Evrópusambandið vill verða bandaríki

Innan ESB hefur nýlega vaknað sterkur vilji til þess að koma á sameiginlegri leyniþjónustu í líkingu við hina bandarísku CIA og núna síðasta "alríkislöreglu" á borð við hina bandarísku FBI. Þetta staðfestir það sem oft hefur verið haldið fram, að tilhneiging Evrópusambandsins sé sú að stefna enn frekar en hingað til, að sameiginlegu lögregluríki.

Á meðan standa vestrænir borgarar sem hafa borið vonir um frjálst lýðræðissamfélag í brjósti, á öndinni yfir þessum alræðistilburðum. Það staðfestir þá meirihlutaskoðun Íslendinga að ekki sé heppilegt að ganga í slíkt ríkjasamband. Með ríkjasambandi er átt við tilhneigingu til "Bandaríkja Evrópu". Hvort Evrópubúar vilji í raun verða innlimaðir í evrópsk bandaríki á svo eftir að koma í ljós.

Íslendingar þurfa í framtíðinni ekki að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji tilheyra Evrópusambandinu, heldur hvort þeir vilji tilheyra Bandaríkjum Evrópu. Í því samhengi er rétt að minnast þess að yfir 80% Íslands eru ekki í Evrópu heldur Norður-Ameríku.


mbl.is Vill evrópska alríkislögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband