Peningamagni í umferð er ekki stjórnað á Íslandi

Seðlabanki Íslands hefur ekki yfir neinum stjórntækjum að ráða sem ráða peningamagni í umferð. Bankinn getur haft áhrif á vexti og ákveðið hversu stífur hann er á undanþágum frá gjaldeyrisviðskiptum, en peningamagni stjórnar hann ekki.

Hér á landi er oft talað um að hemja þurfi verðbólgu, og stundum talað um "þrálátan draug" í því sambandi, eins og um eitthvað dularfullt yfirnáttúrulegt afl sé að ræða. Svo er þó ekki, því verðbólga er einfaldlega afleiðing af aukningu peningamagns í umferð, umfram undirliggjandi verðmætasköpun.

Þess vegna er það stórundarlegt að Seðlabanki Íslands, sem á að bera ábyrgð á því að stjórna peningakerfinu hér á landi, skuli ekki gera neitt til að stjórna peningamagni í umferð. Það er svona í líkingu við að kvarta undan því að húsið brenni, en sleppa því að skrúfa fyrir gasleiðslurnar og horfa svo bara á kofann springa í loft upp.

Hér má sjá afleiðingarnar af því þegar heilt bankakerfi er einkavætt í landi þar sem seðlabankinn gerir ekkert til að stjórna peningamagni í umferð:

Einkavædd peningaprentun

Hér eru svo áhrifin af þessu algjöra stjórnleysi á stöðu almennings í landinu:

Áhrif verðtryggingar á skuldir heimila

Það sem er svo undarlegast og í raun stórfurðulegt er að heilu fréttatímarnir í fjölmiðlunum skuli snúast um þessi vandamál viku eftir viku og ár eftir ár, án þess að neinum fréttamönnum detti í hug að spyrja ráðamenn þjóðarinnar þessarar einföldu spurningar:

Hvers vegna stjórnar seðlabankinn ekki peningamagni í umferð?

Þess vegna er álitaefni hvor sé lélegri, seðlabankinn eða fjölmiðlarnir.

mbl.is Flæði peninga í hagkerfinu flókið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjöldi athugasemda við pistla er líklega oft í öfugu hlutfalli við mikilvægi efnisins.

Þú ert þarna að koma að stærsta hagstjórnarvandamáli okkar Íslendinga og ástæðunni fyrir stærsta gallanaum við þessa sjálfstæðu litlu mynt. Galla sem ætti ekki að vera stór mál að laga ef pólitíkusar væru ekki svona heillaðir af þeirri ranghugsun að með því að búa til peninga að þá sé verið að búa til verðmæti! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.9.2014 kl. 08:47

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bjarni, ef þú meinar að það sé engu við að bæta, þá þakka ég fyrir góða umsögn um þessi skrif. :)

Varðandi "gallann við þessa litlu sjálfstæðu meynt" þá er gallinn ekkert bundinn við íslensku krónuna sérstaklega. Bankar um allan heim offramleiða froðupeninga með nákvæmlega sama hætti hvort sem það eru dollarar, evrur, pund, frankar eða jen.

Það er ekkert sérstakt við íslensku krónuna sem skilur hana frá öðrum gjaldmiðlum að þessu leyti,  og hún er langt frá því að vera smæsta sjálfstæða myntin í heiminum. Samkvæmt talningu árið 2010 voru a.m.k.  helmingur ríkja heims með íbúafjölda undir 1 milljón með sjálfstæðan gjaldmiðil.

Það sem er hinsvegar sérstakt við fjármálakerfið hér á Íslandi er að við höfum stóran hluta af höfuðstól útlána bankakerfisins verðtryggðan miðað við vísitölu neysluverðs og inni í henni er meðal annars fasteignaverð. Það þýðir að þegar bankar lána mikið og valda þenslu sem leiðir tilverðbólgu, þá hækka lánin og eignir bankana aukast svo þeir geta lánað meira og búið til meiri verðbólgu. Þegar lánin hækka er eina úrræði þeirra sem eru að selja húsnæði að hækka verðið svo þeir lendi ekki í mínus. Þannig veldur þetta allt saman sífelldum fasteignabólum og þar sem fasteignaverð er inni í vísitölunni kyndir það undir verðbólgunni, sem veldur því svo aftur að lánin sem eru eignir bankanna hækka og þeir lána meira og skapa meiri verðbólgu. Þessi djöfullegi vítahringur endurtekur sig svo út í eytt, og þess vegna er aldrei hægt að "kveða niður verðbólgudrauginn" sem er enginn draugur heldur þessi sjálfvirki mekanismi sem ég var að lýsa og kallast verðtrygging.

Hvergi í heilbrigðu hagkerfi yrði bönkum leyft að tengja virði eigna sinna við verðbólgu, því þannig hafa þeir engan hag af því að stunda ábyrga útlánastarfsemi og stuðla að stöðugleika. Annar bankastjóri stærsta íslenska bankans fyrir hrun orðaði þetta ágætlega þegar hann sagði að stærsta einstaka tekjulind íslenskra banka væri verðtryggingin. Á meðan þeir mokgræða á óstöðugleika alveg sama hversu miklu tjóni það veldur fyrir aðra, þá gera þeir auðvitað allt í sínu valdi til að skapa slíkan óstöðugleika.

Fyrsta skrefið í átt að lausn á þessu vandamáli er mjög einfalt, það er að afnema verðtryggingu. Að framkvæmaslíka breytingu er afskaplega lítið mál, það þarf bara að flytja lagafrumvarp á Alþingi ogmeirihluti þingmanna að samþykkja það sem lög. Slíkt frumvarp var lagt fram á síðasta kjörtímabili, og hefur uppfærð útgáfa þess jafnframt verið afhent núverandi stjórnvöldum og sérfræðingahópum þeirra. Með það í höndunum er ekkert því til fyrirstöðu að afnema verðtrygginguna strax í næstu viku, eins og þau hafa marglofað.

http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html

Ef þú vilt stuðla að því skaltu tala við þinn þingmann eða einhvern af þeim lista sem þú kaust, og koma honum í skilning um að þú munir ekki kjósa hann aftur nema frumvarpið um afnám verðtryggingar verði endurflutt og samþykkt.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2014 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband