Loksins kom vatnsrennibraut í miðbæinn!

Engin vatnsrennibraut á Skólavörðustíg í sumar - Nútíminn

Nananabúbú, það kom bara víst rennibraut og meira að segja regnbogalituð:

Af þessu má draga margvíslegan lærdóm:

1. Uppfinningar verða oft fyrir tilviljun.

 - En ekki er þar með sagt að þær séu allar góðar.

2. Með hugvitsemi má stundum slá tvær flugur í einu höggi.

 - Lítið þarf út af bera svo maður slái óvart niður hjólreiðamenn líka.

3. Skreytihneigð fer ekki endilega saman með verkfræðikunnáttu.

4. Fletir málaðir með plastmálningu verða sleipir í bleytu.


mbl.is Skall á regnbogann á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nú langar mig dáldið að fara og taka nokkur slide þarna... eins og á svelli.

Það verður svo sjaldan almennileg hálka hérna. 

Ásgrímur Hartmannsson, 12.8.2015 kl. 14:09

2 identicon

Oft kemur grátur eftir skellihlátur.  Hver er skaðabótaskyldur?  Þessi Píratameðvirkni var aldrei fyndin.  Hún er orðin pínleg nú í seinni tíð.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/31/gangbrautir_illa_eda_rangt_merktar/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 19:08

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Elín. Þetta innlegg er því miður illskiljanlegt.

Almennt er það veghaldari sem er skaðabótaskyldur ef frágangur vega er rangur þannig að það valdi tjóni. Í þessu tilviki er veghaldarinn Reykjavíkurborg. Hafi sá sem vann verkið fyrir borgina, þ.e. málað götuna, ekki notað viðurkennda götumálningu eða með öðrum hætti orsakað það að hættuástand skapaðist, getur borgin mögulega endukrafið viðkomandi fyrir tjón sitt af þeirri handvömm.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2015 kl. 19:14

4 identicon

Ertu að tala um viðurkennda göngugötumálningu eða götumálningu?  Eiga þessir litir að vera þarna að eilífu?  Hvað nákvæmlega skilurðu ekki við innleggið?  Málsháttinn?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 19:30

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Síðari hlutann.

Ég hef ekki hugmynd um hvað var notað á Skólavörðustíginn, ég hef aðeins einu sinni komið þangað frá því þetta var málað og það var í þurru. Ég var eingöngu að nefna hver getur verið skaðabótaskyldur, mér skildist þú vera að spyrja um það, meðal annars.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2015 kl. 19:32

6 identicon

Ef fólk meiðir sig þá er það voða lítið nananabúbú.  Hvað þá að menn hrópi loksins loksins.  Fólk þarf að vera verulega meðvirkt til að átta sig ekki á því hvað það er ósmekklegt - vægast sagt.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 19:43

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Elín, þú virðist hafa tekið þetta mjög alvarlega. Ég biðst velvirðingar á því og vek athygli þína á að þessi færsla er flokkuð undir "spaugilegt". Þú virðist ekki heldur hafa áttað þig á því að háð er ein tegund gagnrýni á hverskyns meinsemdir samfélagsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2015 kl. 19:48

8 identicon

Þú ert voða lítið fyndinn Guðmundur.  Þú tekur þátt í nornabrennum ásamt Pírötum.  

http://formannslif.blog.is/blog/formannslif/entry/1893617/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 22:50

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei ég hef eingöngu tekið þátt fundum með þeim, ekki neinum brennum. Síðast sótti ég brennu á gamlárskvöld.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.8.2015 kl. 22:54

10 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg,Guðmundur!

Með bloggvinar kveðju,

Kristján Pétur guðmundsson

Kristján P. Gudmundsson, 13.8.2015 kl. 01:38

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir það Kristján! :)

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2015 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband