Nýr kafli í Skáldsöguna Ísland

Ríkisendurskoðun hefur lokið athugun sinni á greiðslu málskostnaðar seðlabankastjóra vegna málaferla hans gegn bankanum. Tvennt stendur upp úr í niðurstöðunum:

1. Ríkisendurskoðandi virðist ekkert hafa rætt við fulltrúa í bankaráði seðlabankans við rannsókn málsins. Það eru í hæsta máta undarleg vinnubrögð að rannsaka mál um opinbera ákvarðanatöku, án þess að taka viðtöl við þá sem eiga hlut að málinu og þeirri ákvarðanatöku. Maður hlýtur því að velta fyrir sér hvaðan Ríkisendurskoðandi hafi fengið upplýsingar um málið? Kannski frá Láru V. Júlíusdóttir, þáverandi formanni bankaráðsins, sem virðist hafa tekið ákvörðun um þessa fjárveitingu?

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það alls ekki ákveðið að frumkvæði bankaráðsins eða formanns þess að greiða málskostnað seðlabankastjóra, heldur hafi beiðni um það komið frá honum sjálfum. Þetta kom hinsvegar ekki fram í úttekt Ríkisendurskoðunar (væntanlega vegna þess að Lára var ein til frásagnar og búið að ákveða að hún tæki á sig sökina?).Hver svo sem sannleikurinn er þá eru þessi vinnubrögð við rannsóknina fyrir neðan allar hellur.

2. Það sem er svo eiginlega það allra fáránlegasta sem þetta mál hefur leitt í ljós, er að samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar virðast engar reglur vera til staðar um fjárveitingar af hálfu bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Það er ef til vill þörf á því að endurtaka, því þetta er svo fáránlegt að það skráist eiginlega ekki almennilega fyrr en maður hefur velt því aðeins fyrir sér.

a. Seðlabanki Íslands er æðsta peningamálastofnun landsins.

b. Bankaráð fer með aðalstjórn þeirrar stofnunar.

c. Hjá bankaráði eru engar reglur um fjárveitingar.

Engar reglur eru um fjárveitingar aðalstjórnar æðstu stofnunar peningamála!

Í Skáldsögunni um Ísland er nú þegar sérstakur kafli tileinkaður fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum, en þetta er svo sérstakt tilvik að það verðskuldar algjörlega sinn eigin viðauka. Hér efnisyfirlitið með þessari nýjustu uppfærslu:

Efnisyfirlit:

  1. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu
  2. Ólögleg lán og endurútreikningar
  3. Landbúnaðaráburður með kadmíum
  4. Iðnaðarsílikon í brjóstaígræðslum
  5. Landeyjahöfn og Grímseyjarferjan
  6. Skólplosun á vatnsverndarsvæðum
  7. Fjármálaeftirlitið og seðlabankinn
  8. Símaskrárforsíðan og guli límmiðinn
  9. Mannauðs- og fjárhagskerfið Orri
  10. Blæðandi gallað repjuolíumalbik
  11. Allir sjússamælar voru skakkir.
    1. Viðauki: Kadmíumáburður snýr aftur!
    2. Viðauki: Engar reglur um fjárveitingar seðlabankaráðs

mbl.is Óskaði eftir endurgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort er marktækara, Ríkisendurskoðun eða nafnlausar heimildir Morgunblaðsins sem seint verður sagt hlutlaust í málefnum Seðlabankans undir núverandi ritstjóra.

Matthías (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 14:14

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Matthías, ég tók þig á orðinu og hef sent Seðlabanka Íslands fyrirspurn um reglur um fjárveitingar bankaráðs. Ég mun birta svarið hér og þá kemur hið sanna í ljós svo ekki verði um villst.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2014 kl. 14:25

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á meðan við bíðum eftir svarinu er einnig hægt að grennslast fyrir um þetta á vef Seðlabanka Íslands undir "lög og reglur":

http://www.sedlabanki.is/sedlabankinn/um-sedlabankann/log-og-reglur/

Finnur þú einhverjar reglur um fjárveitingar bankaráðs þar Matthías?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2014 kl. 14:33

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur af því að engar reglur, réttlætir það þá styrkinn til Más Guðmundssonar. Er þessi styrkur þá ekki skattskyldur? Gat Lára þá veitt samfylkingunni styrk í kosningasjóð, eða t.d. gefið frænku minni rausnarlega afmælisgjöf. Lára hefur e.t.v haft aðgang að peningaprentun Seðlabankans?

Sigurður Þorsteinsson, 4.7.2014 kl. 14:43

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru fjórar spurningar sem ég skal reyna að svara sundurliðað:

  1. Nei það réttlætir ekki slíka ráðstöfun á almannafé.
  2. Jú hann er skattskyldur. Veistu hvernig Már taldi fram?
  3. "Gat"það kannski, en hefur vonandi ekki gert neitt slíkt.
  4. Vonandi ekki, en ég veit það ekki, þetta lið virðist til alls líklegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2014 kl. 15:20

6 identicon

Hvar er kapitulinn um Costco , Ragnheiði Elínu og formann þingflokks framsóknarflokksins ?

Svo má líka hafa alla kafla um veru sjálfstæðisflokksins í áratugi við stjórn og fjáraustur til vina og vandamanna ! 

Svo auðvitað sérstaka kapitula um fjámálasnilli DO  vegna útlána í aðdraanda bankahrunsins !  Já , það varð HRUN !

JR (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 16:32

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Svokallað" hrun var það ekki ?

En hvað ertu að meina um Vigdísi Hauksdóttur? Þó hún eigi það til að mismæla sig er það engum skaðlegt, bara fyndið og hláturinn lengir lífið.

Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar þá blanda ég honum ekki við háðsádeiluna og gamansöguna um Ísland, til þess eru glæpirnir allt of stórir og alvarlegir.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2014 kl. 18:28

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Svokallað Ísland" ætti kannski að verða titill bókarinnar?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2014 kl. 18:29

9 identicon

Formaður þingflokks framsóknarflokksins er saögð vera Sigrún Magnúsdóttir sem tjáir sig með hætti að framsókn ætti ekki að vera til sem stjórnmálaafl eftir næstu kosningar !  Neytendur eiga ekkert með eitt né neitt !   Frmsóknarflokkurinn veit einn allt !

JR (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 22:51

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afsakaðu misminnið, ég þekki minna til Sigrúnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2014 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband