Hvað með ívilnunarsamninga stærri fyrirtækja?

Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að ívilnunarsamningar íslenskra stjórnvalda við fimm tilgreind fyrirtæki hafi falið í sér ríkisaðstoð sem er óheimil samkvæmt EES-samningnum.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í hér á landi starfa þrjú fyrirtæki sem eru þau stærstu á landinu og skila meiri hagnaði en önnur. Þau heita Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki. Eins öfugsnúið og það kann að virðast þá græða bankarnir á tá og fingri í miðri kreppu, sem er auðvitað fullkomlega ónáttúrulegt.

Meginuppspretta þessa ónáttúrulega hagnaðar bankanna þriggja er um helmingsafsláttur sem ríkið veitti þeim á lánasöfnum sem þeir fengu að yfirtaka frá gömlu bönkunum sem féllu haustið 2008, og innheimta nú sem á fullu verði væru.

Á þeim sex árum sem síðan þá hafa liðið hefur þessi tekjuliður sem heitir því undarlega nafni "virðisbreytingar útlána" skilað þeim tugum milljarða eða stórum hluta alls hagnaðar þeirra. Þeir hafa jafnframt fengið að njóta mikillar aðstoðar ríkisvaldsins við þessa óbilgjörnu innheimtuhætti, þrátt fyrir að þeir séu oftast kolólöglegir eins og nýleg dæmi frá sýslumanninum í Reykjavík sýna.

Þessi mikla ríkisaðstoð sem á engin fordæmi að umfangi hér á landi, hlýtur að brjóta í bága við EES-samninginn, fyrst skattaafslættir til raunverulegra atvinnufyrirtækja sem skapa samfélaginu raunverulegan arð, eru það. Annars er eitthvað verulega mikið að, ef dragbítar fá að ganga lausir en þeim sem vilja stunda heilbrigða vinnu er refsað.


mbl.is Ívilnunarsamningar ólöglegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband