Allt er þegar þrennt er

Evrópusambandið hefur smám saman unnið að því að undanförnu að uppfæra vefkerfi sín til að endurspegla þá staðreynd að Ísland sé ekki lengur meðal umsækjenda um aðild að sambandinu. Nú hefur kort af Evrópu á vefsíðu um hvernig ESB virkar verið uppfært þannig að Ísland er ekki lengur litað með gráu sem táknar umsóknarríki, heldur ljósleitt líkt og hin EFTA-ríkin sem eru utan ESB.

Það var fyrst 27. apríl síðastliðinn sem fluttar voru fréttir af því að Ísland væri enn á lista yfir umsóknarríki á vefsíðu ESB. Í kjölfarið var það svo leiðrétt eins og fjallað var um þann 29. maí, og Ísland fjarlægt af lista á vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB.

Strax í kjölfarið hófu sumir fjölmiðlar að skýra frá því að Ísland væri þrátt fyrir allt ennþá á lista umsóknarríkja á annarri vefsíðu, með fræðsluefni um hvernig ESB virkar. Það var hinsvegar leiðrétt líka, nokkrum dögum síðar.

Svo gerðist það í þriðja sinn um miðjan júní að í umfjöllun fjölmiðla kom fram að Ísland væri á enn einum stað skilgreint sem umsóknarríki. Í þetta sinn á korti sem sýnir aðildar- og umsóknarríki ESB, á sömu síðunni með fróðleik um hvernig ESB virkar, og reyndar einnig á sambærilegu korti á vefsíðu sendinefndar ESB á Íslandi

Þetta hefur nú verið leiðrétt og kortin uppfærð, til samræmis við raunveruleikann. Það er því ekki lengur hætta á rofi þar milli. Allt er þegar þrennt er, og núna er vonandi séð fyrir endann á allri óvissu um hver sé raunveruleg staða málsins.


mbl.is Breytt Ísland á kortum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef flipnn "Map" er skoðaður og allir flokkar skoðaðir, þá er Ísland ekki einu sinni með í flokknum "Other European countries". Ekki aðeins er Ísland ekki lengur ESB-umsóknarríki, heldur erum við ekki lengur í Evrópu skv. kortinu, en samt með í Schengen!

Í raun og veru er kortið gallað á einhvern hátt. Vonandi verður bætt úr því. því að allt er þegar fernt er. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.7.2015 kl. 22:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei þetta er engin villa.

Ísland fellur í flokkinn "Schengen ríki" og þar af leiðandi fellur það ekki í flokkinn "Annað" en í þeim flokki eru þau ríki sem eru hvorki í ESB, EMU, Schengen, né á leið til aðildar að neinu þeirra.

Ísland er núna rétt litamerkt á kortinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2015 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband