Afnema þarf verðtryggingu neytendalána

Fjármálaráðherra segir að endurbyggja þurfi traust í samskiptum stjórnvalda og vinnumarkaðar, og taka hönd­um sam­an um að verja lága verðbólgu og ná niður vöxtum. Það er eflaust nokkuð til í þessu. Það væri þá kannski fínt að byrja á því að standa við gefin loforð um afnám verðtryggingar.

Það er auðvitað ekki hægt að endurbyggja traust öðruvísi en að hætta að svíkja það. Reyndin er hinsvegar sú að boðað frumvarp um afnám verðtryggingar hefur verið tekið af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, en þess í stað verið lagt fram frumvarp um lögleiðingu verðtryggingar miðað við gengi erlendra gjaldmiðla, betur þekkt sem gengistrygging.

Afnám verðtryggingar væri sennilega gáfulegasta einstaka efnahagsaðgerðin sem hægt væri að ráðast í einmitt nú þegar verðbólga eru í sögulegu lágmarki. Þegar verðtryggingin og þar með stærsti einstaki verðbólguvaldurinn væri úr sögunni, yrði eftirleikurinn þeim mun einfaldari og auðveldara að takast á við það verkefni að lækka vextina.

Jafmframt er það um leið ein mikilvægasta forsendan fyrir því að eitthvað vitrænt geti orðið úr þeim hugmyndum sem ríkisstjórnin hefur að undanförnu viðrað í húsnæðismálum. Það er ekki nóg að byggja fullt af íbúðum sem enginn hefur efni á að kaupa eða leigja. Ekki er heldur nóg að lækka aðeins byggingarkostnað, heldur þarf sérstaklega að lækka stærsta einstaka kostnaðarliðinn, sem er fjármagnskostnaður.

Sumir vilja halda því fram að það sé ekki hægt, en slíkt tal fer í bága við staðreyndir og fordæmi. Fyrst að stjórnvöld gátu með lagasetningu árið 2013 lækkað hámarkskostnað svokallaðra smálána úr mörgþúsund prósentum niður í rúm 50%, hlýtur að vera hægt að gera eitthvað svipað fyrir stærri lán, til dæmis þau sem tekin eru til íbúðarkaupa.

Það eina sem þarf er vilji til að hrinda slíkum breytingum í framkvæmd.


mbl.is Vill samstarf um lága verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur minn. Nú er ég búin að pakka niður restinni af voninni um að ég geti treyst stjórnsýslu Íslands. Reyndar var vonin sem ég pakkaði niður ekki fyrirferðarmikil. Bankarnir ætla að afnema gjaldeyrishöftin á næsta rán; c.a. á morgun eða hinn!

En sú vonsvikna saga mín verður ekki sögð hér á þínu bloggi.

Líklega munt þú skilja mína sögu mjög vel, ef/þegar ég fæ einhvern til að gefa hana út.

En það verður nú ekki alveg á næstunni.

Sögur sem ekki eru sagðar, eru tapaðir fjársjóðir sannleikans staðreynda. Við gerum öll okkar besta, til að bæta heiminn á sanngjarnan og réttlætanlegan hátt.

Det skulle nu ikke mangle sannheten í den Íslanske "historien"?

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2015 kl. 21:29

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Verðbólgan er skaðvaldurinn

Ekki verðtryggingin.

Þetta er algengur misskilningur

sleggjuhvellur, 1.6.2015 kl. 22:21

3 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Ekki er hægt að afnema verðbólguna, en verðtrygginguna er hægt að afnema þar sem hún er slys af mannavöldum.

Stefán Þ Ingólfsson, 1.6.2015 kl. 23:22

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Verðtryggingin er einmitt slys af mannavöldum, þar sem hún eykur beinlínis við verðbólgu eins og sýnt er fram á þesari rannsókn hér: [1302.4112] An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans)

Þess vegna er afnám verðtryggingar beinlínis liður í því að stuðla að lægri verðbólgu en hingað til hefur þekkst í hagsögu Íslands.

Núna er akkúrat tækifærið, þegar verðbólga er lág, að koma böndum á þetta skrímsli sem liggur í dvala um þessar mundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2015 kl. 23:54

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Seðlabankinn boðar nú hækkun stýrirvaxta, vegna hræðslu við aukna þennslu af auknu fé sem landsmenn munu hafa út úr kjarasamningum. Hækkun stýrivaxta er tilgangslítil þegar lán eru verðtryggð, hefur sára lítil áhrif á lánin. Hins vegar munu vaxtahækkanir Seðlabakans hafa bein áhrif á fyrirtæki landsins, sem eru mörg hver háð skammtímalánum og það mun leiða til verðbólgu. Það er ekki fyrr en verðbólgan sjálf æðir af stað sem verðtryggðu lánin býta og slá á þennslu af völdum einstaklinga. Þetta sáum við fyrir hrun þegar verðbólgan æddi af stað. Bankinn hækkaði stýrivexti aftur og aftur og verðbólgan bólgnaði. Þarna átti verðtryggingin stóran hlut að máli. 

Þó ekki væri nema af þessu einu, að Seðlabankinn getu haft áhrif á hagkerfið gegnum stýrivaxtaákvarðanir, er ástæðan til afnáms verðtryggingar neytendalána næg. 

Rökin að baki verðtryggingunni eru fyrir löngu úrelt, voru í raun aldrei haldbær. Þetta kom berlega í ljós á fyrstu árum verðtryggingar og hægt að sjá með smá grúski í hagtölum Hagstofunnar. Að hún skuli hafa haldið lífi í nærri 36 ár er alveg magnað.

Ekki hafði ég heyrt um þetta frumvarp sem þú nefnir Guðmundur, en þarna virðis eiga að lögleiða allt ruglið sem framvæmt var í lögleysi fyrst átta ár aldarinnar.

Merkilegt nokk.

Gunnar Heiðarsson, 2.6.2015 kl. 08:18

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fjármálaráðherra er búinn að gefa þá dagskipun út til sinna starfsmanna að lögleiða gengistryggðu lánin, og leyfa þannig bönkunum að byrja aftur að falsa gjaldeyri.

Varstu ekki búinn að frétta það?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2015 kl. 13:06

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Verðtryggingu á aðeins að leyfa á húsnæðislán til lengri tíma (25-40 ár) og þá á sú verðtrygging að vera bundin við sömu lögmál og verðbreytingar á húsnæðinu sjálfu.  Slík verðtryggð lán eiga síðan ekki að fylgja stýrivöxtum Seðlabankans heldur fastri og skynsamlegri vaxtatölu.  Sú vaxtatala mætti síðan vera sambærileg við það sem gerist í siðmenntuðum nágrannalöndum.

Kolbrún Hilmars, 2.6.2015 kl. 14:54

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Best væri auðvitað að hafa bara venjuleg lán, og láta bankana bera ábyrgð á því að viðhalda verðmæti peninganna sem þeir gefa út, þá yrði engin þörf fyrir neina verðtryggingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.6.2015 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband