Verðtryggð lán lækka í janúar!

Þau stórtíðindi urðu í dag að Hagstofa Íslands birti vísitölu neysluverðs þar sem hún hafði lækkað frá síðasta mánuði, og um hvorki meira né minna en hálft prósent. Þó svo að þetta virðist kannski ekki mikið þá ber samt að setja það í rétt samhengi.

Þetta þýðir meðal annars að 20 milljón kr. verðtryggt húsnæðislán mun lækka í janúar um 100.000 krónur umfram afborgun mánaðarins. Það eru hvorki meira né minna en 7,7% af þeirri Leiðréttingu sem nú liggur fyrir frá stjórnvöldum.

Framreiknuð til 12 mánaða jafngildir þessi lækkun rúmlega 6,1% verðhjöðnun á ársgrundvelli. Það myndi hafa í för með sér 1.220.000 kr. lækkun á 20 milljón kr. verðtryggða láninu. Slík lækkun myndi á einu ári ná næstum jafn langt og Leiðrétting stjórnvalda sem er sögð nema um 1,3 milljónum kr. að meðaltali.

Lækkun vísitölu neysluverðs er í raun langbesta leiðin til að leysa skuldavandann. Ástæðan fyrir því er að þá lækka allar verðtryggðar skuldbindingar jafnt, þar á meðal skuldbindingar Íbúðalánasjóðs, þannig að ekkert högg verður á sjóðinn sem gæti lent á ríkissjóði.

Hér er fróðlegt myndband um nytsemi verðhjöðnunar í verðtryggðu lánakerfi:


mbl.is Bregðast þarf við 1% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband