Efni í áramótaskaupið!

Á vef RÚV kemur fram að sjórn SMÁÍS, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hafi óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan er sögð vera brot fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna, sem stjórnin segir hafa viðgengist í mörg ár.

Það sem gerir þetta mál að einum stórum brandara, er að brot hins fráfarandi framkvæmdastjóra felast meðal annars í því að hafa ekki staðið skil á greiðslu afnotagjalda fyrir hugbúnað sem samtökin keyptu eða hafa í það minnsta haft afnot af.

Einnig er um að ræða margvíslegt misferli, þar á meðal skilasvik vegna lögboðinna gjalda, sem geta varðað fangelsi ef umfang brotanna telst nægilegt til að réttlæta slíka refsingu.

Það segir átakanlega sögu fyrir þessi samtök, að fall þeirra skuli mega rekja til þess, meðal annars, að hafa ekki virt höfundarrétt! (Skot í fótinn myndu sumir segja.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jebb, þetta er algjör brandari...

Skúli (IP-tala skráð) 21.8.2014 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband