku-regluklíku-hertökuspillingar stjórarnir!

Skilja fjölmiðlastjórnendur heimsins ekki hvaða blekkingarleikrit er í gangi á jörðinni?

Jú, líklega skilja þeir fjölmiðlastjórnendur hvað er í gangi, en þeir eru skíthræddir og kúgaðir undir þöggunar-kúgunarhæl hertakandi Páfadjöflahjarðar-ormagryfjunnar!

Og hvað er okkur öllum þá til fjölmiðla/almennings-frelsisins ráðalausnar, hér á jörðu? Viljum við áframhaldandi hertöku-fjölmiðlastríð Páfaveldisins?

Þetta snýst ekki bara um Íslandsbúa, heldur alla jarðarbúa!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2016 kl. 23:02

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þekkir, Guðmundur, þakkir fyrir þessa fregn, þessa greiningu. Ætli margir opni ekki Moggabloggið kindarlegir á svip með morgninum, eftir öll stóru orðin gegn krónunni?

Jón Valur Jensson, 2.4.2016 kl. 02:53

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Krónan hefur ekkert lagast JVJ, er jafn ómerk hvar sem er, nema á Íslandi. Niðurstaða Guðmundar eins og ég skil hana, er sú að sennilega sé best að halda henni í HÖFTUM, sem ég tek undir. Hafa hana múlbundna eins og asna, sem annars hlypi sér að voða, eins og nýlegt dæmi sannar. Þeir sem tök hafa á, eins og forsætisráðherra þinn SDG og fleiri ráðamenn, ásamt útflutningsgeiranum kjósa hins vegar aðra mynt, leynt og ljóst.

Jónas Ómar Snorrason, 2.4.2016 kl. 06:42

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Þetta er bara eitthvað bull.  Einhver framsóknarþvættingur bara.

Krónan sterkasti miðill í heimi?  HAHAHAHAHAHA.

Ætli margir innbyggjar séu svona hroðalega heimskir?  Naut anskoti framsóknarheimskir?

Virðist vera.  Um 1/3 innbyggja virðist vera bæði heimskur og illa innrættur, - og þeir kjósa framsjallaflokkinn, þetta þjóðarböl.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2016 kl. 11:08

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki. Þetta er greining frá Arion banka. Sá hluti greiningarinnar sem snýr að stöðugleika krónunnar að undanförnu er ekki skáldskapur heldur byggist á rauntölum. Það kemur hvergi fram í greiningunni að krónan sé "sterkasti" gjaldmiðill í heimi, heldur að hún sé sá stöðugasti. Það er munur á styrk og stöðugleika.

Jónar Ómar. Greiningin sem vitnað er til snýst ekki um hversu "gjaldgeng" íslenska krónan sé í öðrum löndum, heldur eingöngu um stöðugleika á gengi hennar gagnvart evru að undanförnu. Það er rétt að ég dreg þá ályktun að sennilega sé best að hafa hana í höftum. Með því átti ég alls ekki við að hún ætti að vera í ævarandi og íþyngjandi höftum fyrir almenning, heldur fyrst og fremst að það eigi að vera hömlur á hreinum fjármagnsflutningum sem hafa enga tenginu við raunhagkerfið. Það jafngildir því ekki að vera múlbundinn eins og asni, ef maður ákveður sjálfur að setja á sig öryggisbelti eða sambærilegan búnað eins og til dæmis rallökumenn gera, heldur er það einfaldlega skynsamleg öryggisráðstöfun. Að aka án öryggisbeltis er hinsvegar gáleysi, og það er slíkt gáleysi sem hefur valdið mesta óstöðugleikanum í fortíðinni. Þess vegna tel ég skynsamlegustu lausnin vera þá að fara heilbrigðan milliveg, leyfa fjármagnsflutninga vegna eðlilegra viðskipta í raunhagkerfinu, en setja hömlur á hreina fjármagnsflutninga án slíkrar tengingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2016 kl. 14:19

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel svarað hjá þér, Guðmundur.

Leitt að sjá, hversu langt ESB-málsvarinn Ómar Bjarki er leiddur í sinni andstyggð á eigin þjóð, kallar þriðja hvern Íslending heimskan og illa innrættan!!! Ætli hann hafi gefizt upp á því með öllu að sannfæra nokkurn mann? Varla er þetta aðferð hans til að ná eyrum og hjörtum landsmanna!

Jón Valur Jensson, 2.4.2016 kl. 16:05

8 identicon

Krónan er stöðug af því að hún er ekki á markaði, heldur handstýrt af Seðlabanka. Verði krónan sett á markað þá fellur hún vegna þess að margir vilja flytja peninga úr landi, þar á meðal lífeyrissjóðir.

Jónas Kr (IP-tala skráð) 3.4.2016 kl. 16:47

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jónas Kr. Ályktanir greiningardeildar Arion banka í umræddu fréttabréfi eru þvert á móti þær að þau telji að meiri líkur séu á styrkingu krónunnar við afnám hafta en til veikingar. Ég ætla ekki að gerast dómari um það hér og nú hvort greiningardeildin muni hafa rétt fyrir sér. Það eina sem ég sem ég sagði um það var að ég vona að krónan haldist stöðug og haldi afram að styrkjast, sem var útgangspunkur pistilsins. Einnig vil ég taka fram að það er misskilningur að öllu máli skipti hvort að seðlabanki hafi áhrif á þessa þróun, því hann er einfaldlega einn af áhrifavöldum þeirrar þróunar og mun alltaf verða það á meðan við höfum seðlabanka, hvort sem hann telur rétt að skipa sér af með einum eða öðrum hætti. Það hvort við eigum að hafa slíkan seðlabanka er svo alveg sjálfstæð spurning sem má gjarnar rökræða sérstaklega.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2016 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband